fim. 29.3.2007
Ferðalög - Houston - Cancun
Við ákváðum að fara með börnin og baða okkur í bláum sjó fyrir ströndum Mexico yfir Spring Break - Mér skilst að það sé þráðlaust internet í sumarhúsinu, og kapalsjónvarp, svo ég get fylgst með dauðastríði Alberto Gonzales á milli þess sem ég drekk Corona á ströndinni! Við millilentum á George Bush international airport í Houston Texas, sem er hinn snyrtilegasti flugvöllur. Nema - það er ekkert þráðlaust internet neinstaðar á helv. flugvellinum! En svo sá ég hóp af fólki sitja í hnapp með fartölvur fyrir utan "The Presidents Club", sem er einhverskonar Saga-class lounge.
Ég settist niður og spurði flugmann frá Continental, sem sagði mér að þau væru að stela þráðlausu neti frá forsetaklúbbnum, svo ég slóst í hópinn... vegna þess að mér hafði ekki hugkvæmst að skrifa niður eða prenta út bókunarnúmerið á bílaleigubílnum okkar, eða heimilisfangið á hótelinu í Playa Del Carmen þar sem við verðum fyrstu næturnar!
Hinir netþjófarnir voru allir sammála um að þetta væri "allt Bush að kenna", netleysið þ.e...
M
Athugasemdir
Góða ferð og góða skemmtun.
Sástu þetta? I spent more than 35 years in the department enforcing federal civil rights laws — particularly voting rights. Before leaving in 2005, I worked for attorneys general with dramatically different political philosophies — from John Mitchell to Ed Meese to Janet Reno. Regardless of the administration, the political appointees had respect for the experience and judgment of longtime civil servants. Under the Bush administration, however, all that changed. Over the last six years, this Justice Department has ignored the advice of its staff and skewed aspects of law enforcement in ways that clearly were intended to influence the outcome of elections.
Pétur Gunnarsson, 30.3.2007 kl. 00:12
Takk!
Nei - ég var ekki búinn að sjá þetta - en það passar við allt annað sem ég hef lesið og heyrt um þessa hreinsun. Af öllu sem ég hef séð virðist þessi ríkisstjórn hafa ætlað sér að beita dómsvaldinu kerfisbundið gegn pólítískum andstæðingum - og það er auðvitað raunveruleginn skandallinn, en ekki að þeir hafi rekið nokkra saksóknara, þó það sé svosem líka skandall. Fréttaflutningurinn hefur hins vegar mest fókuserað á algör aukaatriði - eins og "útskýringar" Gonzales.
Bestu kveðjur frá Yucatan! Magnús
FreedomFries, 1.4.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.