Og svo fór Wolfowitz eftir alltsaman... starfsmenn bankans ryðjast út á ganga, klappandi hrópandi húrra!

Buuhúú... Ég er búinn að fara blogg og netrúnt til að leita að einhverju áhugaverðu um afsögn Wolfowitz, og svo virðist sem við þurfum að bíða til morguns eftir einhverjum fréttaskýringum eða umfjöllun um þessar merkilegu fréttir. Liberal bloggarar láta sér nægja að endurbirta frétt New York Times eða ABC af afsögninni, þ.e. þeir sem hafa haft tíma til að skrifa um Wolfowitz. Flestir virðast hafa verið uppteknir við að skrifa um Gonzales í dag, og vitnisburð James Comey, fyrrverandi aðstoðardómsmálaráðherra frá í gær. Reyndar var framburður Comey svo magnaður og vakti svo margar spurningar að það ætti að endast okkur fram í næstu viku. Aðalniðurstaða blogosphersins virðist að framburður Comey hafi sýnt að John Aschroft hafi verið miklu betri dómsmálaráðherra en Gonzales! Whoda thunk?!

Samt finnst mér langsamlegasta merkilegasta frétt dagsins að forsetinn - sem elskar "the troops" og er alltaf að skamma vinstrimenn, liberals og demokrata fyrir það sem hann kallar "failing to support the troops", ætlar að beita neitunarvaldi á launahækkun handa hermönnum sem þingið samþykkti. Skv. Army Times:

Troops don’t need bigger pay raises, White House budget officials said Wednesday in a statement of administration policy laying out objections to the House version of the 2008 defense authorization bill. […]

The slightly bigger military raises are intended to reduce the gap between military and civilian pay that stands at about 3.9 percent today. Under the bill, HR 1585, the pay gap would be reduced to 1.4 percent after the Jan. 1, 2012, pay increase.

Bush budget officials said the administration “strongly opposes” both the 3.5 percent raise for 2008 and the follow-on increases, calling extra pay increases “unnecessary.”

Mér fannst líka viðeigandi að minnast á þetta, því Wolfowitz þurfti að segja af sér m.a. vegna "unnecessary" launahækkana...

M

Update: Ég ákvað að tékka aftur - og nú eru loksins komnar nýjar fréttir af Wolfowitz!

Samkvæmt Reutersi: Ónefndir heimildamenn innan bankans segja að almenn fagnaðarlæti hafi brotist út á skrifstofum bankans þegar Wolfowitz sagði af sér!

Bank staff were jubilant to see an end to a crisis that had engulfed the institution, which spends around $25 billion a year to fight poverty in poor countries.

"Everyone ran into the hallways and were clapping and hugging each other," said one employee who declined to be named.

The controversy sparked outrage among some of the bank's 10,000 employees and prompted senior staff to write to the board complaining that the leadership crisis had undermined their work, especially in fighting corruption.

En djöfulsk kommúnistarnir í skrifstofuliði alþjóðabankans eru samt ekki sáttir - því samkvæmt samningnum fær Wolfowitz að sitja á skrifstofunni sinni og þykjast stjórna bankanum í næstum einn og hálfan mánuð í viðbót - hann á ekki að hætta í vinnunni fyrr en þrítugasta júni:

The bank's staff association, which pushed for the investigation into his role in Riza's promotion, said the June 30 resignation date was unacceptable and insisted Wolfowitz be put on administrative leave immediately.

"It completely undermines the principles of good governance and the principles that the staff fight to uphold," it said.

Starfsmennirnir bættu við að þeir myndu ekki hætta óeirðum fyrr en bakarinn hefði verið færður heim til  Parísar...

Gott ef þetta er ekki fyrsta bjúrókratíska uppreisnin innan alþjóðlegrar fjármálastofnunar sem heppnast! Ég óska íslenskum starfsmönnum Alþjóðabankans til hamingju með þennan dag!

M


mbl.is Wolfowitz segir af sér embætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hann sagði af sér þegar hann heyrði um viðræður Sjálfstæðismanna og Samfylkingarinnar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.5.2007 kl. 04:52

2 Smámynd: Tryggvi Thayer

Reyndar skilst mér (man ekki hvar ég las þetta) að þessi tímasetning fyrir afsögn Wolfowitz sé út af launa- og uppgjörsmálum. Hefði hann verið látinn fara, eða farið sjálfviljugur, fyrir lok júní hefði hann ekki rétt á fullum launum út árið, e.o. ljóst er nú að hann fái. Ég hugsa að starfsfólkið sé að mótmæli því að hann fái að gegna embætti þar til hann öðlast þessi réttindi frekar en að það þurfi að þola viðveru hans næstu vikurnar. Ég efast um að hann verði mikið við á skrifstofunni á þessu tímabili.

Tryggvi Thayer, 18.5.2007 kl. 07:50

3 Smámynd: FreedomFries

Tryggvi - það getur vel verið rétt hjá þér. Ég las líka eitthvað í gær um að hann fengi nærri hálfa milljón dala í biðlaun, en svo gat ég hvergi fundið það þegar ég ætlaði að bæta því í færsluna. Það er sæmileg upphæð og vel skiljanlegt að karlinn vilji ekki missa af því! Bestu kveðjur, Magnús

FreedomFries, 18.5.2007 kl. 13:02

4 Smámynd: FreedomFries

Hey - nú flytur Bostom Globe frétt þess efnis að starfslokagreiðsla eða "bónus" Wolfowitz séu skitnir 400.000 dollarar. Hvað er það? eitthvað innan við 30 milljónir? Og hann á að vera áfram á skrifstofunni sinni sem 'caretaker':

Wolfowitz will be able to collect a $400,000 performance bonus due him on June 1, according to two senior bank officials. US officials asked him to stay on as a caretaker until the end of June to allow time for the naming of a successor.

FreedomFries, 18.5.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband