Í morgun klukkan korter yfir sjö (hver hringir í fólk klukkan korter yfir sjö um morgun? Enginn sem hefur neinar góðar fréttir, í það minnsta...) hringdi Bush í Alberto Gonzales til að segja Gonzales þær frábæru fréttir að hann nyti enn stuðnings Hvíta Hússins. Þetta hefur stjórnmálaskýrendum þótt mjög grunsamlegt, því það ku víst þykja vísbending um að stjórnmálaferill manna sé búinn þegar Bush fer að hringja í þá til að lýsa yfir "stuðningi".
En semsagt, um leið og við vitum hvað það er sem Bush ætlar að segja ætla ég að uppfæra þessa færslu! Sem verður tilraun mín til "Liveblogging"
- Gonzales mun bera vitni, segir Bush, "No indication that anybody did anything improper"... Gonzales verður áfram dómsmálaráðherra...
- Svo segir hann að tilboð Fielding, að starfsmenn hvíta hússins mæti í lokuð viðtöl - en ekki undir eið, sé það besta sem Hvíta Húsið vill bjóða upp á... Engin "show trials"
- "Read all the emails..." En demokratarnir hafa bara áhuga á "partisanship"
- "our proposal is a good one" - þetta er maðurinn búinn að segja núna sennilega fjórum sinnum, svo nú vitum við það: þetta var "gott" tilboð.
- Svo segist hann munu berjast gegn öllum tilraunum til að fá þá til að bera vitni undir eið! Af hverju? Vegna þess að þeir hafa eitthvað að fela? Nei: það myndi vera partisanship..., því sannleikurinn hefur liberal bias? What?
- Blaðamenn spyrja hvað með að það sé grunsamlegt að saksóknarar sem voru að rannsaka spillingu repúblíkana hafi veri reknir... Bush segist styðja Gonzales, og hananú!
- Og svo endar hann enn einu sinni á þessu "good proposal" og gengur út! innan við tíu mínútur...
Og það var allt og sumt. Ekkert merkilegt, annað en að fosetinn ætli ekki að gefast upp, og að þetta sé allt demokrötunum að kenna... því hann hafi núna sett fram svo ótrúlega gott proposal! Ég skal svo blogga eitthvað af viti um þetta í kvöld. Kannski segir Bill Maher eitthvað áhugavert - hann verður í viðtali á CNN klukkan sjö...
Update - orðrétt, varðandi "partisanship" demokrata sem vilja fá skýr svör um hvað réði ferðinni í ákvörðunum dómsmálaráðuneytisins:
We will not go along with a partisan fishing expedition aimed at honorable public servants. The initial response by Democrats unfortunately shows some appear more interested in scoring political points than in learning the facts. It will be regrettable if they choose to head down the partisan road of issuing subpoenas and demanding show trials. And I have agreed to make key White House officials and documents available. I proposed a reasonable way to avoid an impasse, and I hope they dont choose confrontation. I will oppose any attempts to subpoena White House officials
Nei, því það myndu repúblíkanar aldrei gera, "show trials" og krefjast þess að menn beri vitni undir eið... Ekki nema það sé grunur um framhjáhald. Þetta er augljóslega ekki eins mikilvægt mál!
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Athugasemdir
Þessi blaðamannafundur var furðulegur...eins og vanalega í Hvíta Húsinu. Hlakka til að heyra hvað Maher hefur að segja...eftir 2 mínútur.
Róbert Björnsson, 20.3.2007 kl. 23:58
Hmmm...7 pm Central? Nancy Grace? Paula Zahn?
Róbert Björnsson, 21.3.2007 kl. 00:04
Hann átti að vera klukkan 7, eastern time hjá Wolf Blitzer, ef ég man rétt... ég sá auglýsingu um þetta meðan ég var að bíða eftir að blaðamannafundur Bush byrjaði, en svo missti ég af Maher. sem er skítt, því mér finnst hann hafa tekið mun betur á þessu máli en bæði Colbert og Stewart - enda þetta "imperial presidency" Bush-Cheney auðvitað eitur í beinum allra sannra libertarians... Náðir þú Maher og getur maður horft á gamlar klippur af CNN á netinu? Við getum líka beðið fram á föstudagskvöld til að horfa á hann á HBO.
bestu kveðjur! Magnús
FreedomFries, 21.3.2007 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.