The Value Crowd

falwell.jpg

Ritstjórinn skrifaði stuttan pistil um fyrisjáanlegar tilraunir Republikanaflokksins (GOP) til að höfða til þess sem þeir hafa kosið að kalla 'the base' - sem þeir hafa ákveðið að séu fólk sem hægt sé að flokka sem 'value voters'. Og samkvæmt kokkabókum áróðursmeistara flokksins er þetta fólk allt hýsterískt fylgist ekki með fréttum, og er líka auðblekkt...

Ég segi þetta ekki í einhverri misheppnaðri tilraun til að vera fyndinn. og ég var ekki að reyna að vera fyndinn, eða til að spila á klassískar stereótýpur um heimska og auðtrúa bandaríkjamenn. Ég var bara að benda á hið augljósa, sé málflutningur republikanaflokksins skoðaður örlítið.

Í fyrsta lagi er strategía republikana að spila á að kjósa eigi núverandi valdhafa vegna þess "að við erum í stríði". Þetta stríð er bandaríkjamönnum nokkuð vel kunnt... og þó stór hluti þjóðarinnar trúi því ennþá að Saddam Hussein hafi átt gereyðingarvopn og verið á mála með Bin Laden, vita allir að stríðið er klúður frá upphafi til enda, og þessir kjósendur eru þó nógu klókir til að fatta að þeir sem bera ábyrgð á þessu klúðri eru þeir sem sitja við völd - ekki pólitískir andstæðingar þeirra!

Í öru lagi hafa republikanar lofað þessum patríotísku values kjósendum allskonar lagasetningar á undanförnum árum. Bush var kosinn árið 2000 á því, meðal annars að hann væri "kristinn", og "kristnu" kjósendurnir héldu að "þeirra maður" væri kominn í hvíta húsið - sami leikur var spilaður 2002 og 2004, og á að virka 2006 og aftur 2008... Vandamálið er þetta - þessir "kristnu" kjósendur hafa enn ekki séð neitt af því sem þeir virkilega vildu: Bann við samböndum samkynhneigðra, kennslu á sköpunarsögu biblíunnar í skólum, bann við fóstureyðingum... Bush og republikanarnir hafa þó í það minnsta svikið þessa kjósendur sína!

Vandamálið fyrir GOP er að þessir kjósendur hafa líka fattað að það var leikið á þá! Ef þessir kjósendur sitja heima í nóvember er úti um GOP í þinginu - ef þeir mæta á kjörstað eiga republikanarnir ennþá séns - því þetta fólk kýs ekki demokrata.

Varðandi auðblekkinguna... Það vissu allir að uppistand republikana um daginn í öldungadeildinni útaf stjórnarskrárbreytingu til 'varnar hjónabandinu' væri ódýrt bragð til þess eins gert að höfða til afturhaldssamra kjósenda, og það sama gildir um fánabanns vitleysuna. Eini munurinn er sá að republikanarnir geta ekki einu sinni gert það að almennilegu flokksmáli, það er svo vitlaust!

Republikanaflokkurinn hefur í undangengnum kosningum ítrekað höfðað til afturhldssamasta vængs flokksins - og það hefur skilað þeim atkvæðum og völdum fram að þessu. Það er rétt séns að sú strategía gangi ekki upp í þetta skipti...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband