Helsta vörn repúblíkana og Fox "news" fyrir því að Bush hafi mátt reka saksóknara sem honum líkaði einhverra hluta ekki við hefur verið að forsetinn hafi fullan lagalegan rétt til þess að reka þá akkúrat eins og honum sýndist. Og máli sínu til sönnunar hafa þeir bent á að Clinton hafi rekið alla ríkissaksóknarana þegar hann tók við völdum.
Þetta er rétt: Clinton rak alla saksóknara þegar hann tók við Hvíta Húsinu, eftir 12 ára valdatíð Repúblíkana. En þar var Clinton að fylgja fordæmi. Forsetar skipta út ríkissaksóknurum þegar þeir taka við völdum. Bush gerði það sama þegar hann tók við völdum 2001. Það hefur heldur enginn demokrati haldið því fram að forsetinn megi ekki skipta út saksóknurum sem forveri hans skipaði - þetta eru því engan veginn sambærileg mál.
En það er annað merkilegt við þessa vörn Bushverja, því þegar Clinton rak saksóknarana 1993 fóru þeir allir í hnút - sömu menn sem halda því núna fram að forsetinn megi reka alla ríkissaksókanara sem honum mislíkar héldu því fram 1993 að hefðbundin skipti Clinton á saksóknurum væru einhverskonar skelfilega hreinsanir! Eðlileg stjórnsýsla er grunsamleg, ef ekki glæpir þegar demokratar eru við völd, en vafasamar embættisfærslur og hugsanlegir glæpir eru eðlileg stjórnsýsla þegar Repúblíkanar eru við völd? Svona lógík er hreint snilld - og hræsni þessara manna er hreint ótrúleg. Salon fjallar um þetta mál.
Republicans sought in 1993 to depict the routine and standard replacement of U.S. attorneys by the Clinton administration as some sort of grave scandal which threatened prosecutorial independence and was deeply corrupt. Yet now, people like The Wall St. Journal's Paul Gigot -- one of the most vocal critics of the 1993 U.S. attorneys replacement -- insist that the President has the absolute right to fire any U.S. attorneys at any time and for any reason.
Það er reyndar merkilegt að Bush sé svo ílla staddur að Hvíta Húsið og stuðningsmenn þess séu farnir að reyna að réttlæta hann með því að vísa í Bill Clinton.
M
Meginflokkur: Bush | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.