Eru Tom DeLay, Bush íhaldsmenn?

the gipper, the hammerUndanfarið hef ég tekið eftir því að repúblíkanar og bandarískir hægrimenn séu að velta því fyrir sér hvort leiðtogalið flokksins seinustu árin séu raunverulegir íhaldsmenn, eða kannski eitthvað allt annað. Þessi tilfinning sprettur auðvitað að hluta til af gremju margra yfir þvi hvernig Bush hefur tekist að reyta fylgi af flokknum með utanríkisstefnu sinni, og því sem virðist nærri botnlausu getuleysi þegar kemur að innanríkismálum. Það bætir ekki úr skák að menn eins og "the hammer", Tom DeLay, sem stýrði þingliði flokksins með harðri hendi, virðast hafa staðið fyrir nokkuð kerfisbundinni spillingu, þar sem lobbýistar á borð við Abramoff og þingmenn á borð við Duke Cunningham og Bob Ney versluðu með atkvæði og fjárframlög hins opinbera. Það er skiljanlegt að óbreyttir og heiðarlegir flokksmenn vilji sverja af sér þessa aula og skúrka.

En það býr annað og meira að baki þessu ergelsi. Bush og Tom DeLay hafa nefnilega ekki bara staðið sig illa í starfi eða gerst sekir um spillingu - þeir hafa nefnilega líka svikið margar grundvallarkennisetningar bandarískrar íhaldsmennsku. Bandarískir íhaldsmenn trúa nefnilega á fleira en helgi fánans eða jesú krist, öflugan her og "hefðbundin fjölskyldugildi", málefni sem er auðvelt að sjóða niður í "bumper stickers" og slagorð eins og "support the troops".

Bandarískir íhaldsmenn trúa t.d. á að takmarka eigi vöxt eða útþenslu ríkisins, og að ríkið - sérstaklega alríkið - eigi ekki að vera að vasast í lífi borgaranna. Bush hefur hins vegar aukið völd ríkisins, sérstaklega völd alríkisins, meira en nokkur forseti í seinni tíð. Íhaldsmenn trúa því líka að það eigi að takmarka ríkisútgjöld - ekki bara skattheimtu, heldur líka útgjöld. Bush hefur hins vegar aukið útgjöld meira en nokkur forseti í seinni tíð, ekki bara til hernaðar, heldur aðra fjárlagaliði. Á sama tíma hefur hann að dregið mjög úr skattheimtu, með þeim árangri einum að skuldir ríkisins hafa margfaldast. Þesskonar óráðsía er síst að skapi "fiscal conservatives".

Þessi gremja kom skýrt fram þegar David Keene, formaður American Conservative Union, skipaði Tom DeLay í stjórn félagsins. Keene sem er sjálfur vel þekktur K-Street lobbýisti hélt því fram að "kontaktar" DeLay myndu nýtast félaginu:

"When I introduced him (to ACU members) I said that, like a number of Republicans, Tom had done some work on the dark side," Keene recalled. "Now, he wants to harness his abilities for our agenda."

Keene said he has no second thoughts about keeping DeLay on the 33-member board, which receives no pay.

"Who can you think of better than Tom DeLay to be sitting in the room when you are setting priorities with Congress?" he asked.

Öðrum meðlimum stjórnarinnar fannst þetta hins vegar ekki alveg eins góð hugmynd, m.a. fyrrverandi formaður Repúblíkanaflokksins í Texas, Tom Pauken, sem sagði sig úr stjórninni í mótmælaskyni:

"I just think we need to break loose from what was happening with the Republican Party in the post-Reagan era," said Pauken, citing a number of concerns including the scandal involving lobbyist Jack Abramoff

Þrír aðrir stjórnarmenn sögðu af sér:

He was part of a congressional leadership that oversaw a massive expansion of the government, which conservatives opposed," said Robert Luddy, a North Carolina businessman among the board members who resigned. "It is one thing to call yourself a conservative, but you have to act on it."

The sentiment was echoed by political strategist Marc Rotterman, another board defector.

"Conservatives looked to Tom DeLay to cut government not grow it. He was complicit in the largest expansion of government in recent times."

Þetta er auðvitað ekkert meiriháttar upphlaup, og menn eru alltaf að segja sig úr félögum í mótmælum við hitt og þetta. Það sem er merkilegt er að Tom DeLay kom fram sem andlit flokksins, og hélt uppi járnaga í þingliði hans. DeLay hefur líka ræktað þá hugmynd að hann sé einhverskonar erkiíhaldsmaður, talsmaður og sérlegur verndari "íhaldsvængs" flokksins.

Það eru ekki bara stjórnarmenn American Conservative Union sem eru farnir að hafa efasemdir um að forystumenn flokksins séu raunverulega trúir hugmyndafræði flokksins. David Boaz, sem bloggar fyrir cato-at-liberty (sem er með betri stjórnálabloggsíðum hér vestra), skrifaði á föstudaginn grein um "hugmyndafræði" búshverja, þ.e. the "loyal bushies":

But there are few if any ideologues in this administration. What would their ideology be? Certainly not any previously known variant of conservatism. “Compassionate conversatism”?! Right...

The famous email about which U.S. attorneys should be fired said they would keep the “loyal Bushies,” not “the conservatives.” I don’t think “loyal Bushies” are loyal to compassionate conservatism or country-club Republicanism; they’re personally loyal to George W. Bush, for some reason that passeth my understanding.

Consider a similar term: “Reaganite.” ... When someone says he’s a Reaganite, he means that he adheres to the principles of lower taxes, less regulation, traditional values, and a strong national defense. When a Justice Department staffer asks if someone is a “loyal Bushie,” he means something entirely different.

Þó við getum haft ólíkar skoðanir á ágæti ríkisstjórnar Ronald Reagan er þó hægt að viðurkenna að Reagan hafði hugsjónir, og hugmyndir um hvernig ætti að stjórna Bandaríkjunum, og hverskonar þjóð Bandaríkjamenn væru og ættu að vera. Sú hugmyndafræði var kannski stundum frekar þunn, en hún var þó nógu sterk til þess að sameina Repúblíkanaflokkinn og leggja grunninn að 12 ára setu í Hvíta Húsinu og svo valdatöku flokksins í þinginu 1994. Bush og DeLay tókst hins vegar að tapa þingmeirihluta, og ef fram fer sem horfir, einnig Hvíta Húsinu. Boaz og aðrir sem líta til valdatíðar Reagan sem gullaldar Repúblíkanaflokksins sjá sem er: Bush er langt kominn með að drepa arfleið Reagan.

Ástæðan er sú að Bush og stuðningsmenn hans hafa akkúrat enga hugmyndafræði. Þeir eru ekki að vinna að einhverri hugsjón: Þeirra hugsjón eru völd. Og það eru akkúrat þannig menn sem hægrimenn og libertarians benda á þegar þeir vara við ofvexti ríkisins. Boaz lýkur pistli sínum með þessum orðum:

Ideology gets a bad name sometimes. But a commitment to a set of political principles is more deserving of respect than a regime of pure politics.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband