sun. 25.3.2007
Aldrei fleiri Bandaríkjamenn á móti stríðinu í Írak: 67%
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun ABC fréttastofunnar hafa óvinsældir íraksstríðsins hafa náð nýjum hæðum - stuðningur við stríðið og utanríkisstefnu forsetans hafa aldrei verið eins lítil. Á sama tíma hafa "vinsældir" forsetans aðeins aukist - (réttara væri að segja að óvinsældir hans hafi lítillega minnkað), því nú eru heil 36% aðspurðra ánægð með frammistöðu hans, samanborið við 33% fyrir mánuði! Eins og ABC bendir á, eru óvinsældir Bush meiri og langvinnari en þekkst hefur í meira en hálfa öld. Og hvað með "the surge"? Tveir þriðju þjóðarinnar eru á móti því snjalla útspili. En það er ekki bara að bandaríkjamenn séu súrir yfir stríðinu í Írak - meirihluti þjóðarinnar treystir forsetanum einfaldlega ekki, sérstaklega ekki þegar kemur að því að taka skynsamlegar eða réttar ákvarðanir um utanríkismál! Jei fyrir Bush!
Just 36 percent approve of his job performance overall, very near his career low of 33 percent last month. Bush hasn't seen majority approval in more than two years the longest run without majority support for any president since Harry Truman from 1950-53.
While rooted in Iraq, Bush's problems with credibility and confidence reach beyond it. Sixty-three percent of Americans don't trust the administration to convey intelligence reports on potential threats from other countries honestly and accurately. And 58 percent lack confidence, specifically, in its ability to handle current tensions with Iran. ...
The Democrats continue to lead Bush in other areas as well, including a 52-39 percent advantage in trust to handle terrorism ... The Democrats lead by wider margins in trust to handle the economy, despite its relatively good condition; the federal budget; and health care,
Bush hefur ósköp einfaldlega misst tiltrú mikils meirihluta bandarískra kjósenda: almenningur treystir honum engan veginn lengur. Og hvað finnst almenningi nú um að hafa gert innrás í Írak? Góð eða slæm hugmynd? Yfrignæfandi meirihluti fólks telur sér, eins og er, að innrásin var djöfulsins glapræði:
Sixty-four percent now say the war in Iraq was not worth fighting, up six points from last month to a new numerical high. (It was 63 percent in October.) A majority hasn't said the war was worth fighting since April 2004, and it's been even longer since a majority has approved of how Bush is handling it. Sixty-seven percent now disapprove; 55 percent disapprove strongly.
In a fundamental change, 56 percent now say U.S. forces should be withdrawn at some point even if civil order has not been restored in Iraq.
Saksóknarahneykslið þarf að skoða í þessu ljósi: Þjóðin hefur misst trú á getu forsetans til að reka helsta stefnumál repúblíkana seinustu sex árin, nefnilega stríðið gegn hryðjuverkum. Almenningur hefur líka séð, réttilega, að hann hefur klúðrað stríðinu í Írak. Þegar Gonzales verður tvísaga um saksóknarabrottreksturinn, og hvíta húsið kemur fram með hverja útskýringuna á fætur annarri á því hvað hafi ráðið brottrekstrinum er ekki skrítið að bandarískur almenningur sé efins, því forsetinn og ríkisstjórn hans hafa glatað trausti meirihluta þjóðarinnar. Og það er því ekki skrítið að fjölmiðlar, sem fyrir fáeinum árum þorðu ekki að spyrja óþægilegra spurninga um ímynduð gereyðingarvopn Saddam, þori nú að sauma að honum og Gonzales.
M
Meginflokkur: Bush | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:45 | Facebook
Athugasemdir
takk fyrir þjónustuna í þessu máli, frábært.
kv,
P
Pétur Gunnarsson, 25.3.2007 kl. 17:36
Takk!
kveðjur - Magnús
FreedomFries, 26.3.2007 kl. 04:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.