fös. 18.5.2007
Wolfowitz skorti stjórnunarhæfileika
Í aðdraganda afsagnar Paul Wolfowitz heyrðist stundum frá repúblíkönum, og jafnvel hægrimönnum í öðrum löndum, að Wolfowitz væri fórnarlamb einhverskonar ófrægingarherferðar vinstrimanna sem gætu ekki fyrirgefið honum að hafa verið einn af "arkítektum" innrásarinnar í Írak. Þeir héldu því fram að launahækkunin til kærustunnar, Riza Shaha, hafi ekki verið nógu alvarlegt brot til að réttlæta brottrekstur. Aðrir, eins og Wall Street Journal héldu því fram að "raunveruleg" ástæða þess að Wolfowitz hefði verið rekinn væri að hann hefði barist gegn spillingu, og að ríkisstjórnir Evrópu hafi ekki getað þolað það!
We've said from the beginning that the charges against Mr. Wolfowitz were bogus, and that the effort to unseat him amounted to a political grudge by those who opposed his role in the Bush Administration and a bureaucratic vendetta by those who opposed his anti-corruption agenda at the bank.
Semsagt: hér voru á ferðinni óvinir Bush og spilltir evrópskir bjúrókratar. Wall Street Journal heldur áfram:
An American appointee has been ousted from a multilateral institution by a staff and media cabal on trumped-up charges solely because they disliked Mr. Wolfowitz's priorities. The inmates are now in charge. Yet the U.S. will still be expected to provide the bulk of funding to these institutions--more than 16% at the World Bank--while it cedes de facto control of its operations to a multilateral elite. That's a recipe for declining American influence.
Þetta stef hefur komið nokkrum sinnum fram: Vandræði Wolfowitz standi í sambandi við að áhrif Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi séu að dvína. Þessar áhyggjur af dvínandi völdum og áhrifum Bandaríkjanna voru helsta áhyggjuefni ný-íhaldsmannanna svokölluðu, "the neocons", sem lögðu undir sig stjórn landsins eftir kosningarnar 2000. Það voru líka áhyggjur af dvínandi valdi Bandaríkjanna sem lágu að baki innrásinni í Írak. Wolfowitz var í innsta hring þessara hugsuða.
Og nú virðist sem skelfilegustu martraðir Wolfowitz og annarra neocon-hugsuða hafi ræst. Bandaríkin standa rúin trausti og virðingu, og Bandaríkjaher er fastur í óvinnandi borgarastríði. Herinn skortir bæði mannafla og búnað, því það fer ílla, bæði með hermennina og búnaðinn að sprengja þá í loft upp í Írak... Ef markmið "the neocons" var að styrkja vald Bandaríkjanna, sannfæra heimsbyggðina um að hún ætti að fylgja Bandaríkjunum með góðu eða íllu, hefur þeim mistekist herfilega.
En ástæðan er ekki að spilltar evrópustjórnir eða einhverjir elítistar (a multilateral elite, eins og WSJ kallar það...) og Bush-hatarar hafi saboterað annars glæsilega drauma og stórfengleg plön. Wolfowitz líður ábyggilega betur að geta talið sér trú um að hann sé fórnarlamb pólítískra nornaveiða, og ritstjórn Wall Street Journal finnst örugglega betra að telja sér trú um að sú fagra nýja veröld sem nýíhaldsmenn boðuðu hafi verið drepin af vondum demokrötum. Sannleikurinn er hins vegar mun einfaldari.
Raunveruleg ástæða þess að Wolfowitz uppskar andstöðu allra starfsmanna bankans var að hann var fullkomlega vanhæfur stjórnandi. Þetta kemur fram í fréttum og fréttaskýringum LA Times, Washington Post og New York Times. Heimildamenn blaðanna í bankanum endurtaka allir sömu söguna: Wolfowitz réð ekki við það starf sem honum hafði verið falið.
Fyrrverandi samstarfsmenn Wolfowitz halda því fram að hann hafi enga skipulagshæfileika:
Another former colleague who served with Wolfowitz in four administrations said that "the kinds of problems he got into were predictable for anybody who really knew Paul." Speaking on the condition of anonymity, the source voiced admiration for his intellect but said Wolfowitz "couldn't run a two-car funeral."
LA Times birtir svo grein eftir Lawrence Wilkerson, fyrrverandi starfsmannastjóra Colin Powell. Wilkerson hafði unnið með Wolfowitz í mörg ár og þekkti því vel til hans. Wilkerson byrjar greinina á að tala um gáfur Wolfowitz - því það mun líka samdóma álit allra að Wolfowitz sé óvenjulega greindur maður. Einhverskonar snillingur. Grein Lawrence er helvíti góð, svo ég ætla að endurbirta stóra parta úr henni;
Understand, then, my wonder over the last few years at Wolfowitz's fall. From my position, first at the Pentagon, then at the State Department, I watched the talented Wolfowitz self-destruct. How could such a successful, intelligent ambassador transmogrify into the petulant old man I watched fighting unsuccessfully to keep his job as president of the World Bank?
There were early signs. In 1990, when both of us were at the Pentagon I worked for Colin Powell, then the chairman of the Joint Chiefs of Staff, and Wolfowitz for then-Defense Secretary Dick Cheney I discovered that Wolfowitz was geared entirely to conceptual thinking and not to practical action, planning and detail and the disciplined routine that government requires. ...
I also saw more stark evidence of what a poor manager Wolfowitz was. He had no idea how to make the trains run on time and seemed to have no inclination to do so. Talented people left his shop saying they could get nothing accomplished. Papers sat in in-boxes for ages with no action, and the need to deal with daily mini-crises was supplanted by the desire to turn out hugely complicated but elegantly expressed "concepts" and "strategies." The rest of the workaday Pentagon largely ignored Wolfowitz's policy shop as irrelevant.
When Defense Secretary Donald Rumsfeld picked Wolfowitz in 2000 as his deputy to make all the trains in the Pentagon run on time those of us who were familiar with Wolfowitz knew a train wreck would occur. It did, almost immediately, as nothing got through the roadblock of the deputy's office.
Later, as post-invasion planning for Iraq was called for, Wolfowitz and the No. 3 man in the department, Douglas Feith, proved their administrative ineptitude. By that time, I was working for Secretary of State Powell, and there was increasing friction between us and the Pentagon. We watched Rumsfeld, in the arrogance of his power and the hubris of his brilliance, totally ignore the chaos beneath him, working with now-Vice President Cheney to drive all trains to Baghdad.
Þeir sem hafa fylgst með bandarískum stjórnmálum undanfarin ár hafa fyrir löngu komist að þessari niðurstöðu: Ástæðan fyrir því hversu ílla er komið fyrir Bush stjórninni er að hún er mönnuð fólki sem ræður ekki við að stjórna. Það hefur ekkert með hugmyndafræði íhaldsmanna eða einhvera innbyggða galla í bandarísku stjórnkerfi, menningu eða hugsunarhætti, heldur hitt að landinu hefur verið stjórnað af vanhæfum aulum. Það er ekki hugmyndafræðin, heldur skortur á stjórnunarhæfileikum sem hefur komið Bush og ríkisstjórn hans í þá stöðu sem hún er í í dag.
Wall Street Journal heldur því fram að það sé "a recipe for declining American influence" að gefa eftir í baráttunni gegn einhverri ímyndaðri "multilateral elite". Ef afsögn Wolfowitz á að kenna okkur eitthvað er það að það sem raunverulega er uppskriftin að hnignum Bandaríkjanna er að láta vanhæfa menn um að stjórna.
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.