Ég er að fylgjast með framburði Goodling fyrir dómsmálanefnd þingsins með öðru auganu - hún er nokkurvegeinn á öllum frétavefjum, sjónvarpsstöðvum og bloggsíðum, svo það er ekki hægt að komast hjá því að fylgjast með henni! Svo er Firedoglake að liveblogga Goodling... TPM eru samt, eins og alltaf, með bestu umfjöllunina.
En semsagt: Goodling byrjaði yfirheyrsluna á yfirlýsingu, þar sem hún neitar að hafa skipulagt hreinsunina eða valið hvaða saksóknara ætti að reka, og gefur svo í skyn að hún hafi hvorki verið tengiliður Hvíta hússins við dómsmálaráðuneytið, né haft umboð til að velja hvaða saksóknara ætti að reka, og að lokum, að "The White House Judicial Selection Committee" væri á bak við brottreksturinn: (Það er hægt að lesa skjalið allt hjá TPM)
Despite that title, I did not hold the keys to the kingdom, as some have suggested. I was not the primary White House contact for purposes of the development or approval of the U.S. attorney replacement plan.
I have never attended a meeting of the White House Judicial Selection Committee. The attorney general and Kyle Sampson attended those meetings.
To the best of my recollection, Ive never had a conversation with Karl Rove or Harriet Miers while I served at the Department of Justice. And Im certain that I never spoke to either of them about the hiring or firing of any U.S. attorney.
Goodling heldur því semsagt fram að Gonzales og Kyle Sampson hafi verið tengiliðirnir við Hvíta Húsið, og að Karl Rove og Harriet Miers hafi sennilega ákveðið hvaða saksóknara ætti að reka... Þetta er áhugavert, en kemur svosem ekki mjög á óvart. Fyrir tveimur árum bárust fréttir af stofnun The White House Judicial Selection Committee, en hún var sett á laggirnar af Alberto Gonzales, og Harriet Miers stýrði nefndinni eftir að Gonzales var gerður að dómsmálaráðherra. Karl Rove á sæti í þessari nefnd. Miers er þekkt fyrir að vera einhver harður "Bush loyalist" - Karl Rove er hægri hönd Bush og pólítískur ráðgjafi, og Alberto Gonzales og George W. Bush eru bestu vinir... Ábyrgð á saksóknarahreinsuninni virðist því liggja óþægilega nærri forsetanum sjálfum.
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.