fim. 8.6.2006
Al-Zarqawi giftist hreinum meyjum á himnum
Það er hálf ósmekklegt að gleðjast yfir dauða nokkurs manns, en það virðast allir sammála um að það sé ástæðulaust að syrgja Abu Musab heitinn. Meira að segja samherjar hans gleðjast - í opinberri tilkynningu Al Qaeda í Írak er dauða hans fagnað, enda hafi hann látist sem píslarvottur, og hafi nú fengið himnesk laun fyrir, þyngd sína í fíkjum og döðlum. Allir nema Hamas - þeir hafa ákveðið að syrgja Zarqawi, þrátt fyrir að Sheikh Omar Bakri, Líbanskur klerkur, segi að giftingarathafnir milli Zarqawi og hreinna meyja séu þegar hafnar á himnum... Sennilega er Hamas að með þessu að sýna eftirlifandi eiginkonu Zarqawi og fjórum börnum stuðning?
Ég vil reyndar benda fólki á frábæra umfjöllun the Slate um 'andlát Zarqawi'.
En fyrst ég er farinn að nota PC orðfæri held ég að Bandaríkjaher hljóti að hafa vinninginn - þegar þeir voru að lýsa því hvernig dauða Zarqawi bar að höndum sögðu þeir að "The F-16 then engaged the building with a 500 pound bomb." Ég skil ekki hvernig tæki getur 'egage' dauðan hlut, eins og hús, og sérstaklega hvernig það getur gerst fyrir tilverknað sprengju. Af hverju herinn segir ekki "The F-16 dropped a 500 pound bomb" eða, "The pilot carried out his mission, dropping a..." nú eða "The F-16 released its payload", ef það þarf að vera jargon í svona yfirlýsingum er mér hulin ráðgáta. Ef einhver kann útskýringu á þessari þöngulhauslegu notkun á orðinu "engage" langar mig endilega að heyra hana!
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Facebook
Athugasemdir
Eins og þeir segja í Bretlandi, enska hefur ekki verið töluð í Bandaríkjunum í langan tíma. Kanarnir eru sennilega bara að rembast við að hljóma vel á tungumáli sem þeir ráða ekki við.
Villi Asgeirsson, 8.6.2006 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.