lau. 24.3.2007
Gonzales tvísaga
Samkvæmt ABC sýna skjöl sem nú hafa verið gerð opinber að Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bush, hafi persónulega samþykkt að átta alríkissaksóknarar voru reknir í fyrra.
Attorney General Alberto Gonzales approved plans to fire several U.S. attorneys in a November meeting, according to documents released Friday that contradict earlier claims that he was not closely involved in the dismissals. The Nov. 27 meeting, in which the attorney general and at least five top Justice Department officials participated, focused on a five-step plan for carrying out the firings of the prosecutors, Justice Department officials said late Friday.
There, Gonzales signed off on the plan, which was crafted by his chief of staff, Kyle Sampson. Sampson resigned last week in the wake of the political firestorm surrounding the firings.
Meira að segja Fox hefur flutt þessa frétt, enda er þetta stórmál, því það sýnir að Gonzales hefur logið að Bandarísku þjóðinni varðandi aðkomu sína að þessu máli öllu. Þessi frétt stangast nefnilega á við fyrri framburð hans. Gonzales hefur staðfastlega haldið því fram að hann hafi ekkert haft með brottreksturinn að gera. Fyrir hálfum mánuði síðan sagði hann: (Sjá Time)
I was not involved in seeing any memos, was not involved in any discussions about what was going on ... That's basically what I knew as attorney general." Gonzales then said he had accepted the resignation of his close collaborator and chief of staff Kyle Sampson, citing Sampson's role in orchestrating the firings.
Samkvæmt þessari fyrri sögu Gonzales átti þetta mál allt að vera runnið undan rifjum Sampson, og Gonzales staðhæfði að hann hefði ekki verið viðriðinn málið á neinn hátt.
Það kemur svosem ekki á óvart að Gonzales hafi logið um þetta - en það vekur spurningar: Hvað er satt í frásögn Gonzales og Hvíta Hússins? En ónei - samkvæmt Gonzales er það einhvernveginn stórhættulegt að leyfa sér að spyrja spurninga! Gonzales mætti í útvarpsviðtal í morgun til að stappa stálinu í stuðningsmenn sína (það er hægt að hlusta á upptökuna hér):
Listen, we made a decision at the Department as to the appropriate way forward. There was nothing improper about the decision here Theres no evidence whatsoever, and its reckless and irresponsible to allege that these decisions were based in any way on improper motives.
Það er "reckless" og "irresponsible" að leyfa sér að efast um heiðarleika ráðherrans? Jæja...
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:09 | Facebook
Athugasemdir
Það er til bær sem heitir Salem, Massachusetts
grímnir (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 12:36
Og byggðarlag sem heitir Guantanamo, Kúba...
FreedomFries, 26.3.2007 kl. 05:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.