New York kurteisasta borg veraldar

Samkvæmt Washington Times.

Það er klisja í Bandaríkjunum að íbúar New York séu öðru fólki ókurteisara, og það sé varla fyrir siðmenntað og kurteist fólk úr Miðvesturríkjunum eða öðrum hlutum "the heartland" að hætta sér innan um ruddaskapinn í stórborginni. Þessi mýta passar ágætlega við hugmyndir sumra um að í New York sé ekki þverfótandi fyrir allra handa hommum, vinstrimönnum, gyðingum og innflytjendum... New York er, ásamt Seattle og Portland ein vinstrisinnaðasta, eða mest liberal, borg Bandaríkjanna.

Ég verð að játa að ég hef ekki enn komið því í verk að heimsækja NY - en allir sem ég þekki segja að New Yorkbúar séu bæði almennilegir og kurteisir. Og samkvæmt nýlegri rannsókn er New York líka kurteisasta borg veraldar - Bombay ókurteisust í veröldinni, Moskva og Bucharest dónalegastar í Evrópu. Maður hefði reyndar haldið að samneyslusfamfélög Kommúnista í Rúmeníu og Rússlandi hefðu átt að geta alið upp kurteisa borgara, en einstaklingsfrelsið og frjálshyggjan í Bandaríkjunum að ala upp frekju og dónaskap í fólki...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband