Staðfesta í Írak

Ég veit ekki hvort maður á að vera hissa eða ekki yfir því að Republikanaflokkurinn ætli sér að byggja kosningastrategíu sína fyrir Nóvember á Íraksstríðinu, sérstaklega í ljósi þess að það er þetta fáránlega stríð þeirra, eða kannski frekar hversu ótrúlega ílla þeir hafa haldið á því, sem hefur verið að reyta af þeim fylgið undanfarna mánuði.

En, eins og LA Times bendir á í grein í dag, byggist stefna þeirra á því að hafa stefnu, þetta fræga "stay the course", meðan Demokratar hafa ekki upp á mikið annað að bjóða en að stríðið sé ómugulegt, og þurfi að ljúka sem fyrst. Og svo geta republikanarnir líka bent á að fyrst þjóðin sé komin út í þetta kviksyndi, og hafi í leiðinni tekist að koma öllu í kaldakol í írak, sé það í hæsta máta óábyrgt að flýja út fyrr en búið er að koma á einhverskonar ordnúng í Írak. Ég var ekki fylgjandi innrásinni, og er ekki, frekar en nokkur sæmilega vitiborin manneskja 'fylgjandi stríði', en ég held að það sé rétt að ef kanarnir pakka sínu dóti saman á morgun og hafa sig á brott, væri heimsbyggðin verr stödd. En það er makalaust að republikanarnir geti látið kjósa sig til valda á svoleiðis lógík.

Ég vona reyndar að demokratarnir hafi vit á því að leyfa republikönunum ekki að skilgreina um hvað umræðurnar snúast - republikanarnir vilja láta umræðuna snúast um 'immediate withdrawal' (sem á víst að vera lína demokrata) og 'staying the course' sem er lína forsetans. Besti leikur demokratanna væri reyndar að neita að ræða málið á svona forsendum, heldur snúa þessu upp í að hersetan í írak sé of kostnaðarsöm fyrir skattgreiðendur, og að herinn geti ekki brugðist við öðrum ógnum, eða eitthvað anað álika "patriotic". 

Ég er reyndar farinn að trúa því að demokratar ættu að fara að fordæmi Nixon, þegar hann lofaði því að ef hann yrði kosinn forseti myndi hann vinna Vietnamstríðið, því hann væri með "a secret plan"... Það virkaði fyrir Nixon!

M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband