Dómgreindarskortur dómsmálaráðuneytisins: Hélt að saksksóknarahreinsunin myndi ekki komast í fréttirnar!

Tasia ScolinosVanhæfni starfsmanna Hvíta Hússins virðist engin takmörk sett. Það hefur oft veri ðbent á að meðlimir Bush stjórnarinnar séu furðulega dómgreindarlausir, sérstaklega þegar kemur að því að leggja mat á pólítískt ástand í Bandaríkjunum, og það ætti því ekki að koma neinum á óvart að þeir hafi komið sér út í þennan senasta skandal. Vandamálið virðist nefnilega vera að Hvíta Húsið, og þó sérstaklega Dómsmálaráðuneytið hafi ekki gert sér neina grein fyrir því að almenningi myndi ekki standa á sama þó alríkissaksóknarar væru reknir án nokkurrar skýringar.

í gær voru gerð opinber fleiri skjöl varðandi aðdraganda saksóknarahreinsunarinnar, og fjölmiðlar eru enn að grafa í gegn um þessi skjöl öll. Það hefur þó þegar komið í ljós að Gonzales laug þegar hann sagði fjölmiðlum að hann hefði ekkert haft með brottreksturinn að gera (sjá færslu mína fyrr í gærkvöld). Raw Story flytir svo í morgun fréttir af því að topp talsmaður dómsmálaráðuneytisins taldi að enginn myndi taka eftir brottrekstrinum! (það hefur enn sem komið er enginn af stóru fjölmiðlunum tekið eftir þessari frétt, en skjölin voru gerð opinber í gærkvöld, og það tekur tíma að fletta í gegn um þau öll...)

Nearly three weeks before seven US attorneys were asked to submit their resignations, the top spokesperson for the Department of Justice expressed little concern and told a senior White House official that the firings probably wouldn't even become a "national story." The email conversations were revealed in an additional batch of 283 pages of documents turned over by the Bush Administration late Friday.

Þetta kemur fram í samskiftum Tasiu Scolinos, sem er Director of Public Affairs hjá dómsmálaráðuneytinu, Catherine J Martin, sem er Deputy Assistant to the President and Deputy Communications Director for Policy and Planning - bréfaskiptin áttu sér stað 17 November 17, tveimur vikum fyrir brottrekstur saksóknaranna, en um það leyti voru starfsmenn Hvíta Hússins að skipuleggja hvernig staðið yrði að brottrekstrinum. Skjölin sýna að sumir starfsmenn dómsmálaráðunetyisins höfðu áhyggjur af "political fallout", en Scolinos blés á slíkar áhyggjur:

"It's only six US attorneys (there are 94) and I think most of them will resign quietly - they don't get anything out of making it public they were asked to leave in terms of future job prospects," Scolinos wrote Martin.

Scolinos continued, "I don't see it as being a national story - especially if it phases in over a few months. Any concerns on your end?"

Þa fyrsta sem maður rekur augun í er að Scolinos veit ekki hversu margir alríkissaksóknararnir eru. Alls eru 93, en ekki 94 alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum. En það sem er furðulegast er að hún skuli virkilega ekki átta sig á þvi að það kunni einhver að veita því athygli að forsetinn sé að reka saksóknara í stórum stíl, á miðju kjörtímabili - nokkuð sem ekkert fordæmi er fyrir. Á því eru aðeins tvær mögulegar skýringar: Scolinos heldur virkilega að bandarískur almenningur og fjölmiðlar séu annað hvort sofandi eða fullkomlega jaded og áhugalausir um alvöru fréttir, eða Scolinos þekkir ekki til fordæmisins, og skilur ekki hversu áberandi þessi hópbrottrekstur mun verða.

Það er þó fleira merkilegt í þessum tölvupóstskiptum hennar, því það kemur fram að Scolinos fann upp skýringu Hvíta Hússins, að það væri verið að reka saksóknarana vegna innflytjendamála:

"The one common link here is that three of them are along the southern border so you could make the connection that DOJ is unhappy with the immigration prosecution numbers in those districts," Scolinos wrote 

Það, að blaðafulltrúi dómsmálaráðuneytisins hafi fundið upp þessa skýringu bendir ekki til þess að hún sé mjög haldgóð!

En er við öðru að búast þegar stjórnmálamenn eru farnir að leyfa blaðafulltrúum að móta stefnu og sjá um dagsdaglegan rekstur landsins? Og sagði enginn Scolonos að það það væri kannski góð hugmynd að vera búinn að kynna sér mál áður en hún tjáði sig um þau, eða færi að gefa dómsmálaráherranum ráð?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband