þri. 15.5.2007
Meira af afsögn McNulty, aðstoðardómsmálaráðherra Bush
Fréttaskýrendur og fjölmiðlar virðast ekki vera búnir að átta sig á því hvað afsögn McNulty, sem var deputy Attorney General, þýði. Liberal bloggar hafa lítið gert annað en að endurbirta fréttir AP og í blöðunum í morgun voru ekki nema frekar þurrar fréttir af þessu máli. LA Times, Washington Post og New York Times, en það eru einu blöðin sem ég les á morgnana, voru öll sammála um að afsögn McNulty væri áfall fyrir Gonzales, og bentu á að hann væri fjórða afsögnin í dómsmálaráðuneytinu síðan saksóknarahreinsunin komst í hámæli.
McNulty er lýst sem ævilöngum og eitilhörðum repúblíkana sem hafði helgað líf sitt opinberri þjónustu, og LA Times bendir á að starfsreynsla McNulty og Gonzales hafi verið mjög ólík - Gonzales hefur nefnilega helgað líf sitt þjónustu við George W Bush. Hér rákust því á tveir ólíkir kúltúrar:
A Washington fixture who was a legal advisor during the Republican-led impeachment drive against President Clinton a decade ago, McNulty went on to work for President Bush's transition team after the 2000 election, directing the team's efforts in building a new Justice Department. ... As Gonzales' right-hand man, McNulty was responsible for running Justice's day-to-day operations.
Some Justice insiders said relations between Gonzales and McNulty had grown tense since the scandal over the firings blew up a few months ago. The men have never been particularly close; McNulty was not Gonzales' first choice to be his deputy. They also come from different traditions: McNulty's history is as a Capitol Hill staffer, whereas Gonzales came from Texas with Bush.
Þetta virðist reyndar vera sú saga sem fjölmiðlar og fréttaskýrendur eru að verða sammála um: Bush og Repúblíkanaflokkurinn eru tveir ólíkir hlutir, og vanhæfnin og aulagangurinn í núverandi ríkisstjórn sé hægt að skrifa alfarið á Bush og vini hans frá Texas. Þó þetta sé auðvitað rétt, Bush hefur safnað í kringum sig gömlum vinum og áhangendum frá Texas: "Heck of a Job, Brownie" er auðvitað best þekkta dæmið. En Harriet Meiers og Alberto Gonzales eru sennilega afdrifaríkustu mistök forestans.
En snúum okkur aftur að McNulty og ástæðum og aðdraganda afsagnar hans. Skv. LA Times:
McNulty has admitted misleading Congress about the reasons for the dismissals. Though he maintained he was out of the loop about the terminations, documents showed he attended a crucial meeting with Atty. Gen. Alberto R. Gonzales and others to review a final list of prosecutors to be fired. ...
He and Gonzales, in separate testimony before Congress, were at odds for some of the explanations behind the firings. McNulty testified that the U.S. attorney in Little Rock, Ark., was moved aside to make room for a protege of White House political advisor Karl Rove. That testimony initially infuriated Gonzales, who at first insisted that all the firings were performance-related. Eventually, McNulty's position proved to be correct.
As Justice officials began turning over documents and e-mails to congressional investigators, strong indications developed that the ousters were politically designed. Evidence showed that some of the fired prosecutors had not moved quickly enough on cases to satisfy some Republican lawmakers.
Þetta eru allt gamlar fréttir. Við höfum vitað í meira en mánuð að saksóknarahreinsunin var pólítískt mótíveruð - það sem við ekki vitum er hvað mótíveraði hana, hvaða pólítík eða hverjir það voru sem völdu hvaða saksóknarar yrðu reknir! Sem er ótrúlegt: Við vitum ekki hver fyrirskipaði eða valdi haða saksóknara ætti að reka!!! Gonzales þykist ekki muna hver setti saman lista yfir saksóknara sem ætti að reka, og Monika Goodling, sem virðist hafa tekið þátt í að setja saman listann, hefur neitað að bera vitni. Í millitíðinni hafa bloggarar og fréttaskýrendur ákveðið að líklega sé Karl Rove á bakvið þetta alltsaman.
Viðbrögð dómsmálaráðuneytisins við uppljóstrun McNulty, að saksóknarinn í Arkansas hefði verið látinn segja af sér til að koma að handbendi Karl Rove, benda einnig til þess að ráðuneytið hafi viljað halda leyndri þátttöku Hvíta Hússins í skandalnum. Skv. New York Times:
Friends of Mr. McNulty said he had tried to be candid about what he knew of the removals. In his private Congressional testimony, Mr. McNulty said he did not realize until later the extensive White House involvement in Mr. Griffins appointment or Mr. Sampsons nearly year-long effort to compile a list.
White House aides complained privately that Mr. McNultys testimony gave Democrats a significant opening to demand more testimony from the Justice Department and presidential aides. Several aides said he should have been combative in defending the dismissals.
Stuttbuxnalið Gonzales og Karl Rove voru ergileg yfir því að McNulty skyldi hafa sagt sannleikann en ekki marserað eftir flokkslínunni.
Þó fréttaskýrendur og bloggarar virðist ekki hafa gert upp við sig hvað afsögn McNulty þýði, virðast flestir sammála John Conyers, þingmanni demokrata og formanns dómsmálanefndar þingsins. (frá WaPo):
"Mr. McNulty's resignation is a sign that top-level administration at the Justice Department may be crumbling under the pressure of ongoing revelations, and what is yet to be disclosed,"
Og svo bíðum við þess að Paul Wolfowitz segi af sér hjá Alþjóðabankanum!
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.