Og þegar þú hefur ekkert á andstæðinginn hlýtur hann að vera gay...

Brad Miller

"The GOP thinks you're gay" er titillinn á færslu hjá Wonkette í gær, og fjallar, meðal annars um Vernon Robinson, sem ég skrifaði um fyrr í dag, en hann virðist vera einn af þessum stjórnmálamönnum sem býr í annarri veröld en við hin, og er fyrir vikið óþrjótandi uppspretta sérkennilegra frétta. Tilefni færslu Wonkette er að Ken Blackwell, sem er frambjóðandi republikana í Ohio, hefur í örvæntingu sinni (Blackwell virðist ætla að tapa kosningunum með stæl), gripið til þess ráðs að saka mótframbjóðandann Ted Strickland (óskyldur Buck Strickland, eiganda Strickland Propane...) um að vera samkynhneigður. Þannig er að Strickland, sem er prestvígður og giftur, á engin börn, en það hlýtur að vera mjög grunsmlegt. Í fjöldapósti sem sendur var til stuðningsmanna Blackwell var þetta gert að umtalsefni, og einnig gefið í skyn að Strickland væri hliðhollur barnaníðingum. Sjá frétt hjá Columbus Dispatch.

Robinson beitir sömu lógík þegar hann ásakar andstæðing sinn, demokratann Miller, um samkynhneigð. Af hverju? Jú, Miller og frú eru barnslaus, og Miller er einn af bloggurum Daily Kos, og vinur Markos 'Kos' Maulitsas. Þetta finnst Robinson mjög grunsamlegt. Allir barnlausir menn, sem eiga þess utan karlkyns vini, hljóta að vera samkynhneigðir? Robinson sendi út bréf til allra kjósenda í kjördæminu, sem ásakaði Miller um allskonar syndir...

Brad Miller has gotten into bed with Markos Moulitsas Zuniga, a 35-year old musician who was raised in El Salvador before moving to San Francisco. ... Brad Miller is a childless, middle-aged, trial lawyer whose ideological worldview was formulated when he joined the ranks of the hippie peaceniks and volunteered on Eugene McCarthy’s 1968 presidential campaign.

En það er ekki allt, því Robinson er líka sannfærður um að Miller hljóti að vera kommúnisti og hata guð, og rökin? Miller hefur verið í Evrópu.

When Brad left the country to attend the socialist schools of Europe, he was further indoctrinated against Judeo-Christian values, the necessity for a strong military, the wisdom of limited government and the principles of free market competition

Miller er doktor í stjórnmálafræði frá London School of Economics, sem meðal annars hefur menntað hættulega kommúnista á borð við Michael Chertoff, Secretary Homeland Security og Paul Valcker, sem var yfirmaður the Federal Reserve í valdatíð Reagan.

Það skelfilegasta er að taktík á borð við þessa hefur oft gagnast Republikanaflokknum.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband