fim. 31.5.2007
Bill O'Reilly og John McCain ræða feðraveldið
Stundum er engin leið að þekkja Bill O'Reilly og karakter Steven Colbert, á "the Colbert Report" í sundur. Í gærkvöld fékk Bill-O John McCain í heimsókn (sjá YouTube upptöku hér að neðan), til að ræða um málefni líðandi stundar. Undir lok viðtalsins vildi O'Reilly svo fá álit McCain á feðraveldinu, því O'Reilly hefur víst miklar áhyggjur af því að "the white, Christian, male power structure" standi frammi fyrir árásum frá "the far left": (frá Demokrataflokknum)
OREILLY: But do you understand what the New York Times wants, and the far-left want? They want to break down the white, Christian, male power structure, which youre a part, and so am I, and they want to bring in millions of foreign nationals to basically break down the structure that we have. In that regard, Pat Buchanan is right. So I say youve got to cap with a number.
Þessi orðaskipti leiddust þvínæst út í umræðu um þessa innflytjendur, og að lokum játaði McCain að hann deildi þessum áhyggjum O'Reilly af feðraveldinu:
MCCAIN: In America today weve got a very strong economy and low unemployment, so we need addition farm workers, including by the way agriculture, but there may come a time where we have an economic downturn, and we dont need so many.
OREILLY: But in this bill, you guys have got to cap it. Because estimation is 12 million, there may be 20 [million]. You dont know, I dont know. Weve got to cap it.
MCCAIN: We do, we do. I agree with you.
Ég hélt að það hefði verið tekin ákvörðun um það, einhverntímann upp úr miðri 20 öld, að við ætluðum að viðurkenna að það gæti fleira fólk en hvítir kristnir karlmenn stýrt samfélaginu, og að bæði konur og minnihlutahópar ættu að hafa aðgang að völdum og áhrifum? En í kokkabókum Bill O'Reilly er slíkur jafnréttis og lýðræðisboðskapur einhverskonar "öfgavinstrimennska"?
M
Meginflokkur: Karlmennska | Aukaflokkar: Fox News, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vá! Ég held ég hafi hreinlega aldrei fyrr orðið vitni að því að einhver hafi náð að opinbera sig sem kynþáttahatara, karlrembu og trúarofstækismann í aðeins einni setningu. Þetta er ekki lítið afrek.
Pétur Jónasson (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 11:58
Hehe...og svo er aumingja Don Imus rekinn fyrir að segja "nappy-headed Ho´s" í útvarpið.
En já það væri skelfilegt fyrir repúblikanaflokkinn ef 12+ milljónir láglaunafólks af Mexíkönskum uppruna fengju ríkisborgararétt og þarafleiðandi kosningarétt!
Róbert Björnsson, 1.6.2007 kl. 21:29
Á degi síðustu forsetakosninga, 2. nóvember 2004, hlustaði ég á O'Reilly fara mikinn í útvarpi og tala meðal annars um víðtækt kosningasvindl skipulagt af Demókrataflokknum, þannig að Bush ætti enga möguleika á endurkjöri. Hefur eitthvað heyrst af þessu eftir að atkvæðin komust í hús?
Magnús (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 21:29
Já, aumingja Don Imus. Illa farið með góðan dreng.
Magnús (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.