Flótti yfir í ídeológíuna

Það er virkilega skemmtilegt að fylgjast með skipulagslausu undanhaldi republikanaflokksins undanfarnar vikur - sérstaklega örvæntingarfullum tilraunum þeirra til að snúa vörn í sókn. Fyrst í innflytjendamálum, og nú seinast með stjórnarskrárbreytingum til þess að banna hjónabönd samkynhneigðra.

Það er ágæt grein um þetta á New York Times í dag - þar sem bent er á að tilraunir flokksforystnnar til að ná aftur athygli kjósenda með ídeológískum málum getu hæglega snúist í hödunum á henni. Kjósendur vilji sjá árangur í alvöru málum - og allir viti að þessi "gay marriage" vitleysa öll sé ekkert nema sýndarmennska.

Það sem mér finnst mest spennandi við kosningarnar í haust er að sjá hvort að "the base" og "values" kjósendurnir sem Karl Rove ákvað að flokkurinn skyldi höfða til séu öruggur og áræðanlegur kjósendahópur og verið hefur hingað til. Ég ber ekki mikla virðingu fyrir "values" á borð við hómófóbíu, en ég er ekki endilega viss um að þröngsýnt og fordómafullt fólk séu reginfífl, og séu endalaust tilbúin til að láta hafa sig að fífli og mæta á kjörstað til að greiða atkvæði með augljóslega vanhæfum frambjóðendum.  

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband