fim. 29.6.2006
Kristin afturhaldsöfl að yfirgefa Republikanaflokkinn?
Á Slate í dag er mjög forvitnileg pæling um afstöðu kristinnia afturhaldsafla til Republikanaflokksins - ég bendi öllum sem hafa áhuga á Bandarískum stjórnmálum á að lesa hana, og þó það væru fréttir að evangelical christians yfirgæfu GOP, er þó hitt eiginlega áhugaverðara, að það séu blikur á lofti um að það séu að verða breytingar á forystuliði Evangelical Christians, og að þessi 'kristnu' öfl hafi minni áhuga á að vera að blanda sér í stjórnmál - og sérstaklega að þeir hafi minni áhuga á að vera peð Republikana.
23% kjósenda eru Evangelical, og Republikönum hefur tekist nánast að einoka atkvæði þeirra í undanförnum kosningum - og áframhaldandi sigrar þeirra í kosningum byggjast því mikið til á því hvort þessir kjósendur skili sér á kjördag.
Það er þó eitt sem veldur mér ákveðnum áhyggjum: Viðbrögð Republikana við því að afturhaldssamir Evangelical Christians séu að missa trú á flokknum getur leitt til tveggja mjög ólíkra viðbragða. Annarsvegar gætu frambjóðendur flokksins ákveðið að þeir yrðu að gange lengra í að vinna hylli þessara kjósenda - t.d. með því að herða á baráttunni gegn samkynhneigðum, eða með því að leggja til alvöru árása gegn kvenréttindum og reproductive réttindum.
Hin niðurstaðan, sem væri betri fyrir lýðræðið, frelsi og mannréttindi, væri að Republikanar hættu að biðla til ofstækis og afturhaldsaflanna, og legðu þess í stað meira upp úr því að biðla til miðjufólks.
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Reproductive réttindi" (tímgunarréttindi) – þetta hlægilega öfugmæli er um leið sorglega frakkt hugtak yfir það, sem þessir ofur"frjálslyndu" efnishyggjumenn meina í raun, þ.e. hinn óskammfeilna ‘rétt’ til að deyða ófætt barn eða fóstur sem borið er undir belti. -- John Kerry reyndi að hræsna um, að hann væri enn trúr kaþólikki, þrátt fyrir að hann verði fósturdeyðingar, eins og Clinton hafði gert. Kaþólska kirkjan hefur í vaxandi mæli (sbr. HÉR) verið að gera sér grein fyrir því, að hún neyðist til koma ströngum kirkjuaga yfir þá menn, sem beita sér með þeim hætti eða öðrum gegn hinum ófæddu. Lifandi, evangelísk trúfélög í Bandaríkjunum munu vonandi þrýsta á frambjóðendur demókrata með hliðstæðum og hlífðarlausum hætti, en yfirgefa þann flokk, ef hann svíkur bæði gildi lífsins og kristinnar trúar.
Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 1.7.2006 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.