mán. 14.5.2007
Mitt Romney: 'sensationally good looking'
Mitt Romney hefur vakið töluverða athygli fyrir undarlegear yfirlýsingar undanfarnar vikur. Fyrst kom í ljós að uppáhaldsbókin hans sé "Battlefield Earth" eftir L Ron Hubbard, stofnanda vísindakirkjunnar - og svo komu vangaveltur hans um ímynduð "7 ára hjónabönd" í Frakklandi. Romney hélt því nefnilega fram að í Frakklandi væri alsiða að fólk gerði "7 ára hjónabandssamninga" og sliti yfirleitt hjónaböndum að sjö árum liðnum. Þetta þóttu fréttir, því það hefur víst enginn heyrt um þessa samninga. Og það sem gerði þessa vangaveltu þótti enn merkilegri var að Romney er eini forsetaframbjóðandinn sem hefur búið í Frakklandi! Hann talar líka reiprennandi frönsku, sem fréttaskýrendur benda á að muni ekki teljast honum til tekna þegar hann sækist eftir atkvæðum íhaldssamra kjósenda. Ekkert frekar en stuðningur hans við fóstureyðingar, réttindi samkynhneigðra og andstaða við byssueign.
En Romney er maður sem þekkir styrkleika sína og er óhræddur að benda fólki á þá. Á kosningafundum Romney er nefnilega dreift miðum um ómótstæðilega fegurð hans og hárprýði:
His promotional flyer says, In this media-driven age, Romney begins with a decisive advantage. First, he has sensational good looks. People magazine named him one of the 50 most beautiful people in America. Standing 6 feet, 2 inches tall, Romney has jet-black hair, graying naturally at the temples. Women who will play a critical role in this coming election have a word for him: hot.
Einhvernveginn finnst mér það vera hálf eitthvað hjárænulegt að vera að tala um eigin fegurð. Og vestræn menning hefur lengi haft íllan bifur á narssissistum sem dást að eigin hárprýði og snoppufríðleik. Það fór ílla fyrir norninni í Mjallhvít, og hún var víst með "jet black hair" og velti því mikið fyrir sér hvort hún væri ekki ábyggilega á lista yfir 50 fallegusta fólkið í ríkinu.
Þetta er samt kannski skiljanlegt, því mótframbjóðendur Romney eru allir hvor öðrum eldri, sköllóttari og minni. Og sumir eru meira að segja klæðskiptingar. Og Romney er vissulega myndarlegri karlmaður en Giuliani kona...
M
Meginflokkur: Karlmennska | Aukaflokkar: Forsetakosningar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki hef ég nú lesið Battlefield Earth, en ég hef séð hluta myndarinnar, og hún er skelfileg! Söguþráðurinn er eitthvað sem 12 ára krakki hefði getað gert betur.
Þarfagreinir, 14.5.2007 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.