Monica Goodling var lengi vel ein hæstsetta manneskjan í dómsmálaráðuneytinu, og virðist hafa leikið lykilhlutverk í að skipuleggja saksóknarahreinsun Alberto Gonzales (sem hann er að vísu búinn að gleyma...) Fréttaskýrendur og bloggarar í Bandaríkjunum hafa töluvert fjallað um Goodling undanfarnar vikur og mánuði, en hún hefur þó enn sem komið er lítið verið í hefbundnari fjölmiðlum, sem hafa einbeitt sér að Gonzales og yfirlýsingum demokrata.
Goodling virðist holdgerfingur þess sem gagnrýnendur Bush stjórnarinnar segja að sé að ríkisstjórninni: atgerfisskortur og flokkspot. Goodling er útskrifuð úr Regent University, sem er "háskóli" sjónvarpspredíkarans Pat Robertson - skóli sem er flokkaður sem "fourth tier university" - einn af lélegustu háskólum Bandaríkjanna. Og í starfi sínu fyrir Gonzales í dómsmálaráðuneytinu vann hún nótt sem nýtan dag við að framfylgja flokksaga, hún sá til þess að enginn væri ráðinn í vinnu nema han gæti framvísað flokksskirteini, og flæmdi í burt alla sem hún hafði grunaða um að vera ekki nógu harða Bush-stuðningsmenn.
New York Times skrifar langa grein um Goodling í blaðið í morgun:
Two years ago, Robin C. Ashton, a seasoned criminal prosecutor at the Department of Justice, learned from her boss that a promised promotion was no longer hers.
You have a Monica problem, Ms. Ashton was told, according to several Justice Department officials. Referring to Monica M. Goodling, a 31-year-old, relatively inexperienced lawyer who had only recently arrived in the office, the boss added, She believes youre a Democrat and doesnt feel you can be trusted. [ ]
Ms. Goodling would soon be quizzing applicants for civil service jobs at Justice Department headquarters with questions that several United States attorneys said were inappropriate, like who was their favorite president and Supreme Court justice. One department official said an applicant was even asked, Have you ever cheated on your wife?
Ms. Goodling also moved to block the hiring of prosecutors with résumés that suggested they might be Democrats, even though they were seeking posts that were supposed to be nonpartisan, two department officials said.
And she helped maintain lists of all the United States attorneys that graded their loyalty to the Bush administration, including work on past political campaigns, and noted if they were members of the Federalist Society, a conservative legal group.
Ríkið er ekki framlenging flokksins, og ríkisstofnanir eiga að vera mannaðar ríkisstarfsmönnum, ekki bitlingaliði eins eða annars stjórnmálaflokks. Það gefur líka auga leið að þegar ríkisstofnun er stýrt með þessum hætti hefur það áhrif á starfsanda og getu og vilja starfsmanna til að sinna starfi sínu af kostgæfni. Flokksdindlar munu augljóslega ekki hafa hagsmuni almennings , hagsmuni stofnunarinnar eða markmið stofnunarinnar að leiðarljósi, heldur pólítískan vilja yfirmanna.
Ríkiskerfi sem er rekið með þessum hætti hefur verið reynt áður. Í Sovétríkjunum, og við vitum öll hvernig það fór.
Það er þó engan veginn ljóst hvort Goodling gerði sér grein fyrir því að hún væri að brjóta lög með þessu stalíníska framferði sínu, því hugsanlega skorti hana reynslu og þekkingu til að sinna því ábyrgðarmikla starfi sem henni hafði verið treyst fyrir:
Ms. Goodling, who is under investigation by the departments inspector general and ethics office, as well as Congress, has declined to testify before a House panel, citing her Fifth Amendment privilege to avoid making self-incriminating statements. ...
H. E. Cummins III, one of the fired prosecutors, said Justice Department officials should have recognized that Ms. Goodlings strategy was flawed from the start.
She was inexperienced, way too naïve and a little overzealous, said Mr. Cummins, a Republican from Arkansas. She might have somehow figured that what she was doing was the right thing. But a more experienced person would understand you dont help the party by trying to put political people in there. You put the best people you can find in there.
Og er það ekki akkúrat vandamálið? Þegar ungt "hugsjónafólk" frekar en hæfustu umsækjendur fá mikilvægar stöður verður árangurinn einmitt sá að lög eru brotin, traðkað er á stjórnarskránni og ríkið allt dregið niður í forarpytt flokkspólítískra nornaveiða?
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þetta sé nokkuð góður punktur hjá þér. Bandaríkin í dag og USSR sálugu líkjast hvort öðru meir og meir. Sennilega munu Bandaríkin eins og þau eru í dag hætta að vera til. Þetta ferli byrjaði fyrir alvöru þegar Bush II komst til valda og eins og staðan er nú eru innan við tíu ár eftir.
Björn Heiðdal, 13.5.2007 kl. 10:10
Já, og ég skil ekki af hverju demokratar hafa ekki bent á að stjórnarhættir Bush minni helst á Honecker og að Repúblíkanaflokkurinn hafi hegðað sér eins og versti kommúnistaflokkur. En ég er ekki viss um að samfélagið eða stjórnkerfið allt sé sovéskt. Það ákveðin atriði í stjórnunarstíl núverandi valdhafa sem minna óþægilega á stjórnarhætti í ólýðræðislegri ríkjum - eins og t.d. þetta flokksdindlapot og tilhneyging þeirra að leggja meiri áherslu á pólítíska rétthugsun en hæfileika. Aðalatriðið er að þegar löndum er stjórnað þannig fer allt til andskotans, og Bush virðist hafa tekist nokkuð vel, bæði að grafa innan úr öllum ríkisstofnunum, flæma heiðarlegt og hæfileikaríkt fólk út og koma stuttbuxnaliði eins og Goodling þar fyrir, en ekki síst að grafa undan trú almennings á ríkið. Það er frekar slæmt að almenningur hafi á tilfinningunni að ríkissaksóknaraembættið sé ekkert nema einhverskonar flokkspólítísk stöðuveiting - það grefur undan trú fólks á hlutleysi ákæruvaldsins. (En það þarf víst ekki að fara langt til þess að finna lönd þar sem hlutleysi dómsmálaráðuneytisins er véfengt og því haldið fram að ráðherrar beiti ákæruvaldinu í pólítískum tilgangi.)
Það er sæmilega virkt lýðræði í USA og pendúllinn virðist hafa sveiflast ansi vel til vinstri þegar upp komst um spillingu og getuleysi núverandi valdhafa. Ég hugsa að við þurfum að bíða nokkuð lengi eftir að USA leysist upp eða að lýðræðið líði undir lok hér, því þjóðin, samfélagið og menningin eru mjög ólík því sem Sovét var. Lýðræðishefð þeirra og stjórnskipulag stendur á það traustum grunni að það þarf meira en Bush til þess að það ríði til falls!
Svo þurfum við líka á þeim að halda: Það er útilokað að hægt sé að leysa umhverfismálin eða binda endi á gróðurhúsaáhrifin nema að Bandarikin taki þátt - reyndar held ég að það sé ekki hægt nema Bandaríkin leiði baráttuna fyrir umhverfisvernd. Við höfum ekki efni á að vera of svartsýn fyrir hönd Bandaríkjanna (og þarmeð mannkynsins alls), né er nokkur ástæða til þess. Eftir tvö ár verða bandarískir kjósendur búnir að losa sig við aulana sem eru núna við völd og kjósa aðeins skárri leiðtoga! Annað hvort Hillary Clinton eða Barry Obama. Þau eru bæði miklu betri en Bush/Cheney, þó þau yrðu auðvitað hvorugt fullkomin.
Bestu kveðjur!
FreedomFries, 13.5.2007 kl. 15:27
Líttu bara á hárið á henni, hún er með svona kristið hár. Þú sérð þetta hár ekki nema hjá frelsuðum konum.
Friðjón R. Friðjónsson, 14.5.2007 kl. 23:39
Það er sennilega rétt hjá þér Friðjón. Það er ein kona í sagnfræðinni með mjög svipaða hárgreiðslu, og hún er líka frelsuð. Sú er reyndar hin elskulegasta manneskja og með betri vinum mínum í deildinni. Mín reynsla af frelsuðum Bandaríkjamönnum er að þeir skiptist svolítið í tvö horn, annarsvegar þeir sem halda að þeir séu einhverskonar ofsóttur minnihlutahópur sem þurfi að vera í stríði við allt og alla, og svo hinir sem eru sæmilega rólegt skynsamt fólk.
Þú hittir samt ábyggilega fleiri frelsaða Bandaríkjamenn í Virginíu - Minneappolis, og sagnfræðideildir stórra rannsóknarháskóla, eru ekki beinlínis staðirnir til að finna sanntrúaða endurfæðinga!
Mbk! Magnús
FreedomFries, 15.5.2007 kl. 01:43
ég var fyrir tæpum 20 árum í Illinios í tæpt ár. (Það var rétt áður en þú settir upp skíðagleraugum.) Þá sá ég nóg af frelsuðu hári til að endast mér lífstíðina.
Friðjón R. Friðjónsson, 15.5.2007 kl. 20:17
Jæja, ég held að það séu nú ekki nema 17 ár síðan ég byrjaði í MS, og 18 síðan ég "setti upp skíðagleraugun", reyndar voru það aðallega sundlgeraugu, perlufestar og mercedes bens merki fyrst eftir að við uppgötvuðum hip-hop menninguna! ;) Skíðagleraugun komu aðeins seinna.
Skúti var hérna líka, og Hólmar býr í Ny - við þurfum að fara að taka saman lista yfir fimmtu herdeild MS-inga!
Ég held að skíðagleraugun og allur hinn herklæðnaðurinn hafi verið búinn að syngja sitt síðasta þegar við kynntumst, hvað þá þegar við vorum í Morfís...
Annars, horfðir þú á kappræður repúblíkana í gær? Þetta var nokkuð áhugavert. Ég hét með Ron Paul, en hann fékk frekar lélega útreið hjá Fox. Það var augljóst að Hannity hélt með Giuluiani. Persónulega held ég að það séu ágætis menn í þessum flokki, en þeir eigi ekki séns í forsetaembættið 2008.
Bestu kveðjur, Magnús
FreedomFries, 16.5.2007 kl. 07:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.