Ingraham verði Jon Stewart Fox News?

Íhaldsmönnum í Bandaríkjunum hefur sviðið undan þeim Comedy Central félögum Jon Stewart (The Daily Show) og Stephen Colbert (The Colbert Report) [sjá þessa nýlegu færslu Ritstjórans um skaðleg áhrif þeirra félaga á lýðræðið]- en þeir hafa ótrúlegan hæfileika til að benda á fáránleikann og hræsnina í málflutningi og stefnu núverandi stjórnvalda í BNA...

Grín-sjónvarpsstöð afturhaldsaflanna, Fox-news, hefur, samkvæmt orðrómi á netinu, gert ráðstafanir til að hleypa af stokkunum sinni eigin útgáfu af The Daily show, og hver á að fá að stýra þeim þætti önnur en sjónvarpskonan geðþekka, stjórnmálaspekingurinn og mannvinurinn Laura Ingraham! Ingraham væri þá kannski loksins komin á rétta hillu?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband