lau. 22.7.2006
Fox, WMD's Saddam og Hezbollah
Þegar Bandaríkjaher tókst ekki að finna öll gereyðingarvopn Saddam voru fréttamenn Fox news fljótir að útskýra það með því að þau hefðu öll verið flutt úr landi - til Sýrlands. Og nú hefur Fox ákveðið að flytja þessi mikilvægu og verðmætu gereyðingarvopn enn á milli landa - í gær eyddi Fox umtalaverðum tíma í að velta sér upp úr álitli 'sérfræðinga' í málefnum Miðausturlanda að Hezbollah hefði verið falið að passa upp á þau... (Sjá umfjöllun Media Matters um Fox og WMD's)
Í ljósi þess að Fox telur Ann Coulter 'sérfræðing í málefnum Miðausturlanda' kemur reyndar ekki á óvart að þeir geti velt fyrir sér svona furðulegum samsæriskenningum. Í fyrradag birtist Coulter nefnilega hjá Neil Cavuto til að gefa álit sitt á hernaði Ísrael gegn Libanon. Sérfræðiálit Coulter er að ekki sé hægt að leysa vandamálin fyrir botni Miðjarðarhafs nema reka fyrst alla bandaríska vinstri og miðjumenn úr landi... (Sjá umfjöllun Media Matters um Coulter og Hezbollah)
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.