þri. 27.3.2007
Hvíta Húsið styður ekki Gonzales? Bush er fullkomlega einangraður frá þingmönnum flokksins.
Þó forsetinn hafi opinberlega lýst yfir stuðningi við Gonzales virðist sem dómsmálaráðherran sé einn á báti. Samkvæmt heimildarmönnum Roll Call hefur Hvíta Húsið lítið sem ekkert gert til að sannfæra þingmenn eða senatora repúblíkana um að styðja Gonzales. Roll Call krefst áskriftar, en aðalatriði fréttarinnar eru Þessi:
Despite President Bushs unwavering public support for Attorney General Alberto Gonzales, the White House is doing little privately to lobby Republican Senators to get behind the embattled Justice Department chief, according to senior Senate sources. In fact, Senate Republicans said Monday that the administration essentially has been absent when it comes to courting defenders for the attorney general, who has been under fire for the controversial dismissal of eight U.S. attorneys. The only outreach from the executive branch so far to save Gonzales job, those Senate sources said, has come from the attorney general himself.
Þetta er merkilegt, sérstaklega í ljósi þess að flestir sem fylgjast með þessu máli telja að Hvíta Húsið hafi fyrirskipað hreinsunina - það er líka alveg klárt að demokratar gera sér vonir um að geta sýnt fram á að Karl Rove sé viðriðinn þetta mál allt. Kannski telur Hvíta Húsið að það sé vonlaust að reyna að bjarga Gonzales?
Önnur skýring er að Hvíta Húsið hefur núorðið mjög lítið áhrif meðal repúblíkana í þinginu. Bob Novak, sem verður seint sakaður um að vera "vinstrimaður" skrifaði grein í Washington Post í gær þar sem hann heldur því fram að Gonzales sé búinn að vera, bæði vegna þess að hann eigi enga stuðningsmenn meðal þingmanna, og líka vegna þess að forsetinn sé orðinn algjörlega einangraður.
"Gonzales never has developed a base of support for himself up here," a House Republican leader told me. But this is less a Gonzales problem than a Bush problem. With nearly two years remaining in his presidency, George W. Bush is alone. In half a century, I have not seen a president so isolated from his own party in Congress -- not Jimmy Carter, not even Richard Nixon as he faced impeachment.
Republicans in Congress do not trust their president to protect them. That alone is sufficient reason to withhold statements of support for Gonzales, because such a gesture could be quickly followed by his resignation under pressure.
Þingmenn flokksins treysta ekki forsetanum! Ef þingmenn Repúblíkanaflokksins treysta sér ekki til að styðja forsetann eða dómsmálaráðherra hans er ekki svo skrýtið að almenningur skuli hafa misst trú á "the decider". En þetta er ekki bara spurning um traust, heldur vanhæfni. Gonzales er ósköp einfaldlega ekki starfi sínu vaxinn:
But not many Republican lawmakers would speak up for Gonzales even if they were sure Bush would stick with him. He is the least popular Cabinet member on Capitol Hill, even more disliked than Rumsfeld was. The word most often used by Republicans to describe the management of the Justice Department under Gonzales is "incompetent."
Það eru tvö "I-words" sem forsetar og ráðherrar óttast mest að heyra: Incompetency og Impeachment. Það er eitt að pólítískir andstæðingar skuli tala um impeachment og incompetency í sömu andrá og þeir nefna forsetann og ráðherra hans, en þegar repúblíkanar á borð við Chuck Hagel tala um impeachment og þingmenn flokksins nota orðið incompetency til að lýsa ráðherrum Bush er farið að fjara undna forsetanum! Bob Novak:
The I-word (incompetence) is also used by Republicans in describing the Bush administration generally. Several of them I talked to cited a trifecta of incompetence: the Walter Reed hospital scandal, the FBI's misuse of the USA Patriot Act and the U.S. attorneys firing fiasco. "We always have claimed that we were the party of better management," one House leader told me. "How can we claim that anymore?"
Þetta verður ein merkilegasta arfleið Bush stjórnarinnar. Demokratar hafa vælt um að Bush sé að rústa Bandaríkjunum, umhverfinu, millistéttinni, skólakerfinu - nú, og svo auðvitað Írak. Bob Novak bendir á að Bush er líka langt kominn með að rústa sínum eigin flokk!
M
Meginflokkur: Bush | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég get bara sagt að þetta eru ótrúlega góðar fréttir! Ég segi það satt að þetta er eitthvað sem ég bjóst ekki við!
M.S. George W. Bush er loksins að sökkva, eða hvað?
Gísli (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 23:44
Jú - ég bjóst ekki við því, en svo virðist sem ríkisstjórn Bush sé að sökkva og rotturnar að yfirgefa skipið! Ef Bandaríkin hefðu þingræðiskerfi á borð við Ísland væri búið að lýsa vantrausti á stjórnina og hún fallin.
Það er samt auðvitað of snemmt að afskrifa hann alveg - hann gæti hugsanlega náð að rétta sig við, þó mér finnist það ósennilegt. Demokratarnir gætu líka klúðrað þessu einhvernveginn. En almenningsálitið virðist með þeim, og leiðtogalið þeirra virðist nógu öflugt til að ráða við forsetann.
Allt fjölmiðlaandrúmsloftið og fréttaflutningur hefur líka gerbreyst síðan fyrir þremur, ég tala nú ekki um fjórum eða fimm árum síðan, þegar það var samdóma álit allra fréttaskýrenda og fréttamanna að Bush og Repúblíkanaflokkurinn væru ósigrandi. Það er enginn að segja það lengur, og þeir sem halda uppi vörnum fyrir forsetann eru flestir í vinnu hjá Fox eða stjórna útvarpsþáttum á AM talk radio - semsagt einhverskonar ómerkjungar og vindbelgir.
Það sem kemur mér mest á óvart er hversu sundraður repúblíkanaflokkurinn er: Þeir virðast hafa verið fullkomlega óundirbúnir undir þetta hrun, og þeim hefur engan veginn tekist að bregðast við því. Það sem meira er, ég hef ekki orðið var við að það séu neinar vitrænar umræður innan flokksins um hvaða stefnu hann eigi að taka. Einu raddirnar sem hafa heyrst eru Gingrich og Tom DeLay. Jú, og svo óánægjuraddir frá frjálshyggjuarminum og "the value voters". - Á Cato blogginu og öðrum frjálshyggjubloggum heyrast nú orðið mun oftar raddir um að flokkurinn sé búinn að yfirgefa frjálshyggjuna og að frjálshyggjumenn eigi að snúa við honum, og þó sérstaklega Bush, bakinu. Mér finnst því frekar eins og flokkurinn sé að liðast í sundur, en að hann sé að undirbúa nýja sókn. Demokratar virðast hinsvegar allir standa saman.
Það er alveg klárt að "the permanent majority" sem Karl Rove var að reyna að byggja er búinn að vera, í bili.
Bestu kveðjur! Magnús
FreedomFries, 28.3.2007 kl. 13:40
Sammála því að hér er um góðar fréttir að ræða. Ég er samt að velta því fyrir mér hað GOP getur gert til að bjarga eigin skinni. Víst er að þeir fá aftur til baka nokkur atkvæði ef þeir láta Gonzo róa. Hitt er það, ef þeir einangra forsetann og tala opinskátt um vanhæfi hans og almennt getuleysi sem og alíenera the neocons að einhverju leyti, þá tel ég að það geti fært þeim verulegan stuðning aftur og það á krítískum tíma fyrir kosningar. Það er ekki einleikið hversu margir repúblíkanar sem ég þekki eru komnir með ímugust á forsetanum. Ærleg og opin tiltekt innan flokksins gæti verulega sett demókrata út af sporinu...
Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 28.3.2007 kl. 16:08
Showdown....(stemmningin minnir High Noon)
Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2007 kl. 01:26
Það er óneitanlega spennandi að fylgjast með þessu! Loksins virðist sem demokratarnir og fjölmiðlar hafi bein í nefinu til að standa uppi í hárinu á þessum jólasveinum!
En það er eitthvað mjög grunsamlegt við að Bush skuli ekki vilja losa sig við Gonzales - því eins og þú bendir á, Þorvarður, er líklegt að flokkurinn myndi græða á því að "taka til". En kannski ekki. Bush virðist gefa skít í flokkinn, og þessi ríkisstjórn hans öll virðist byggja á "hollustu" - og foringinn þarf að sýna að hann verðlauni hollustu öðru fremur. Fólk er í það minnsta ekki verðlaunað samkvæmt verðleikum...
Vonandi að kjósendur verðlauni leiðtogalið flokksins rétt - eða að leiðtogar flokksins losi sig við þetta hyski sem forsetinn hefur raðað í allar opinberar stöður. Þingið gæti hæglega gert það, ef repúblíkanar og demokratar stæðu saman. Það gæti bjargað Bandaríkjunum - og repúblíkanar gætu auðveldlega tekið mikið af heiðrinum, og siglt aftur til valda í kosningunum 2008.
FreedomFries, 2.4.2007 kl. 05:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.