Innflytjendur, allstaðar eintómir innflytjendur

Dagblöð...Ein aðalfrétt undanfarinna daga hefur verið tilraun forsetans og demokrata til að gera umbætur á innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna - og þetta er líka aðalfréttin í blöðunum í morgun. Þ.e. tilraunir forsetans til að sannfæra eigin flokksmenn um að þeir eigi að styðja (hálf)vitræna endurskoðun á löggjöfinni. (Stuðningsmenn Repúblíkana halda því fram að löggjöfin, sem gerir m.a. ráð fyrir því að auðvelda öllu því fólki sem þegar dvelur ólöglega í Bandaríkjunum að hljóta ríkisborgararétt, sé "amnesty" og einhverskonar svik við fósturjörðina.)

Washington Post fókuseraði á að forsetann skorti stuðning meðal eigin flokksmanna:

  • Forsetinn hitti þingmenn flokksins yfir hádegisverði til að reyna að sannfæra þá um að styðja "comprehensive immigration reform". ´WaPo segir að forsetinn hafi ekki snúið neinum þingmönnum á fundinum: "Although senators described the meeting as cordial, even jovial, they also said the president's efforts to rally GOP support did not win any converts."

LA Times Reyndi að vera jákvæðara:

  • Þingmenn Repúblíkana reyna að sannfæra forsetann um að auka fjárveitingar til landamæragæslu - annars muni þeir drepa löggjöfina.
  • Á sama tíma birtir blaðið könnun sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna styður að ólöglegir innflytjendur geti sótt um ríkisborgararétt (65% Repúblíkana, þar með talið), sem sýnir enn og aftur að "the base" er öfgafullur minnihluti - ekki bara þjóðarinnar, heldur meira að segja líka Repúblíkanaflokksins. 

New York Times bætti engu við fréttir WaPo og LAT, og birti reyndar engar almennilega áhugaverðar fréttir um bandarísk stjórnmál.

Aðal leiðari blaðsins fjallaði þess í stað um Gonzalesgate, sem lagði út af mikilvægustu útkomu atkvæðagreiðslunnar um vantrauststillöguna:

The most remarkable thing about the debate on Attorney General Alberto Gonzales this week was what didn’t happen. Barely a word was said in praise him or his management of the Justice Department. The message was clear even though the Republicans prevented a no-confidence vote through the threat of a filibuster — a tactic that until recently they claimed to abhor. The sound of Mr. Gonzales not being defended was deafening. ...

That so many Senate Republicans supported an attorney general that they cannot bring themselves to defend shows that politics is not behind the drive to force him out. It’s behind the insistence that he stay.

Það mætti spyrja sig hvað valdi því að þingmenn Repúblíkana vilji berjast gegn lagafrumvörpum sem kjósendur flokksins styðja, og berjast fyrir dómsmálaráðherrum sem þeir sjálfir geta ekki stutt?

M

Ég er að hugsa mér að gera þetta að föstum lið - aðalfréttir þessara þriggja dagblaða. Ástæða þess að ég vel WaPo, LA Times og NYT er sú að ég skima eða les þessi þrjú blöð á hverjum morgni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband