Bill O'Reilly og Saddam Hussein

Það er hægt að treysta á Bill O'Reilley sem óþrjótandi uppsprettu vitfirringar og vitleysu. Nýjasta útspil O'Reilly eru stuðningsyfirlýsingar hans við Saddam Hussein, og yfirlýsingar um að Saddam hefði kunnað að halda uppi röð og reglu í Írak, og að Bandaríkjamenn ættu að taka sér hann til fyrirmyndar...! Í útvarpsþætti sínum lýsti O'Reilly því yfir að

Saddam was able to control Iraq, as you know, and defeat insurgencies against him. The new Iraqi government can do the same, but it needs to get much tougher.

og gullkornið, eftir að hafa lýst því hvernig Saddam lét taka af lífi pólitíska andstæðinga og aðra vandræðagemsa...

That's how I'd run that contry -- just like Saddam ran it.

Nú hélt ég einhvernveginn að eftir stjórnvöld og stuðningsmenn þeirra hefðu séð að gereyðingarvopnafyrirslátturinn væri orðinn gagnslaus hefðu þau ákveðið að ástæða innrásarinnar í Írak hefði verið að koma á lýðræði og flæma frá völdum íllmennið Saddam Hussein... Er þá ekki kominn tími til að O'Reilly krefjist þess að fyrrum forseti Írak verði kallaður aftur til starfa?

(sjá umfjöllun um þessi ummæli O'Reilly hjá Media Matters, hér og hér.)

 M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband