Tvö stórmál bandríkjaþings

Það eru tvö mál til umræðu í Bandaríkjaþingi um þessar mundir - tillögur republikana um að afnema stór-erfðaskatt og breytingartillaga á stjórnarskránni sett til höfuðs giftingum samkynhneigðra. Bæði málin verða sennilega felld - og bæði málin ætti auðvitað að fella! Það þarf varla að hafa mörg orð um stjórnarskrármálið. Það er upphugsað til þess að æsa upp hörðustu stuðningsmenn forsetans, og koma þannig í veg fyrir algert skipbrot í kosningunum í haust. Það er vitað mál að lögin njóta ekki nægilegs stuðnings til að komast í gegn um þingið, og því engin önnur ástæða fyrir að bera þau upp en að gleðja "social conservatives" í flokknum.

Erfðaskattsmálið er pínulítið merkilegra - "The estate tax" leggst aðeins á allra stærstu dánarbú í bandaríkjunum - færri en eitt prósent allra dánarbúa greiða neinn skatt - og þrátt fyrir sorgarsögur republikana um bændafjölskyldur sem hafi orðið að selja búið til að greiða fyrir skattinn hefur ekki tekist að finna eitt einasta! dæmi þar sem 'the federal estate tax' er um að kenna. Venjulegir bandaríkjamenn greiða þennan skatt ekki - hann leggst eingöngu á auðmenn sem eiga milljónir dollara í eignum.

Það hefur verið reiknað út, að verði skatturinn afnuminn muni það kosta ríkið yfir þúsund milljarða dollara á næstu tíu árum.

Eins og Boston Globe benti á um helgina er ekki hægt að sjá hvernig kjósendur republikanaflokksins gætu mögulega hagnast á þessari lagasetningu - þeir sem fjármagna kosningabaráttu flokksins hagnast auðvitað - en venjulegt fólk, sem margt hvert er í hnút yfir því að kynvillingar allavegana vaði uppi í kvikmyndum og sé að leggja undir sig menninguna, og vilji grafa undan hjónabandinu með því að vera að giftast sjálft, getur ekki með nokkru móti hagnast á því að auka fjárlagahallann um trilljón til að lækka skatta hjá ríkasta 1% bandaríkjanna. Ég get skilið að "values" á borð við hómófóbíu geti ráðið því hvernig fólk kýs, og að stjórnmálamenn spili með það. Í sjálfu sér er bara mjög eðlilegt að forsetinn og flokksbræður hans bjóðist til þess að vera fulltrúir þessa fólks á þingi. En ég get ekki skilið, hvernig venjulegir skattgreðendur, fólk sem þarf að passa upp á heimilisfjárhaginn til þess að borga af húsnæðislánum og bílalánum, vilji styðja skattapólitík sem þýðir það eitt að skuldir ríkisins aukast - lánsfjárþörf þess eyks, og við það vextir og afborganir.

Til þess að tala máli hómófóbíu þurfa stjórnmálamenn bara að vera fordómafullir, en þeir geta ímyndað sér að þeir séu að gera þjóðinni allri gagn.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband