Sandkastalar

Afsakið blogglesið undanfarna daga! Ég eyddi deginum í gær í að byggja sandkastala og sigla með börnunum á kajak. Mig hefur alltaf dreymt um að byggja sandkastala úr alvöru skeljasandi við Karíbahafið. Við byggðum nokkur risavaxin Maya musteri, virkisveggi og turna. Netsambandið virðist hins vegar bara virka á kvöldin - ekki daginn, sem er auðvitað allt í lagi, því ég hef annað að gera meðan sólin skín!

Sem betur fer virðist stjórnmálaveröldin í Washington hafa farið í sumarfrí á sama tíma og ég, því það virðist ekkert mjög marktækt hafa gerst undanfarna daga.

Alberto Gonzales er enn dómsmálaráherra - þó fleiri þingmenn repúblíkana hafi lýst því yfir að hann verði að segja af sér (Terry Lee, þingmaður repúblíkana frá Omaha sagði reyndar að Bush ætti að reka Gonzales)

McCain haldi áframhafa sig að fífli og mála sjálfan sig sem marklaust og elliært gamalmenni, (McCain hélt því fram að það væru "neighborhoods in Baghdad where you and I could walk through those neighborhoods, today" - og til að sanna mál sitt fór karlinn í hemsókn til Bagdad og labbaði, í heilan klukkutíma, í fylgd: 100 vopnaðra hermanna úr landher bandaríkjanna, þremur fullbúnum Black Hawk þyrlum hersins og tveimur Apache árásarþyrlum... og til þess að tryggja að þessi göngutúr væri nógu "safe" ákvað McCain að vera í skotheldu vesti... Ég veit ekki með ykkur, en ég myndi ekki treysta mér til að labba um í íbúðarhverfi þar sem ég þyrfti á slíkum viðbúnaði að halda til að geta talist öruggur.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband