Ann Coulter og Satan

Ann Coulter

Það þekkja kannski ekki allir Ann Coulter - en hún er sennilega einna frægust fyrir ummæli sín eftir 9/11 "We should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity" sem hún lét falla á National Review. (Sjá grein Coulter á National Review í fullri lengd sinni hér. Það er vel þess virði að lesa hana alla - því þetta komment er löngu orðið klassískt.) Coulter ver einnig í framvarðasveit þeirra sem börðust gegn Dixie Chicks, eftir að þær lýstu yfir vanþóknun sinni á forsetanum. Coulter var að gefa út nýja bók - 'Godless. The Church of Lieralism', og útgáfudagurinn 6.6.6. Media Matters er með frábæra umfjöllun um Coulter og bókina "Godless".

Ég var að hugsa um að fara og sjá The Omen í bíó í kvöld. Mér finnst viðeigandi að halda uppá Coulter á þessum merkisdegi...

(myndin er af Ann Coulter)

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FreedomFries

Það er ótrúlegt hverskonar ummæli Coulter hefur komist upp með... Reyndar hefur Bill O´Reilley hefur líka ráðist á 9/11 eftirlifendur sem hafa vogað sér að vera annað en gallharðir republikanar!

M

FreedomFries, 7.6.2006 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband