Innsti hringur Bush byrjar að rofna - fyrrum kosningastjóri Bush segir að John Kerry hafi haft á réttu að standa...

Matthew DowdHaustið 2000 vann George W Bush kosningarnar til forseta Bandaríkjanna ekki síst á því að geta þóst vera "a uniter, not a divider". Hann þóttist vera maður sem gæti sameinað Bandaríkjamenn í baráttu fyrir betri framtíð, hann væri "a compassioante conservative", maður sem gæti einhvernveginn dregið fram það besta í þjóðinni og sameinað bæði demokrata og repúblíkana í baráttunni fyrir sameiginlegum markmiðum. Bush lét líka líkja sér við Reagan: hann væri bjartsýnn og tryði á einstaklingsframtakið, framtíðina og hið góða í bandarískri þjóðarsál.

Síðan þá hefur Bandaríska þjóðin komist að hinu sanna: Bush er hvorki almennilegur íhaldsmaður og enginn frjálshyggjumaður (samanber stjórnlausa útþenslu ríkisvaldsins, afnám persónufrelsis og aukið lögregluvald ríkisins), hann er ekki "compassionate" og síst af öllu "a uniter". Því miður hafa Bandaríkjamenn búið seinustu sex ár, undir einhverjum allra lélegasta forseta fyrr og síðar.

Sem betur fer eru fyrrum stuðningsmenn forsetans loksins byrjaðir að viðurkenna þennan augljósa sannleika. Seinastur til að svíkja lit er Matthew Dowd, sem sagði skilið við Demokrataflokkinn í lok tíunda áratugarins og gekk til liðs við Bush, en þá fannst Dowd að Bush væri boðberi nýs og betri tíma. Fjölmiðlar og blaðafulltrúar Bush notuðu Dowd óspart sem dæmi um að Bush höfðaði jafnt til demokrata sem repúblíkana. Dowd lék mikilvægt hlutverk í kosningunum 2000, og í kosningunum 2004 var hann gerður "chief campaign strategist".

Í viðtali við New York Times í dag sagði Dowd hins vegar að hann væri búinn að segja sig úr "team Bush".  Vonbrigði hans og uppgjöf væri slík að hann gæti ekki lengur setið á sér:

Mr. Dowd said he had become so disillusioned with the war that he had considered joining street demonstrations against it, but that his continued personal affection for the president had kept him from joining protests whose anti-Bush fervor is so central.

Mr. Dowd, 45, said he hoped in part that by coming forward he would be able to get a message through to a presidential inner sanctum that he views as increasingly isolated. But, he said, he holds out no great hope. He acknowledges that he has not had a conversation with the president.

Dowd segist meira að segja hafa skrifað Op-ed grein sem hann hafi þó enn ekki sent frá sér, þar sem hann lýsi því yfir að John Kerry, en ekki Bush, hafi haft betri skilning á ástandinu í Írak. Það eru fréttir, því fyrir kosningarnar 2004 var það Dowd sem ráðlagði Bush að hamra á því að Kerry væri "a flip flopper" þegar kæmi að Írak.

Nú bendir Dowd á stríðið í Írak, Abu Ghraib, viðbrögð stjórnarinnar við fellibylnum Katarínu og algjör svik þeirra við íbúa New Orleans sem ástæður þess að hafa sagt skilið við forsetann. En það sem Dowd finnst auðsýnilega verst er að forsetinn hafi sólundað gullnu tækifæri til að sameina þjóðina eftir 9/11 - því í stað þess að reyna að leita eftir samvinnu við demokrata ákváðu repúblíkanar að reyna að mála pólítíska andstæðinga sína sem landráðamenn. Pólítískt valdatafl varð mikilvægara en hagur þjóðarinnar:

He said he thought Mr. Bush handled the immediate aftermath of the Sept. 11 attacks well but “missed a real opportunity to call the country to a shared sense of sacrifice.”...

He was dumbfounded when Mr. Bush did not fire Defense Secretary Donald H. Rumsfeld after revelations that American soldiers had tortured prisoners at Abu Ghraib. ... He describes as further cause for doubt two events in the summer of 2005: the administration’s handling of Hurricane Katrina ...

I had finally come to the conclusion that maybe all these things along do add up,” he said. “That it’s not the same, it’s not the person I thought.”

Jú, auðvitað, "it all adds up". Bush er ekki sú manngerð sem á að fá að fara fyrir mönnum. Það sem er hræðilegast er að menn eins og Dowd létu plata sig í aðdraganda kosninganna 2000, og voru svo blindir að þeir studdu forsetann 2002 og 2003 meðan verið var að ana út í stríðið í Írak og svo aftur 2004 þegar Bush fékk fjögur ár í viðbót til þess að leggja Bandaríkin og orðstír Bandaríkjanna í rúst.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Sennilega hefur engin Bandarísk ríkisstjórn gert jafn mikið til að skaða orðstír þessarar annars ágætu þjóðar, virðist sem hún sé að vakna upp við vondan draum...loksins.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.4.2007 kl. 18:03

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er alveg magnað hvað margir trúa því að Bush og Co. séu að klúðra málunum.  Ég held að þetta sé ekkert klúður ef eitthvað er gengur aðgerðaáætlunin betur en menn þorðu að vona.  Menn ráðast ekki óvart á lönd, handtaka forsetann, reka alla ríkisstarfsmenn, senda herinn heim, henda lögreglunni í ruslið og segja síðan shit happens!

Björn Heiðdal, 5.4.2007 kl. 23:27

3 Smámynd: FreedomFries

Ég fór með vini mínum á bar fyrir nokkrum vikum og eftir nokkra bjóra fórum við að diskútera samsæriskenningar, sem er eitt af uppáhaldsviðfangsefnum mínum. Við komumst einmitt að þessu sama: "misheppnuð" utanríkisstefna Bush væri sennilega alls ekki misheppnuð, heldur hefði það verið markmiðið allan tímann að búa til kaos og upplausn. Hver tilgangur þess svo er er annað mál. Við gátum ekki komist að niðurstöðu um hvort olíufyrirtækin, vopnaframleieðendur eða einhver gyðinglegur kaball í samvinnu við kristna bókstafstrúarmenn vildu upplausn í Mið-Austurlöndum... Ég var nýbúinn að horfa á JFK eftir Oliver Stone, svo ég ákvað að greiða atkvæði með vopnaframleiðendum! ;)

En ef þessi samsæriskenning er rétt hefur Bush samt "overplayed his hand" - því bandaríska þjóðin er, eins og Georg segir loksins að vakna upp - Bush og Co þurfa að finna upp á einhverju mjög stórfenglegu coup til að geta lent forsetaembættinu fyrir flokkinn 2008. Það hlýtur þó að geta talist "klúður"?

Misræmið á milli yfirlýstra markmiða og árangurs af utanríkisstefnu forsetans (og innanríkisstefnu svosem líka) er svo fáránlega mikið að það er ekki skrýtið að fólk fari að leita að samsæriskenningum til að skýra það. Annað hvort eru þetta einhver ömurlegasti samsafnaður jólasveina sem hefur komist til valda í siðmenntuðu iðnríki eða þetta er útsmognasta glæpagengi og best heppnaða heist fyrr og síðar. Hvort heldur sem er, hafa venjulegir Bandaríkjamenn (og Írakar) þurft að súpa seyðið af öllu saman.

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 11.4.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband