100 milljón innflytjendur til BNA?

Um daginn birti Heritage Foundation, hægrisinnuð hugveita (think tank), skýrslu þar sem þeir reiknuðu út að á næstu 20 árum myndu yfir 100 milljón innflytjendur streyma frá Suður Ameríku til Bandaríkjanna ef núverandi ólöglegir innflytjendur yrði leyft að verða löglegir íbúar landsins. Stuttu seinna birtust svo fréttir af því að meira en helmingur barna undir 5 ára aldri væru börn innflytjenda, og að innfæddir (les hvítir) bandaríkjamenn fjölguðu sér mun hægar en hinir innfluttu (þ.e. hispanískir innflytjendur).

Það er styst frá því að segja að þessar fréttir allar leiddu til mjög almennrar hysteríu á öldum langbylgjuútvarpsins, á Fox news, og urðu til þess að herða andstöðu íhaldssamra republikana gegn öðrum innflytjendalögum en þeim sem snúast um víggirðingar á landmærum Mexikó.

Ég hef ákveðið að vera sammála öllum ræðumönnum í þessari deilu. a) það þarf að hemja innflutning ólöglegra innflytjenda - það getur ekki verið gott eða hollt að hafa milljónir af óskráðu fólki innan landamæra nokkurs ríkis - þetta fólk keyrir bíla, eignast börn, vinnur og borgar jafnvel skatta, en kemur samt hvergi fram sem íbúar landsins? b) það þarf að gera fólki kleift að flytja til bandaríkjanna með löglegum hætti. og loks c) það þarf einhverveginn að leysa vanda þess fólks sem er þegar innan landamæranna...

Nú jæja, um þetta eru svosem allir sammála. Nema, að Heritage Foundation, og lýðskrumarar í röðum afturhaldsafla republikanaflokksins, telja sig hafa hag af því að æsa fólk upp í hysteríy yfir þessum málum.

Media Matters hefur gert óspart grín að Michael Savage og Fox news fyrir hysteríuna yfir því að suður amerískir innflytjendur eignist mörg börn - Savage sér fyrir sér Mexikóskt samsæri um að 'ná aftur' landsvæðum sem tekin voru af Mexiko á árdögum Bandaríkjanna, (reyndar O'Reilley líka!) og Gibson á Fox hvetur bandaríkjamenn til að eignast fleiri börn til að stemma stigu við offjölgun innflytjenda.

En þa sem er ánægjulegast að sjá er að Cato Institute, sem ekki er hægt að segja að sé á vinstrivæng stjórnmálanna eins og Media Matters (O'Reilley hefur margsinnis gefið Media Matters titilinn 'kool-aid liberals' - sem á að vera versta tegundin af crackpot leftwing kook, svo notað sé orðfæri O'Reilly), hefur gagnrýnt Heritage foundation harðlega.

Á Cato-at-liberty blogginu er ágæt grein eftir Daniel Griswold um skýrslu Heritage Foundation, og á Catosíðunni sjálfri er Griswold með lengri OpEd grein um furðulega útreikninga Heritage Foundation. Í sem stystu máli reiknar Heritage foundation með að á hverju ári muni yfir 5 milljón innflytjendur koma til Bandaríkjanna - núverandi árlegur fjöldi (löglegra OG ólöglegra) innflytjenda er 1.5 milljónir.

Republikanaflokkurinn virðist hafa, einhverra hluta vegna, ákveðið að gera innflytjendamálin að aðalbaráttumáli sínu fyrir kosningarnar í haust.  Innflytjendamálin geta æst upp 'the base', ef 'the base' er hvítt, insecure, millistéttafólk í úthverfum, sem er pínulítið hrætt við hörundsdökku garðyrkjumennina, ergilegt út í starfsfólkið í McDonalds drive-through glugganum sem talar með hreim, og pirrað á farandverkamönnunum sem það er að reyna að finna til að gera við þakið hjá sér í sumar. En innflytjendamálin eru ekki í uppáhaldi hjá 'corporate america' sem fjármagnar flokkinn, eða hjá helstu hugsuðum flokksins í libertarian hugveitunum. Bush hefur tekist, fram að þessu að viðhalda ákveðnu jafnvægi milli þessara meginstoða flokksins: 'the values crowd' eða 'the base': afturhaldssamra og trúaðra kjósenda - stórfyrirtækja - og frjálshyggjumanna. Ef þetta bandalag liðast í sundur er úti um 'the big tent' og það er úti um Republikanaflokkinn í sinni núverandi mynd. Bandalag stórfyrirtækjanna og afturhaldssamra kjósenda er ávísun á aðeins eitt: lögregluríki. En í millitíðinni tapa þeir einum kosningum, og við það ákveður flokkurinn vonandi að losa sig við ný-íhaldsmennina sem eru hin megin hugmyndafræðileg stoð flokksins, og ég held að það sé fyrst og fremst þeim að kenna hvernig komið er fyrir Bandaríkjunum.

M.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband