Ann Coulter og Clintonhjónin

Coulter i blogospherinu

Það væri ábyggilega hægt að búa til sálfræðilegar teoríur um áhuga bandarískra hægrimanna á því að ljúga samkynhneigð upp á pólitíska andstæðinga. Í fyrradag fjallaði ég um ósvífni Republikanaflokksins í Ohio, og furðulegar vangaveltur Robinson í Norður Karólínu - og nú er komið að Ann Coulter. Og Coulter ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því nú er það Bill Clinton sem hlýtur að vera gay. Hægrimenn hafa fyrir löngu þurrausið brandarinn um að Hillary Clinton sé lesbísk, svo það hlaut að koma að því að Bill Clinton væri ásakaður um kynvillu...

DEUTSCH: Before we’re off the air, you were talking about Bill Clinton. Is there anything you want to say about Clinton? No?

Ms. ANN COULTER: No.

DEUTSCH: OK, say it on air.

Ms. COULTER: I think that sort of rampant promiscuity does show some level of latent homosexuality.

DEUTSCH: OK, I think you need to say that again. That Bill Clinton, you think on some level, has — is a latent homosexual, is that what you’re saying?

Ms. COULTER: Yeah. I mean, not sort of just completely anonymous — I don’t know if you read the Starr report, the rest of us were glued to it, I have many passages memorized. No, there was more plot and dialogue in a porno movie.

Tekið úr viðtali Donny Deutsch, á CNBC The Big Idea þann 26 júlí. Það er hægt að lesa viðtalið á Media Matters, nú, eða horfa á það á Mytube.

Pólitískir bloggar og sjónvarpsgrínistar í Bandaríkjunum hafa gert sér mikinn mat úr þessu síðasta Clintongate máli Coulter - og það er álit manna að Coulter sé sennilega endanlega búin að tapa vitinu - eða þá að þetta sé nýjasta brella hennar til að ná athygli. Og það virðist hafa tekist. Eins og sést á Technorati stöplaritið hér að ofan höfðu vinsældir Coulter í blogospherinu verið að dala nokkuð síðan hún var á vörum allra eftir að bókin Godless kom út, og hún lýsti því yfir að 9/11 ekkjur væru athyglissjúkar og gleddust yfir dauða eiginmanna sinna. Clintonkommentin birtast sem smávægilegt stökk lengst til vinstri á stöplaritinu.

Það er reyndar frekar þreytandi að vera stöðugt að velta sér upp úr einkalífi Clinton. Það eru heil sex ár síðan Clinton var forseti, en Coulter og margir aðrir Republikanar hafa ekki enn náð sér af Clintonþráhyggjunni. Ekki að ég er nokkuð viss um að það verða enn vinstrimenn sem tala um Bush og heimsku hans sex árum eftir að hann lætur af embætti. Árið 2014 verða því bloggarar að velta fyrir sér seinustu sönnunum um greindarskort GWB. (Þetta eru sterótýpurnar sem andstæðingarnir hafa búið til af þeim félögum - Clinton: kynóður, Bush: heimskur...) En það sem er athyglisvert við þessa þráhyggju Republikana og ítrekaðar yfirlýsingar og aðdróttanir um kynhneigð manna er að í huga þeirra (og margra kjósenda, vafalaust) er að samkynhneigð hljóti að vera einhverskonar djúpstæður persónuleikagalli - og að það sé fullkomlega í lagi að ráðast á menn opinberlega með því að smella á þá slíkum stimpli.

Clintonkommentið er reyndar ekki það eina athyglisverða í viðtalinu: Coulter, sem hefur lýst því yfir að hún sé kristin bókstafstrúarmanneskja, og sæki kirkju á hverjum sunnudegi, viðurkennir að hún horfi á klámmyndir - og hafi lagt á minnið langa kafla úr Starr-skýrslunni. Ég er ekki alveg viss um að það samrýmist hugmyndum kristinna bókstafstrúarmannna?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband