Bush og Gonzales hafa reynt að halda því fram að þeir hafi rekið alríkissaksóknara vegna "performance related issues", þ.e. þeir hafi einhvernveginn ekki verið að standa sig í starfi. Sú skýring þykir frekar vafasöm, ekki síst í ljósi þess að skjöl hafa sýnt að dómsmálaráðuneytið hafði flokkað saksóknara eftir því hversu hollir þeir voru forsetanum, og rak svo fjölda saksóknara sem höfðu verið að rannsaka spillingu meðal Repúblíkana.
En jafnvel þó við kysum að trúa öllum skýringum Gonzales er þó eitt sem hann getur ekki skýrt: Þrír af brottreknu saksóknurunum höfðu verið á lista yfir 10 afkastamestu og duglegustu saksóknara Bandaríkjanna! Skv USA Today:
Three of the eight federal prosecutors ousted by the Justice Department as poor performers ranked in the top 10 for prosecutions and convictions by the nation's 93 U.S. attorneys, an analysis of court records shows.
Court records covering the last five years show large volumes of immigration cases helped U.S. attorneys Paul Charlton of Phoenix, Carol Lam of San Diego and David Iglesias of New Mexico consistently place in the upper tier among their peers. The analysis includes each U.S. attorney's per capita record of prosecutions, convictions and prison sentences.
A fourth former prosecutor, Daniel Bogden of Nevada, ranked among the top third of all U.S. attorneys during four of the past five years, according to federal data maintained by the Transactional Records Access Clearinghouse at Syracuse University.
Þetta eru sömu saksóknararnir og Gonzales segist hafa rekið vegna þess að þeir voru ekki að standa sig í stykkinu, og höfðu ekki verið nógu duglegir við að lögsækja innflytjendaglæpi... Þó það væri ekkert annað gruggugt við þetta mál allt, er þetta eitt nóg til þess að vekja alvarlegar spurningar.
The statistics raise questions about the criteria the Justice Department used to argue that the fired U.S. attorneys were dismissed over inadequate performance. Although the numbers appear to support Justice contentions that some attorneys were falling short of the administration's priorities, the statistics show that others were meeting goals.
"What is clear to me is that performance was not on the table in any credible way," said former Arkansas prosecutor Bud Cummins. Deputy Attorney General Paul McNulty has said Cummins was removed to make room for a former aide to Rove. ... In Arkansas, where Cummins was dismissed, there were gains in virtually every major criminal offense category during the past five years.
Þegar demokratar hafa tengt þetta mál við Karl Rove eru þeir nefnilega ekki að kokka upp einhverjar samsæriskenningar - ekki nóg með að Rove hafi verið involveraður í skipulagningunni, og að hún hafi gengið út á pólítískar hreinsanir. Þetta virðist líka hafa verið klassískt dæmi um bitlingapot!
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú virðist viljandi misskilja hlutverk alríkissaksóknara og hvert þeir sækja stöðu sína. Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum eru "political appointees", venjulega er heili klabbinn rekinn þegar nýr forseti sest í stólinn eins og þú´lýsir annars staðar og hann setur sína menn í stöðurnar. Þessar stöður heyra undir forsetann og hann og Department of Justice geta ráðið eða rekið hvern sem þeir vilja. Mistökin eru að reyna að skýra brottreksturinn með frammistöðu án þess að skilgreina hvernig hún er útfærð. Betra hefði verið að segja hreint út að þessir saksóknarar hefðu tapað tiltrú forsetans. Immigration cases eru einföldustu mál sem koma til kasta alríkissaksóknara og útheimta mjög litla vinnu. Þar sem mestur meirihluti þeirra er í suðvesturhluta BNA er mjög auðvelt að líta vel út á blaði en gjarnan er líka þrýst á saksóknarann að halda hægt áfram þar sem local pólitík er ekki endilega gjörn á að framfylgja stefnu alríkisstjórnarinnar. Það er í raun sjálfsagt fyrir Karl Rowe og Harriett Myers að fylgjast með þessum málum sem ráðgjafar forsetans og líkurnar hverfandi litlar að Demokrötum takist að gera meira úr þessu en fjölmiðlamál. Er það ekki aðal tilgangurinn? Það er svo allt annað mál hvort þetta sé besta leiðin til að reka DOJ og má endurskoða það. Hins vegar munum við ekki sjá demókrata gera það því þeir vilja sama sveigjanleika þegar og ef þeir komast í forsetastólinn. Síðustu kannanir sýna Hillary og Osama bæði undir Rudy. Undarlegur veikleiki ef allir Bandaríkjamenn eru að falla undir Demókrata eins og þú heldur fram. Ótrúlega margir þeirra sem ég þekki eru óánægðir með republikana en treysta samt ekki demókrötum vegna þeirra eigin "pandering to special interests". Hins vegar er víðsýni ekki orð sem ég myndi nota varðandi þín skrif eða skoðanir. Alveg eins og Ann Coulter þá virðist þú "a cheap political hack", bara af hinum vængnum.
Anton (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 17:16
Þú virðist viljandi misskilja hlutverk alríkissaksóknara og hvert þeir sækja stöðu sína. Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum eru "political appointees", venjulega er heili klabbinn rekinn þegar nýr forseti sest í stólinn eins og þú´lýsir annars staðar og hann setur sína menn í stöðurnar. Þessar stöður heyra undir forsetann og hann og Department of Justice geta ráðið eða rekið hvern sem þeir vilja. Mistökin eru að reyna að skýra brottreksturinn með frammistöðu án þess að skilgreina hvernig hún er útfærð. Betra hefði verið að segja hreint út að þessir saksóknarar hefðu tapað tiltrú forsetans. Immigration cases eru einföldustu mál sem koma til kasta alríkissaksóknara og útheimta mjög litla vinnu. Þar sem mestur meirihluti þeirra er í suðvesturhluta BNA er mjög auðvelt að líta vel út á blaði en gjarnan er líka þrýst á saksóknarann að halda hægt áfram þar sem local pólitík er ekki endilega gjörn á að framfylgja stefnu alríkisstjórnarinnar. Það er í raun sjálfsagt fyrir Karl Rowe og Harriett Myers að fylgjast með þessum málum sem ráðgjafar forsetans og líkurnar hverfandi litlar að Demokrötum takist að gera meira úr þessu en fjölmiðlamál. Er það ekki aðal tilgangurinn? Það er svo allt annað mál hvort þetta sé besta leiðin til að reka DOJ og má endurskoða það. Hins vegar munum við ekki sjá demókrata gera það því þeir vilja sama sveigjanleika þegar og ef þeir komast í forsetastólinn. Síðustu kannanir sýna Hillary og Osama bæði undir Rudy. Undarlegur veikleiki ef allir Bandaríkjamenn eru að falla undir Demókrata eins og þú heldur fram. Ótrúlega margir þeirra sem ég þekki eru óánægðir með republikana en treysta samt ekki demókrötum vegna þeirra eigin "pandering to special interests". Hins vegar er víðsýni ekki orð sem ég myndi nota varðandi þín skrif eða skoðanir. Alveg eins og Ann Coulter þá virðist þú "a cheap political hack", bara af hinum vængnum.
Anton (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 17:17
Það er þá ekki bara ég sem "misskil" hlutverk alríkissaksóknara, heldur misskilja fyrrverandi alríkissaksóknarar sem hafa tjáð sig um þetta mál hlutverk sitt... Þeir eru nefnilega ekki "political", þó þeir séu skipaðir af forsetanum.
Varðandi "sveigjanleika" er Bush eini forseti Bandaríkjanna sem hefur talið sig þurfa þennan sveigjanleika. Varðandi "útskýringar" - ef þú hefur fylgst með fréttum í Bandaríkjunum ættirðu að vita að gagnrýnin felst engan veginn í "útskýringum" á brottrekstrinum, heldur í því að saksóknararnir hafi verið reknir á miðju kjörtímabili - og að Gonzales hafi svo reynt að réttlæta það með frammistöðu, þegar skjöl, sem gerð hafa verið opinber, benda til þess að eitthvað annað hafi ráðið ferðinni.
Varðandi þetta "a cheap political hack" komment þitt, þá er augljóst að þú skilur ekki merkingu hugtaksins. Samkvæmt skilgreiningu er "a political hack" maður sem tilheyrir stjórnmálaklíku, og notar hugmyndafræði til þess að breiða yfir einkahagsmuni. Þú getur flett því upp ef þú vilt. Ég get þess utan ekki verið "a political hack" þar sem ég er ekki á mála hjá neinum stjórnmálaflokki, ég hef ekki kosningarétt í bandaríkjunum og ég geri ekki ráð fyrir því að lesendur mínir hafi það heldur, enda skrifa ég á islensku. Ég hef engan hag af því að sjá einn frekar en annan stjórnmálaflokk komast til valda. Ég hef hins vegar brennandi áhuga á stjórnarskrárvörðum réttindum bandaríkjamanna, þrískiptingu ríkisvaldsins, sjálfstæði dómsvaldsins og því að Bandaríkin séu áfram réttarríki. Ég ber hins vegar djúpa fyrirlitningu fyrir stjórnmálamönnum eins og Alberto Gonzales sem tala fyrir pyntingum, njósnum á óbreyttum borgurum og halda því fram að stjórnarskráin tryggi ekki "habeas corpus".
Og það var ekki ég sem "hélt því fram" að bandaríkjamenn væru hallari undir demokrata - ég var að vitna í könnun Pew. Fólk getur haft eina hugmyndafræði en kosið annan stjórnmálaflokk.
Með bestu kveðju! Magnús
FreedomFries, 23.3.2007 kl. 17:48
Stundum þegar ég les pistlana þína þá glemi ég formerkjunum viljandi eða óviljandi og sé aðeins málefnagrunninn og vafstrið óháð því hvaða land eða fólkmer verið að tala um. Það rennur einatt í gegnum huga mér að ég sé að lesa af stjórnarfari frumstæðs einræðisríkis í afríku asíu eða suður ameríku.
Ég sé þig fyrir mér rita pitstlana þína í bedúínatjaldi frá ríki, sem er að hrynja innanfrá.
Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2007 kl. 19:54
Magnús
Það að þú sért political appointee þýðir ekki að þú sért endilega political eða jafnvel úr sama flokki og sá sem skipar þig. Flestir forsetar í USA hafa einn eða fleiri ráðherra (secretary) úr öðrum flokkum eða independent. Venjulega er vel valið í byrjun. Það sama gildir um alríkisríkissaksóknara, þeir eru political appointees, en ekki political. Hins vegar er nokkuð klárar væntingar til þess að þú fylgir áherslum alríkisstjórnarinnar eða að þú getur misst stöðuna. Ég er ekki viss um hvort það er gott eða slæmt að hafa þennan veg á þessu en svona gera kanarnir þetta. Alríkisdómarar eru skipaðir á svipaðan hátt en þurfa að fara í gegnum annan process til samþykktar og er ekki hægt að reka (independence of the judiciary). Þannig að, skömmin hér er meira að ef ástæðan fyrir brottrekstri var polítísk þá átti að að koma fram í byrjun en ekki nota frammistöðu sem afsökun án þess að skýrt lægi fyrir hvaða útfærsla var á því mati. Þess vegna liggja gaurarnir í því. Sumir saksóknaranna fóru fram á það að frammistaða væri ekki notuð sem skýring fyrir brottrekstri og sennilega hefði það verið mun hreinna. Mér er minna í nöp við að þeir voru reknir en við hvernig það var útfært sem var hreint út rangt. Hvað varðar fréttir í BNA þá eru þær að engu leyti einsleitar. Þegar ég kvartaði undan skorti á víðsýni þá á ég við að skrif þín eru einsleit. Þú getur alltaf skrifað undir því merki að allt sem þú setur á blað sé eitthvað sem þú bara vitnar til. Þú ert þá bara hlutlaus miðill. Það eru þó meðfylgjandi útskýringar (comment) sem lýsa þín viðhorfi (hvað þá um myndavalið, guilt by association). Þegar litið er á skrif um Ann Coulter (sammála) eða hægri menn í heild þá segir þú að einungis hægri menn noti skítaorð um andstæðinga sína (hvað þýðir þá að innan republicana sé "sæmilega" vitrænt fólk, eru þá democratar ubermensch?). Þá hefur þú nú ekki lesið vel sumar af bloggsíðunum sem þú hefur tengla við eða hlustað á Air America. Hvað varðar Nixon og stjórnsýsluhefðir, þá sagði hæstiréttur að það væri ekki hægt að neita að mæta fyrir þingnefndir en the context var að um glæp var að ræða, lét vera að segja nokkuð um political decision making. Hingað til hafa forsetar alltaf samið um framburð ráðgjafa sinna fyrir þingnefndum, hvorki þingið né forsetinn hafa viljað láta reyna á þetta varðandi politíska ráðgjöf þar sem ekki er hægt að ætlast til þess að fólk sem er að ráðleggja forsetanum en setur ekki endanlega eða framfylgir stefnunni sé allan tímann að hugsa um hvað það þarf að bera vitni fyrir síðar meir (WSJ og NYT). Það er búið að njörva þetta þjóðfélag nógu illilega í gegnum "prosecution concern". Sem þýðir auðvitað ekki að ekki skuli fylgja lögunum. Við erum nokkuð sammála um ranga stefnu BNA varðandi "procedure of the law" á síðustu árum og er sennilega versta legacy sem núverandi stjórn skilur eftir sig, í mínum huga verri en Íraksstríðið og óþörf. Að auki hefur hann aukið government intrusiveness í einkamál gífurlega. Það góða við BNA er að svona hafvilla leiðréttist í gegnum nokkrar kosningar.
Varðandi political hack comment, þá var það kannski overreach á mínum enda. Tell me what the definition of "is" is? Per Dictionary.com: a professional who renounces or surrenders individual independence, integrity, belief, etc., in return for money or other reward in the performance of a task normally thought of as involving a strong personal commitment: a political hack. Mér fannst þetta bera meiri keim af "the great left wing conspiracy" og þá er skýringin "someone who works as a literary drudge". Mér leiðast einfaldlega einhliða skrif sem eru framfærð eins og hlutlaus og bara verið að vísa í hinar eða þessar heimildir til að staðfesta það sem undir niðri eru ákveðnar persónulegar skoðanir, aðrar skoðanir eru hæddar. Það er ekkert rangt við það, komdu bara til dyranna eins og þú ert klæddur. Allavegana þá er einhver að bregðast við skrifunum þínum, það hefur verið lítið um það nema privat conversation hjá þér og Róbert. Bíddu nú við, er Maher ekki Coulter clone?? Og síðan hvenær er hann Libertarian. Ég og þú höfum þá ansi ólíkar skoðanir á þeirri stefnu.
Anton (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 21:02
Magnús
Ert þú sammála að stjórnarfar í BNA sé eins og í frumstæðu einræðisríki? Ekki skilst mér það á skrifum þínum heldur að þú skoðar og gagnrýnir framkvæmd stjórnarfars frá ákveðnum sjónarhóli. Mér finnst alltaf skondið að heyra Íslendinga hneykslast á stjórnarfari annarra ríkja og sérstaklega er vinsælt að taka á könunum (sem allir eru meira eða minna vitlausir, rétt). Amk fá hlutirnir að koma fram og er tekið á þeim harkalega í fjölmiðlum sem hafa gífurlega breidd í skoðunum. Mér sýnist nú ekki allt svo glæsilegt í okkar eigin pólítík eða hjá okkar viðskiptaveldum og auðjöfrum, hvað þá í okkar réttarríki. Að vísu sagði Róbert einhvers staðar að BNA væri ekki lýðræðisríki, kannski var bara virkilega kalt þann daginn og hann gleymdi að stinga the block heater í samband fyrir toppstykkið. Sennilega það síðasta frá mér, hef ekki tíma fyrir meira, fótboltinn kallar.
Kveðjur,
Anton
Anton (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 21:40
Við getum rætt þetta mál síðar - ég læt mér nægja að endurtaka að lestur á fréttum af þessu máli vekja grunsemdir um að það sé vægast sagt vafasamt að brottreksturinn sé eðlilegur, og söguleg séu engin fordæmi fyrir því að standa fyrir svona hreinsunum, né fyrir því að neita að leyfa starfsmönnum Hvíta Hússins að mæta fyrir þingnefnd - t.d. stöðvaði Clinton aldrei slíkar yfirheyrslur.
Ég hef áður svarað þessu um að vinstrivængurinn sé "eins" og hægrivængurinn þegar kemur að andstyggilegum og hateful kommentum. Eftir að hafa búið hér í sjö ár, og hlustað á AM talk radio, horft á kapalfréttir og lesið blöðin get ég sagt að það er hreinlega ekki rétt. Það er t.d. enginn þáttur á Air America sem kemst með tærnar þar sem Michael Savage, sem er syndicated, t.d. á The Patriot AM 1280, hefur hælana.
Það er líka akkúrat ekkert líkt með Coulter og Maher, því Coulter er andstyggileg og ílla gefin, og "grín" hennar gengur yfirleitt út á persónulegt skítkast, en ekki háð eða íroníu... Það er ekki hægt að segja að Maher sé "Coulter clone" nema vita ekki hvað maður sé að tala um. Maher er libertarian að eigin sögn, og þú þarft að taka það mál upp við hann. Að vísu hafa bandarískir hægrimenn oft neitað því að Maher sé libertarian - en það hafa líka margir libertarians neitað því að bandarískir hægrimenn geti talist mjög libertarian. Mín reynsla af því að hafa starfað með Libertarians, en ég var varaformaður College Libertarians í UofM, er sú að þetta sé ansi fjölbreytilegur hópur fólks. Þeir eiga þó allir sameiginlegt að hafa frekar neikvæðar skoðanir um Bush... skiljanlega.
Jú, og varðandi það að ég komi ekki til "dyranna eins og ég er klæddur" held ég að það fari nú varla framhjá neinum að ég hef skoðanir á hlutum - og umfjöllun mín um fréttirnar og bandarísk stjórnmál eru augljóslega ekki einhverskonar prívat "hlutlaus fréttastofa". Allar færslur mínar eru tengdar heimildum, þannig að menn geta gengið úr skugga um að ég sé ekki að búa til þær fréttir sem ég vísa til. Andúð mín á Bush og stjórn hans byggist þess utan á fyrirlitningu minni á vanhæfum skúrkum og mönnum sem bera ekki virðingu fyrir frelsi eða lýðræði. Maður þarf að vera ansi blindur til að halda því fram að Bush hafi staðið sig vel í starfi eða hafi staðið vörð um stjórnarskrána, frelsi eða lýðræði.
Mbk! Magnús
FreedomFries, 23.3.2007 kl. 22:02
Nei - ég er ekki sammála því að Bandaríkin séu ekki lýðræðisríki, og ég er sammála þér að það er þreytandi að hlusta á Evrópubúa þusa um að Bandaríkin séu svona eða hinsegin, og að "Bandaríkjamenn" séu fasistar etc. Það er alveg jafn þreytandi og að hlusta á suma vinstrisinnaða Bandaríkjamenn væla yfir því að það sé allt svo hræðilegt í Bandaríkjunum og að í Evrópu sé nú allt svo yndislegt og frábært og allir svo góðir... Ég tel að ég tilheyri hvorugum þessara flokka. Eins og Bandaríkjamenn segja: "I love America", ég lít svo á að ég sé sannur "patriot" og geymi eintak af stjórnarskránni í útgáfu Cato á skrifborðinu. Og það er vegna þess hversu vel ég kann að meta þetta land, menningu þess og hefðir að mér sárnar að horfa upp á núverandi valdhafa draga lýðræðið og þær hugmyndir sem landið er stofnað á niður í svaðið.
Ég er sammála Jóni Steinar - það mætti stundum halda að ég skrifaði pistlana úr einhverju þriðja-heims bananalýðveldi. En það er ekki mér að kenna að Bush og félagar skuli reka pólítík sem eigi heima í Uganda en ekki the US of A.
Ég þarf að rjúka að kaupa í kvöldmatinn - það er sólskínsblíða og sumarveður í Minnesota, og ég ætla að grilla. Ég er ekki búinn að ákveða hvort það verður kjúklingur eða steik... eða fylltir ostborgarar úr Whole Foods. Þetta er nefnilega einn af þeim dögum sem ég bölva því að þurfa að flytja aftur til Íslands!
Mbk. Magnús
FreedomFries, 23.3.2007 kl. 22:17
Bon appetite Magnús! Frábært grillveður...ekki gleyma BBQ sósunni!
Bara loksins komið vor og þýða...kannski það sé óhætt að taka block-heaterinn úr sambandi! Góður þessi hjá þér Anton.
Vissulega eru Bandaríkin lýðræðisríki...það mun vonandi sýna sig í nóvember á næsta ári þegar Obama verður kjörinn forseti, rétt eins og það sýndi sig þegar Nancy Pelosi og vinir hennar unnu bæði Öldungardeildina og Fulltrúaþingið síðastliðið haust.
Hins vegar er það spurning hvort það geti talist eðlilegt í lýðræðisríki, að kjörsókn í flestum kosningum sé um og undir 50% og þarafleiðandi hafi leiðtogi þjóðarinnar kannski stuðning innan við fjórðungs þjóðarinnar. Ennfremur má spyrja sig hvort það geti talist eðlilegt að "the electoral college" kjósi forsetann en ekki kjósendur...sem varð þess auðvitað valdandi á sínum tíma að Al Gore "tapaði" kosningunum á sínum tíma þrátt fyrir að hafa haft um hálfri milljón fleiri atkvæði en W. Það má svo í framhaldi af því spyrja sig hvort það hafi verið eðlilegt að Hæstirétturinn, sem var að mestu skipaður dómurum úr einkavinahópi Bush eldri og Reagans, úrskurðaði að W. litili væri orðinn forseti. Það má svo líka spyrja sig hvort það sé lýðræðislegt að þingið hafi nánast engin völd sökum neitunarvalds forsetans sem hann getur beitt í hvaða máli sem er.
Það má loksins spyrja sig hvort "The Patriot Act" og síendurtekin brot á mannréttindum séu samboðin lýðræðisríki.
Líkt og Magnús þá þykir mér afar vænt um Bandaríkin og óska þess því heitt og innilega að þau standist ógnina við frelsið, lýðræðið og sjórnarskrárvarin réttindi.
Við getum að lokum verið sammála um það Anton að það er afskaplega leiðinlegt að hlusta á þetta ameríku-hatur í mörgum íslendingum sem aldrei hafa komið hingað og hafa ekki hugmynd um land og þjóð. Vissulega eru margir kanar vitlausir, en þeir eru ekki einir um það.
Róbert Björnsson, 24.3.2007 kl. 00:27
Ég “held” að þitt vandamál sé að þú fylgist of mikið með það sem margir Bandaríkjamenn kalla “Drive by Media”. Miðlar eins og CNN, USA Today, LA Times (þar sem menn kalla Obama “The Magic Negro” og Al Sharpton kættist), NY Times, thepolitical o.fl. Ég vil því mæla með að þú hlustir á þætti eins og “The Rush Limbaugh Show” (rushlimbaugh.com). Kostar að vísu, en hverrar krónu virði.
un, 24.3.2007 kl. 00:37
Það er enginn sem talar um "the drive by media" annar en Rush Limbaugh... Og ef það er þaðan sem þú hefur fréttirnar eða innsýn í Bandarískt samfélag get ég ekki annað en sagt: úff...
Takk fyrir Róbert! Þetta var helvíti góður hamborgari! Kom mér líka í þetta frábæra sumarskap.
Mbk! Magnús
FreedomFries, 24.3.2007 kl. 01:35
Þú getur sagt úff, en Limbaugh hefur staðið vörð um fresið lengur en við höfum haft vit á stjórnmálum. Ég hlustaði fyrst á hann í Þýskalandi árið 1994 en kynntist honum fyrst núna í ár þegar ég keypti áskrift af honum.
un, 24.3.2007 kl. 01:53
Ég hef alltaf talið þig hægri mann án þess að hafa nokkuð fyrir mér í því. En þá vil ég hvetja þig til að heimsækja síðuna mína (sem nú er komin með eitthvað efni) og segja mér hvort þú ert í þessum morðingja hóp?
un, 24.3.2007 kl. 02:08
Held að rétta orðið sé "úff-dah"...uppá Minnesota-skandinavísku.
Yndæl mynd af Rove með þessari færslu...það má sannarlega láta sig dreyma um smá justice!
Róbert Björnsson, 24.3.2007 kl. 04:06
Jú Róbert, ég hefði getað sagt uff da. Ég hef samt aldrei alveg áttað mig á því hvernig á að nota það orðasamband, því það virðist líka geta þýtt "úps" eða álíka. Stundum hefur mér líka fundist það hafa ákveðinn vandlætingartón, en ég er ekki viss. Notar fólk þarna norðurfrá þetta hugtak ennþá?
Sumarkveðjur héðan úr borgunum!
Magnús
FreedomFries, 26.3.2007 kl. 05:54
Yah, you betcha! Uffdah heyrir maður annað slagið hérna up nord...hehe þessum heilu 60 mílum up nord meira að segja ... aðallega eldra fólk af skandinavískum uppruna. Flestir nota það t.d. þegar fólk stendur upp frá matarborðinu alveg sprengsatt...en það má líka nota það sem polite substitute fyrir blótsyrði. Margir tala alveg eins og í myndunum Fargo og Grumpy Old Men... eitt af því sem ég hef tekið eftir er hvernig þeir bera fram orðin roof, root, room og broom...oo-in eru ekki borin fram sem ú eins og hjá flestum öðrum heldur hljómar þetta eins og "rhöff", "rhött", "rhomm" og "brhomm"
Ég hlýt að vera farinn að pikka upp þennan talsmáta því ég var spurður að því í New York í fyrra hvort ég væri frá Minnesota. Ég var sem betur fer ekki nógu lengi suður í Oklahoma til að ná mér í Okie-talk sem er svona blanda af Texas slur og Southern drawl
Róbert Björnsson, 27.3.2007 kl. 05:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.