Bill Kristol og Íran

Bill Kristol

Bill Kristol, einn af helstu leiðtogum og hugmyndasmiðum ný-íhaldsstefnunnar, hefur undanfarna daga talað nokkuð linnulaust fyrir þeirri stórhættulegu hugmynd að Bandaríkin geri loftárásir á Íran. Kristol, að hætti Ný-íhaldsmanna, hefur telft fram heilum lista af 'rökum' fyrir þessari skoðun sinni. Mikilvægustu rökin, að því er virðist, er að það sé ekkert vit í að bíða með eitthvað til morguns sem hægt er að gera í dag. Hér er Kristol í The Weekly Standard:

Why wait? Does anyone think a nuclear Iran can be contained? That the current regime will negotiate in good faith? It would be easier to act sooner rather than later. Yes, there would be repercussions--and they would be healthy ones, showing a strong America that has rejected further appeasement.

Úr greininni "It's Our War", The Weekly Standard, 24 júlí, 2006.

Ekki nóg með að það sé ástæðulaust að vera að bíða með hernaðaraðgerðir, því árangurinn myndi réttlæta kostnaðinn, heldur telur Kristol að slíkar afleiðingar stríðs við Íran gætu beinlínis verið jákvæðar fyrir ímynd Bandaríkjanna og samstöðu þjóðarinnar. Sennilega er Kristol að draga lærdóm af vel heppnuðum hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Írak sem hann barðist hatrammlega fyrir? Vann innrásin í Írak bandaríkjamönnum ekki ást heimsbyggðarinnar, jók hún ekki styrk þeirra á alþjóðavettvangi, og þrýsti hún ekki þjóðinni saman? Hmm... (Ég mæli með því að fólk lesi greinina í heild - það er nauðsynlegt að lesa Kristol til að skilja þankagang Ný-íhaldsmanna í BNA.)

Nú, en Kristol, sem virðist hafa óvenjulegan hæfileika til að skilja veröldina í kringum sig og læra af reynslunni, hefur fleiri rök fyrir innrás í Írak. Næstu rök Kristol eru að Bandaríkjunum yrði tekið fagnandi - íranska þjóðin muni, þegar loftárásirnar hefjast, flykkjast út á götur til þess að krefjast þess að Ahmadinejad og klerkarnir láti af völdum. Þessi rök bauð Kristol upp á í viðtali við Fox. (Sjá uppskrift af viðtalinu hjá Think Progress.)

the Iranian people dislike their regime. I think they would be — the right use of targeted military force — but especially if political pressure before we use military force — could cause them to reconsider whether they really want to have this regime in power. There are even moderates — they are not wonderful people — but people in the government itself who are probably nervous about Ahmadinejad’s recklessness.

Nú, þetta hlýtur að liggja í augum uppi? Kristol bauð lesendum The Weekly standard upp á nánast nákvæmlega sömu rökin þegar hann var að berjast fyrir hernaðaraðgerðum gegn Írak.

We are tempted to comment, in these last days before the war, on the U.N., and the French, and the Democrats. But the war itself will clarify who was right and who was wrong about weapons of mass destruction. It will reveal the aspirations of the people of Iraq, and expose the truth about Saddam's regime. It will produce whatever effects it will produce on neighboring countries and on the broader war on terror. We would note now that even the threat of war against Saddam seems to be encouraging stirrings toward political reform in Iran and Saudi Arabia, and a measure of cooperation in the war against al Qaeda from other governments in the region. It turns out it really is better to be respected and feared than to be thought to share, with exquisite sensitivity, other people's pain. History and reality are about to weigh in, and we are inclined simply to let them render their verdicts.

Úr greininni "The Imminent War", The Weekly Standard, 17 mars 2003.

Kristol hefur augljóslega verið að læra af sögunni... og er æstur í að fá að endurtaka hana. Karl Marx sagði eitt sinn um Louis Napoleon III að sagan endurtæki sig alltaf tvisvar - í síðara skiptið sem skrípaleikur. Kristol virðist staðráðinn í að sanna þessi fleygu orð Marx. Árangurinn af fyrri eggjunum hans var litlu betri en herför Napoleon yfir forafen Rússlands - og fáránleikinn í þessum nýjasta strísáróðri Kristol er svo borðleggjandi að það er stórskemmtilegt að fylgjast með honum.

En hvernig eigum við að skýra þessa þráhyggju Kristol? Auðveldasta skýringin er auðvitað að Kristol, eins og allir aðrir hægrimenn, sé ósköp einfaldlega ægilega vondur og vitlaus maður - á mála hjá herngagnaiðnaðinum. Það gæti skýrt þessa óseðjandi löngun í stríðsrekstur? Nú, ég skal ekkert segja um greind eða gæsku Kristol - og ég hef engar heimildir um hvort, og þá hversu mikið hann þiggur í mútur frá Grumman og Lockheed, en ég held að það sé hægt að skýra áróður hans og annarra 'foreign policy hawks' fyrir loftárásum á Íran með öðrum hætti. Í fyrsta lagi hugmyndafræðilegar, og hins vegar pólitískar.

Eins og Gene Healy bendir á á Cato-at-Liberty leikur stríð lykilhlutverk í hugmyndaheimi Ný-íhaldsstefnunnar: "War is a bracing tonic for the national spirit and in all its forms it presents opportunities for national greatness." Í hugmyndaheimi Kristol er stríð herðandi - og nauðsynlegt til þess að þjóðin standi saman - án stríðs vakna efasemdir um styrk og mátt þjóðarinnar, og þá er kominn tími til að hefja nýtt stríð. Það þarf ekki að lesa The Weekly Standard lengi til að sannfærast um að sannleiksgildi þessarar staðhæfingar. Þessi hugmynd birtist skýrt í 'the Ledeen Doctrine',

Every ten years or so, the United States needs to pick up some small crappy little country and throw it against the wall, just to show the world we mean business

Michael Ledeen, ein af hugmyndasmiðum Ný-íhaldsstefnunnar, á að hafa látið þessi orð falla á fundi The American Enterprise Institute. Það er því ekki af einhverskonar íllsku eða ást á stríði sem Bandaríkin þurfa að gera loftárásir á Íran - heldur vegna þess að stríðsátök eru Bandaríkjunum lífsnauðsynleg. Nú, það má spyrja sig hvort þetta meikar mikinn sens, en það er engin ástæða til að efast um að Ledeen, Kristol, dálkahöfundar The Weekly Standard og starfsmenn The Project for the New American Century trúi þessu í alvörunni.

Það er önnur hlið á hugmyndafræðilegum forsendum loftárása á Íran - og sú hefur með fyrrnefnd The Project for the New American Century að gera, en formaður PNAC er Bill Kristol. Þó PNAC sé orðið ómissandi meðlimur í samsæriskenningum (PNAC á t.d. að hafa staðið á bak við 9/11), er full ástæða til að taka hugmyndir þeirra alvarlega. Síðan PNAC var stofnað 1997 hefur félagsskapurinn talað fyrir hugmynd sem hefur verið kölluð 'The Big Bang', en kjarninn í þeirri hugmynd er sú að hægt sé að umbylta pólitísku landslagi í Mið-Austurlöndum með því að velta svosem eins og einum harðstjóra frá völdum - Bandaríkin þurfi lítið annað en að sýna tennurnar, skjóta nokkrum eldflaugum og varpa nokkrum sprengjum, og óbreyttir borgarar Írak, Íran, Sýrlands, Jordaníu, Líbanon, og sennilega Palestínu líka, muni snúa baki við klerkastjórnum og spilltum konungsfjölskyldum, hætta að styðja Hezbollah og Hamas og gerast Jeffersonian Demokratar...

Kristol og Ný-Íhaldsmenn hafa lagt mjög mikið upp úr þessari hugmynd. Semsagt - fyrst það tókst ekki að breyta póltísku landslagi Mið-Austurlanda með því að steypa Írak í ringulreið, hlýtur að snúa sér að Íran? Þó þessi hugmynd sé kannski ekki mjög sannfærandi er þó mun meira vit í henni en 'stríð er gerir þjóðina harða' heimspekinni, og ég sé ekki heldur enga ástæðu til að efast um að Kristol trúi þessari hugmynd.

En það er enn önnur ástæða, held ég, fyrir hávaðanum í Krostol - Bush og leiðtogalið flokksins í Hvíta húsinu hefur á undanförnum vikum og mánuðum verið að fylgja hógværari utanríkispólitík en 'Foreign Policy Hawks' á borð við Kristol hafa á undanförnum árum verið að berjast fyrir, og fyrir vikið hefur Kristol fundið að vægi hans og vigt hefur fallið töluvert í Washington - og þetta finnur Kristol auðvitað. (Sjá þessa frétt í Washington Post) Það læðist því að manni sá grunur að það sé ákveðin örvænting á bak við æsinginn: Kristol, og ný-íhaldsmenn almennt, finna að tími þeirra er að renna út, að það sé útilokað að þeir muni hafa sama vægi eftir næstu kosningar og þeir höfðu eftir kosningarnar 2000 og 2004. Ef svo er ættum við að hafa minni áhyggjur af ævintýralegum yfirlýsingum Kristol. En það eru samt ennþá tvö ár til næstu forseta kosninga, og á það er Kristol auðvitað að veðja.

M.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband