Aðstoðardómsmálaráherra segir af sér - Gonzales situr sem fastast

Gonzales og the commander guyLoksins er eitthvað að gerast í saksóknarahreinsunarmálinu eða Gonzalesgate. Paul McNulty, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði af sér, "til þess að eyða meiri tíma með börnunum". Reyndar sagði McNulty að hann yrði að finna sér betri vinnu til að geta kostað börnin í sómasamlegan háskóla (skv Washington Post):

McNulty announced his plans to leave in a letter to Attorney General Alberto R. Gonzales, citing the financial pressures of having children entering their college years, one official said.

Það virðist því ljóst að McNulty börnin muni ekki sækja Regent University, heldur eitthvað virðulegri skóla? Raunveruleg ástæða þess að McNulty segir af sér mun þó vera saksóknarahreinsunin. Samkvæmt frétt AP á samband hans og Gonzales (og annars stuttbuxnaliðs innan ráðuneytisins) að hafa orðið óbærilegt eftir að McNulty glutraði því út úr sér að saksóknarahreinsunin hafi ekki verið vegna hæfni eða frammistöðu brottreknu saksóknaranna, heldur til þess að rýma fyrir undirsátum Karl Rove.

McNulty also irked Gonzales by testifying in February that at least one of the fired prosecutors was ordered to make way for a protege of Karl Rove, President Bush's chief political adviser. Gonzales, who has resisted lawmakers' calls to resign, maintains the firings were proper, and rooted in the prosecutors' lackluster performances. ...

On Feb. 6, McNulty told a Senate panel that at least one of the ousted prosecutors was asked to leave without cause — Bud Cummins in Little Rock, Ark., who was told to resign so that Tim Griffin, a former aide to Rove and the Republican National Committee, could take his place. ...

Gonzales maintains the firings were needed to replace underperforming U.S. attorneys, and has disagreed with McNulty's testimony that Cummins had been fired for any other reason.

"The attorney general is extremely upset with the stories on the US Attys this morning," Justice spokesman Brian Roehrkasse wrote in a Feb. 7 e-mail after McNulty testified. "He also thought some of the DAG's statements were inaccurate."

Time útskýrði þessa reiði Gonzales betur:

Gonzales was angry with McNulty because he had exposed the White House’s involvement in the firings — had put its role “in the public sphere,” as Sampson phrased it, according to Congressional sources familiar with the interview 

Gonzales var semsagt foxvondur yfir því að McNulty skyldi hafa farið að blaðra í þingmenn og fjölmiðla að ráðuneytið væri rekið eins og skrifstofa flokksins, og að Hvíta Húsið hefði verið viðriðið brottreksturinn. (Það er rétt að taka fram að nánast allir brottreknu saksóknararnir voru taldir með bestu saksóknurum Bandaríkjanna, og það bendir akkúrat ekkert til þess að skýring Gonzales, að saksóknararnir hafi verið reknir vegna frammistöðu, eigi við rök að styðjast).

New York Times greindi frá því fyrir stuttu að starfsmenn Gonzales, Kyle Sampson og Monika Goodling (sem hafa bæði sagt af sér vegna skandalsins) séu einnig fúl útí McNulty, og kenni honum (en ekki vafasömum embættisfærslum sínum og Gonzales) um að saksóknaramálið sé í fjölmiðlum:

Friends of D. Kyle Sampson, Mr. Gonzales’s former top aide, and Mr. Sampson’s former deputy, Monica Goodling, blame Mr. McNulty’s February testimony for accelerating the furor over the ousters by prompting prosecutors to speak openly about their dismissals. But Mr. McNulty’s allies have faulted Mr. Sampson for misleading Mr. McNulty and other officials about the origin of the dismissals and the extent of White House involvement.

McNulty á svo að hafa verið æfur yfir því að frétta eftirá að Hvíta Húsið hafi verið viðriðið saksóknarahreinsunina:

McNulty also told Congress that the decision to fire the eight U.S. attorneys in December was made solely by the Justice Department. He was furious, aides said, after learning later that Sampson had discussed the potential firings with the White House since at least January 2005.

Ég skil vel að McNulty hafi verið reiður: maðurin er aðstoðardómsmálaráðherra, og ráðherran og aðrir starfsmenn ráðuneytisins hundskuðust ekki til að útskýra fyrir honum aðdraganda hreinsuanrinnar áður en han mætti fyrir þingnefnd?!

Annars er jafn líklegt að McNulty sé að reyna að forða sér áður en ástandið verður enn verra. John McKay og David Iglesias, sem voru tveir af brottreknu saksóknurunum hafa haldið því fram að Gonzalesgate geti vel orðið lögreglumál, og að bæði Gonzales og McNulty geti verið kærðir fyrir meinsæri. Skv. Seattle Times:

“I think there will be a criminal case that will come out of this,” McKay said during his meeting with Times journalists. “This is going to get worse, not better.”…

McKay said he believes obstruction-of-justice charges will be filed if investigators conclude that the dismissal of any of the eight prosecutors was motivated by an attempt to influence ongoing public-corruption or voter-fraud investigations….

Additionally, McKay and Iglesias said they believe Attorney General Alberto Gonzales and Deputy Attorney General Paul McNulty lied under oath when they testified before Congress that the eight prosecutors were fired for performance-related reasons and because of policy disputes with Justice Department headquarters.

Með því að segja af sér og blása upp ósætti milli sín og Gonzales getur McNulty kannski bjargað eigin skinni. En það boðar ekki gott fyrir Gonzales.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband