Leynivopn Bandaríkjahers: Efnavopn sem gera menn gay...

Seinni heimsstyrjöldin hefði endað öðru vísi ef Enola Gay hefði verið búin The Gay BombUndanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar verið að flytja fréttir af leynivopnaáætlun Bandaríkjahers, en samkvæmt þessum fréttum vinna eintómir apakettir og jólasveinar hjá vopnaþróunardeild hersins. Fyrir þrettán árum síðan (ekki fjörutíu og þremur - heldur þrettan: 1994!) var herinn að leggja á ráðin um að hanna "sprengju" sem myndi gera óvinahermenn samkynhneigða og kynóða, svo herdeildir myndu leysast upp í einhverskonar Gómorrískt kaos...

A Berkeley watchdog organization that tracks military spending said it uncovered a strange U.S. military proposal to create a hormone bomb that could purportedly turn enemy soldiers into homosexuals and make them more interested in sex than fighting.

Pentagon officials on Friday confirmed to CBS 5 that military leaders had considered, and then subsquently rejected, building the so-called "Gay Bomb." ...

As part of a military effort to develop non-lethal weapons, the proposal suggested, "One distasteful but completely non-lethal example would be strong aphrodisiacs, especially if the chemical also caused homosexual behavior."

Þetta er ekki grín: Herinn ætlaði að hanna "a gay bomb", sem væri "distasteful" en "completely non-lethal" vopn. Nú veit ég ekki alveg hvernig ég á að bregðast við þessum fréttum, og spurning hvernig Holsinger, sem Bush hefur tilnefnt sem landlækni bregðist við þessu - því í hans kokkabók er samkynhneigð ekki bara "distasteful" heldur líka alveg stórhættuleg.

Til undirbúningsrannsókna þurfti að fá 7.5 milljónir dala: 

The documents show the Air Force lab asked for $7.5 million to develop such a chemical weapon.

Hvað átti að rannsaka? Kannski var þetta elaborate cover til að fá herinn til að fjármagna "rannsóknir" vísindamananna eða háttsettra herforingja í næturklúbbum San Fransisco? Þetta er auðvitað mjög einfalt mál, og augljóst hvernig þetta undravopn átti að virka:

"The Ohio Air Force lab proposed that a bomb be developed that contained a chemical that would cause enemy soliders to become gay, and to have their units break down because all their soldiers became irresistably attractive to one another," Hammond said after reviwing the documents. The Pentagon told CBS 5 that the proposal was made by the Air Force in 1994. ...

"Hommunarsprengjan" er augljóslega mjög einfalt vopn. Og mesta furða að snillingum við vopnarannsóknardeildir hersins hafi ekki dottið þetta í hug fyrr en 1994. Kannski voru vísindamennirnir sem höfðu verið að rannsaka Lifnipillur re-assigned til að finna upp aðra vitleysu? Herinn þvertekur þó fyrir að verið sé að hanna önnur "hommunar" vopn:

Military officials insisted Friday to CBS 5 that they are not currently working on any such idea and that the past plan was abandoned.

Eftir að hafa lesið þessa frétt þarf maður að staldra við í smá stund, og hugsa með sér: Það voru fullorðnir menn, í fastri vinnu, sennilega með háskólagráður og örugglega á háum launum hjá skattgreiðendum, sem fundu upp á þessu. Ég myndi gefa mikið fyrir að fá að sitja inni á þessum fundum!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha ég hefði áhuga á að bomba nokkra vel valda með svona bombu :)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 19:47

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Já skrambinn, svona bomba á handsprengjuformi gæti komið sér mjög vel til einkanota og skæruhernaðar!  

Hvað ætli Gen. Peter Pace hafi verið að bralla árið 1994?  Að vísu er þetta frá flughernum... ætli þeir hafi ekki skáldað þessa skýrslu til að fá fjármagn fyrir "black ops" í Area 51 við Groom Lake í Nevada.  Einhvernveginn verða þeir að fjármagna herstöðvar sem eru ekki til á pappírunum.  Annars kostar víst meðal ljósapera bandaríska herinn um 300 dollara...en spurning er hvort mismunurinn fari allur til Haliburton eða dævertað í eitthvað annað og óskilgreint.

Hvort er sennilegra...að peningurinn hafi virkilega átt að fara í að búa til hommunarsprengju...eða í að kryfja geimverur í Area 51?   I don´t know.

Róbert Björnsson, 12.6.2007 kl. 20:08

3 identicon

Heyrst hefur að hin ýmsu trúfélög séu að vinna að afhommunarsprengju sem þau ætli að nýta á gaypride  :)

DoctorE (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 07:39

4 Smámynd: FreedomFries

Það er nú málið! Herinn hlýtur að þurfa að eiga mótefni gegn eigin efnavopnum, t.d. til að bólusetja eigin hermenn... Kannski Holsinger hafi verið með í ráðum þegar verið var að rannsaka þessi vopn á einhverju frumstígi? Það er kannski þess vegna sem hann trúir á afhommun? Hann var yfir VA-administration og ef eitthvað er að marka samsæriskenningafræðin er alltaf verið að gera tilraunir á Veterans.

Mér finnst að Focus on the Family og önnur hómófóbísk grasrótarsamtök eigi núna að fara að ráðum Dr. E og krefjast þess að herinn endurveki þetta prógramm og einbeiti sér að afhommunarhliðinni!

FreedomFries, 13.6.2007 kl. 12:28

5 Smámynd: Púkinn

Snillf....eða þannig.  Það er spurning hversu mörgum milljónum dorrlar hafi í gegnum tíðina verið sóað í álíka vitlaus verkefni.

Púkinn, 13.6.2007 kl. 12:53

6 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Var þetta ekki bara hluti af "Don't ask - don't tell" stefnu Clintons?
Vergjörnu laumuhommarnir myndu ekki standast orgíuna hinumegin víglínunnar og þannig myndi herinn svæla út restina af sódómítunum.

Friðjón R. Friðjónsson, 13.6.2007 kl. 14:05

7 Smámynd: Viðar Eggertsson

Svakalega er Friðjón orðinn ofurgaysexual í munni! Ekki að spyrja að girndinni sem þrýfst inní einum jakkafötum! Vissi alltaf um guðsættfræðingsroluna, en Friðjón! Detta mér nú allir streit menn úr hári!

Viðar Eggertsson, 13.6.2007 kl. 16:38

8 Smámynd: FreedomFries

Aldrei segja aldrei: Ef geimverurnar gera innrás er einmitt gagnlegt að hafa sem flest mismunandi vopn tiltæk. Og það er næstum útilokað að geimverunum myndi detta í hug að búa sig undir hommunarsprengjur! Svo þurfum við líka að fjármagna rannsóknir á því hvernig hægt sé að framleiða "weapons grade" jóðl og koma því fyrir í stýriflaugum.

FreedomFries, 14.6.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband