CIA hafði spáð fyrir um hörmungarástandið í Írak - skv. nýjum skjölum

ekki hunang og mjólk, heldur sorp og blóð...Dagblöð í Bandaríkjunum hafa undanfarna daga fjallað um þrjár skýrslur CIA sem nýlega voru gerðar opinberar. Samkvæmt þessum skýrslum, sem CIA samdi fyrir ríkisstjórnina, hafði leyniþjónustan og sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda séð fyrir að innrásin væri óráð - hún myndi leiða til upplausnar í Írak...  Skv. Washington Post:

Months before the invasion of Iraq, U.S. intelligence agencies predicted that it would be likely to spark violent sectarian divides and provide al-Qaeda with new opportunities in Iraq and Afghanistan, according to a report released yesterday by the Senate Select Committee on Intelligence. Analysts warned that war in Iraq also could provoke Iran to assert its regional influence and "probably would result in a surge of political Islam and increased funding for terrorist groups" in the Muslim world.

The intelligence assessments, made in January 2003 and widely circulated within the Bush administration before the war, said that establishing democracy in Iraq would be "a long, difficult and probably turbulent challenge." The assessments noted that Iraqi political culture was "largely bereft of the social underpinnings" to support democratic development.

Og okkur var sagt fyrir innrásina að Bandaríkjamönnum yrði tekið sem frelsurum og að það þyrfti lítið annað en að steypa Saddam af stóli til að lýðræði myndi blómstra um öll miðausturlönd... Þessar skýrslur hafa verið gerðar opinberar vegna rannsóknar demokrata í öldungadeildinni á "pre-war intelligence", þ.e. þeim forsendum sem forsetinn gaf sér þegar hann ákvað að gera innrás í Írak.

In addition to portraying a terrorist nexus between Iraq and al-Qaeda that did not exist, the Democrats said, the Bush administration "also kept from the American people . . . the sobering intelligence assessments it received at the time" -- that an Iraq war could allow al-Qaeda "to establish the presence in Iraq and opportunity to strike at Americans it did not have prior to the invasion."

Forestinn vissi semsagt að innrásin myndi tvíefla Al-Qaeda, og ákvað samt að ana áfram. 

Þessar fréttir koma ekkert sérstaklega á óvart - en það er þó enn nóg af fólki sem reynir að verja ákvörðun Bush um að ráðast á Írak. En ef það var samdóma álit allra sérfræðinga að innrásin væri vond hugmynd, hvernig gat forsetinn komist að þeirri skoðun að það væri góð hugmynd? Ég skil að venjulegt fólk sem fylgdist frekar ílla með fréttum hafi getað stutt innrásina. Innrásir í önnur lönd höfða til karlmannlegrar árásargirni í sumum mönnum sem hafa áhyggjur af eigin sjálfsmynd - forsetinn hefur spilað ótæpilega þessu "karlmennsku" spili - kúrkehatturinn og það sem kanarnir kalla "swagger" hans höfðar til manna sem þurfa að kaupa sér pikkupptrukk til að bæta úr skorti á öðrum sviðum. Svo er það líka automatískt viðbragð margra repúblíkana að vera á móti öllu sem demokratar segja, svo ef "vinstrimenn" voru á móti stríðinu hljótum við að vera með því. Saddamrökin voru líka sæmilega góð: Saddam var íllmenni, og það var siðferðislega rangt að leyfa íllmennum að sitja við völd...

Þetta er allt skiljanlegt. En hvað í andskotanum gekk forsetanum til? Ef það er búið að segja manninum að hann sé að undirbúa katastrófískt utanríkismálaklúður og þar á ovan að dæma þúsundir manna til dauða í tilgangslausu stríði. Vörn forsetans hingað til hefur verið að hann hafi tekið ákvarðanirnar "based on the intelligence", en nú vitum við að það getur varla hafa verið rétt.

M


mbl.is Bandaríkin og Íran ætla að funda um öryggismál í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þurfti hann nokkuð að lesa, gerði hann ekki bara það sem stórfyrirtækin sem nú hafa sölsað undir sig olíuframleiðsluna sögðu honum að gera?

María Kristjánsdóttir, 28.5.2007 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband