Öll olían í Alaska...

oil_reserves_by_owner_incl_compnaies_and_countries.jpg

Það er eitt sem ég hef átt erfitt með að fatta, en þetta með alla olíuna í Alaska. Republikanar hafa gert það að einu af helstu baráttumálum sínum að fá að bora eftir olíu í Alaska - og Demokratar verið alfarið á móti. Vandamálið er bara að það er ekki það mikil olía þar norðurfrá (skv rannsóknum olíufyrirtækjanna sjálfra) til þess að hafa nein áhrif á heimsmarkaðsframboð eða verð. Republíkanarnir (og fjölmiðlar í kjölfarið) hafa hinsvegar haldið því fram að það væri mun meira af olíu þar en sannanlegt þykir. (Media matters var með póst útaf þessu núna í morgun.)

Ástæða þess að þetta mál er núna aftur á dagskrá er að republikönum hefur enn á ný tekist að koma í gegn um þingið lagafrumvarpi sem leyfir olíufyrirtækjunum að bora í þjóðgörðum í Alaska. Demokrötum og hófsömum republikönum hefur tekist að stöðva þetta frumvarp á undanförnum árum í öldungadeildinni.

Ég hélt alltaf að þetta væri klassísk pólitík: fyrst andstæðingarnir eru á móti einhverju, hlýt ég að vera því fylgjandi. Og svo hélt ég að þetta væri einhverskonar útsmogið útspil - gera úr þessu olíumáli einhvert ægilegt þjóðþrifamál, sem demokratrnir, afþví að þeim er stjórnað að hippum og grænmetisætum, væru á móti... Góðir og þjóðræknir bandaríkjamenn hlytu að kjósa á móti hippaflokknum sem hugsaði bara um beitilönd hreindýra. Þriðja skýringin var sú að þetta væri svona 'Framfaraflokkurinn' vs 'vondu borgarbúarnir' debatt... Annarsvegar væru republíkanar og 'heimamenn' (í alaska) sem vildu framkvæmdir og orkumannvirki og hinsvegar væru það umhverfissinnar í LA og NY, fólk sem ekki ynni 'alvöru' vinnu, sem væru einhverra hluta vegna á móti landsbyggðinni (semsagt dreifbýli Alaska.) Þessi seinasta skýring fanst mér vera góð, því að Bandaríkjamenn eru nógu vitlausir til að kaupa svona málflutning, og stjórnmál þar í landi á nógu einkennilegu plani til að hægt væri að halda úti málflutningi af þessu tagi, meðan skynsamar og þroskaðar þjóðir myndu ekki asnast útí svona pólitíska orðræðu...

En engar af þessum skýringum eru samt nógu góðar - af hverju er þetta Alaskamál svona mikið keppikefli fyrir olíufyrirtækin og stuðningsmenn þeirra? Af hverju er þetta eitt aðaláhugamál bæði republikana og Olíufyrirtækjanna? Það er kannski hægt að skýra áhuga republikana með pólitík - en það hlýtur eitthvað meira að hanga á spýtunni - og það er þetta:

Olíufyrirtækin ráða ekki yfir nema mjög litlum hluta olíuforða heimsins - þau hafa ekki óskoraðan aðgang að nema 6% af heildarolíuforða heims - afgangurinn er í eigu ríkisolíufyrirtækja, t.d. Rússlandi, Venesúela, Kuwait etc. (sjá mynd hér að ofan) Olíufyrirtækin hafa engin tök á því að leita að olíu í þessum löndum - þar sem lög segja að olían skuli að öllu eða mestu í eigu, eða undir stjórn ríkisins. Fyrir vikið eru það ríkisfyrirtæki sem stjórna olíuframboðinu, og olíufyrirtækin eru því mjög háð pólitískum hreyfingum, og 'sitting duck' ef ríkisstjórnir vantar að hækka skatta. Exxon (langstæarsta olíufyrirtæki bandaríkjanna) hefur ekki óskoraðan aðgang að nema 71 billjón tunnum af olíu, og ef þjóðgarðar alaska búa yfir 10 billjón tunnum þýðir það að Exxon getur aukið olíubirgðir sínar um 15%. Þó olían í Alaska sé lítið meira en dropi í olíusjóinn munar bandarísku olíufyrirtækin þó um hana...

 

M.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FreedomFries

Þakka vinsamleg orð! Það er ekki bara Flórida, heldur allur Mexikóflói, og svo líka undan ströndum Kaliforníu. Sennilega er áhuginn á borunum þar sama eðlis, eini munurinn er að það er ekki hægt að setja það mál upp í þessa 'hvort er mikilvægara hreindýr eða framfarir' spurningu - því ferðamannaiðnaðurinn á flórida er mikilvægara en hugsanlegur ávinningur af olíuleit, og án þess að ég viti neitt um það fyrir víst, ábyggilega stærra lobbý í Floridaþingi en Exxon.

Reyndar var núna í apríl verið að leyfa aukna borun í einhverju hafsvæði utarlega í flóanum, fyrir sunnan Louisiana eða þar um slóðir, á hafsvæði sem bandaríkjaher á. Það var eitthvað vesen útaf því reyndar líka, en einhverra hluta vegna komst það mál aldrei á neitt flug í fjölmiðlum.

M.

FreedomFries, 1.6.2006 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband