Siðleysingjar, glæpa- og ofbeldismenn allra landa...

Dickerson

Og þegar við héldum að það væri sennilega ekki hægt að ganga lengra hefur Demokratanum David Dickerson, tekist að toppa alla vitfirringu sem ég hef lesið! Málavextir eru þeir að Dickerson, sem er 43 ára, og hefur sóst eftir tilnefningu demokrataflokksins til framboðs til öldungadeildarinnar fyrir Maryland, hefur verið kærður fyrir að hafa misþyrmt, nauðgað og lamið 19 ára gamla eiginkonu sína - sem hann, á mjög rómantískan máta, kynntist eftir að hafa sent eftir henni úr póstlista frá Lettlandi.

Dickerson hefur enn ekkert látið í sér heyra um ásakanirnar, en á heimasíðu sinni (sjá DickersonForSenate.com) lýsir frambjóðandinn yfir þungum áhyggjum yfir glæpum, ósiðlegheitum og hnignandi siðgæði. Ég var sérstaklega hrifinn af efrifarandi málsgrein:

Violence in our society is beyond worrisome. Crime and drugs have reached alarming proportions, so we need to stop the strong from taking advantage of the weak.

Svona menn þurfum við á þing - einhver þarf að vernda smælingjana gegn kúgun hinna sterku? Þegar lögreglan mætti á heimili Dickerson, eftir að konan hringdi í 911, útskýrði Dickerson að hún væri "crazy in the head"...

Fréttir af Dickerson má lesa hjá Baltimore Sun, NBC (Virginia), ABC (Virginia), NBC (Baltimore) og WTOP (útvarpsstöð í Washington DC)

M.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha... Lúði marr.

Templar (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 18:47

2 identicon

Hahaha... Lúði marr.

Templar (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 18:47

3 identicon

Síðan hvenær þarf maður sem talar gegn ofbeldi að vera einhver engill? Erum við að tala um að allir politíkusar sem hafa verið kosnir á þing, hvort það sé hérna heima eða úti Bandaríkjunum, verið englar með flekklausan feril? Við höfum öll gert eitthvað slæmt, þýðir það að okkur finnst það í lagi?

Gulli (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 20:38

4 Smámynd: FreedomFries

Vissulega... það er enginn okkar syndlaus... en ég er ekki alveg viss um að þessi lógík gangi samt upp hjá þér. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að menn sem lemja og misþyrma konum eigi ekki að sitja á þingi, ekki vegna þess að þeir séu ekki 'englar' eða vegna þess að það geti ekki verið að þeim finnist það 'ekki vera í lagi' að lemja og misþyrma. Kannski er Dickerson fullur iðrunar. Yfirleitt eru menn sem misþyrma eiginkonum sínum fullir iðrunar eftirá. Ástæða þess að svoleiðis menn eiga ekki að fá að sitja á þingi er að þeir eru augljóslega stórhættulegir. Sem betur fer erum við ekki allir (karlmenn, þ.e.) stórhættulegir, þó við höfum flestir, ef ekki allir 'gert eitthvað slæmt'. Ég braut t.d. hraðatakmarkanir á leiðinni í vinnuna í morgun ;)

M

FreedomFries, 26.7.2006 kl. 21:00

5 identicon

Dickerson er ekki "annar frambjóðenda demokrataflokksins" í fylkinu. Hann er að reyna að vinna prófkjör þar sem honum var spáð sama og engu fylgi fyrir.

Þetta er svona einsog að segja að Jónína Ben. hafi verið borgarfulltrúaefni fyrir Sjálfstæðisflokksins.

ÁF (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 02:16

6 identicon

Ekki drepa okkur úr leiðindum Gulli

Bulli (IP-tala skráð) 27.7.2006 kl. 10:09

7 identicon

Ég sá ekkert um að þetta væri sannað, bara að hún hefði ásakað hann.

blah (IP-tala skráð) 28.7.2006 kl. 02:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband