Er Ann Coulter "klæðskiptingur sem þykist vera fasisti"?

Ann Coulter

Ann Coulter hefur verið töluvert í umræðunni eftir að nýjasta bók hennar kom út um daginn. Ritstjórinn, fjallaði um Coulter í gær, og svo hefur hún auðvitað verið í nokkuð stöðugri spilun á öllum helstu bloggum í bandaríkjunum - málið snýst samt eiginlega ekki um bókina sjálfa heldur lítið kaflabrot þar sem eiginkonur manna sem fórust í hryðjuverkaárásunum 2001 fá það óþvegið:

These broads are millionaires, lionized on TV and in articles about them, reveling in the status as celebrities and stalked by grief-arazzis. I´ve never seen people enjoying their husbands' deaths so much.

Þetta kaflabrot las Matt Lauer á Today Show hjá NBC upp úr bókinni um daginn, og síðan þá hefur Coulter fengið gríðarlega athygli...

Önnur athyglisverð komment Coulter:

These self-obsessed women seemed genuinely unaware that 9/11 was an attack on our nation and acted as if the terrorist attacks happened only to them

They believed the entire country was required to marinate in their exquisite personal agony. Apparently, denouncing Bush was an important part of their closure process

(Allar þessar tilvitnanir eru á blaðsíðu 103 í bókinni, ef einhver hefur áhuga)

Það sem hefur verið merkilegast er hins vegar hvernig fjölmiðlar, sérstaklega hægrisinnaðir fjölmiðlar, og svo talsmenn republikana hafa verið tilbúnir til þess að taka upp hanskan fyrir Coulter - sem sannar að Coulter er ekki einhverskonar fígúra, skemmtikraftur, sem segir outrageous hluti, heldur alvöru þátttakandi í stjórnmálaumræðunni!

Media Matters hefur gert þessu góð skil um helgina - og sú umfjöllun veitir manni ágæta innsýn í hugsanaheim margra þessara fjölmiðlafígúra á hægrivængnum í bandaríkjunum. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á þessu - ég skil að Coulter, og aðrir Fox-verjar, eru ergilegir yfir því að einhverjir af eftirlifendum 9/11 séu ekki eldheitir republikanar og vogi sér að tala opinberlega gegn, eða setja spurningarmerki við, stefnu forsetans - en ég skil samt ekki hvernig það ergelsi getur komið af stað jafn furðulegum árásum og yfirlýsingum og Coulter hefur staðið fyrir.

Ég skil líka að þessi stétt manna og kvenna, sem hefur atvinnu sína af því að mala út áróður fyrir ofstækis og vitleysispólitík núverandi stjórnvalda, finni sig knúin til að "circle the wagons" í kring um Coulter.

Mér finnst samt ekki alveg nógu sannfærandi að þetta séu allar skýringarnar. Er Coulter bara galin og afgangurinn af þessu fólki líka? Og hvað er það nákvæmlega sem fer svona i taugarnar á henni og Foxmönnum? Að 9/11 sé ekki einkaeign þeirra? Að það séu alvöru eftirlifendur sem eigi kannski meira tilkall til minningarinnar en Bush, Guiliani, Coulter og O'Reilley? 

Ég spyr, vegna þess að ég er algjörlega ósammála Sullivan sem Ritstjórinn vitnar í - Það er of auðvelt að afskrifa Coulter sem 'drag queen impersonating a fascist' - hún er augljóslega fígúra, en ég held ekki að hún sé að grínast.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband