Hægrisinnuð slagsíða bandarískra frétta alls, alls ekki nógu mikil...

Máttarstolpar samsæris vinstrimanna eru valdamiklir menn... Michael Moore og Al Franken þar fremst í flokki... og til þess að stemma stigu við ægivaldi þessara manna þurfa repúblíkanar að hafa sig alla við?Í gær skrifaði ég stutta færslu um athugun Media Matters á fjölda hægrisinnaðra eða íhaldssamra gesta í hringborðsumræðum bandarísku fréttastöðvanna. Niðurstaðan kom svosem engum á óvart sem hefur horft á bandarískar fréttir: þó vinstrimenn og demokratar hefðu verið tíðir gestir hafði mun fleiri repúblíkönum, hægrimönnum og íhaldsmönnum verið boðið að tjá sig um málefni líðandi stundar.

En hvað finnst afturhaldssömum repúblíkönum um þessa niðurstöðu? Þeir geta varla kvartað yfir því að vinstrimenn fái of mikið rými í "the liberal media"? Nei, ekki beint, en þeir hafa hins vegar kvartað undan því að þeir fái ekki nógu mikla athygli, og að tölurnar taki ekkert tillit til þess hversu ægilega ílla sé farið með þá þegar þeir mæta í viðtöl!

Focus on the Family útbjó einhverskonar fréttatilkynningu sem hefur lýsir þessari sérkennilegu afstöðu:

The report found that during President Bush’s first term, the news shows favored GOP guests over Democrats 60 to 39 percent. Cliff Kincaid of Accuracy in Media said that’s a pyrrhic victory, considering the grilling conservatives often endure on the shows.

“When [Media Matters] analyzes so-called conservative bias,” he said, “it completely ignores the fact that the program is hosted by a liberal journalist.”

Gary Schneeberger, media liaison for Focus on the Family founder Dr. James Dobson, agreed.

Semsagt: Talsmenn Dobson og "Accuracy in Media", sem hefur fyrst og fremst einbeitt sér að því að "afhjúpa" samsæri vinstrisinnaðra fjölmiðlamanna til að sverta repúblíkana, telja að hægrislagsíða fjölmiðla sé nauðsynlegt til að vega upp alla vinstrislagsíðuna? Þetta er hreint snilldarlógík.

Það sem er samt merkilegast í viðbrögðum Focus on the Family er hverskonar umfjöllun eða fjölmiðlaaðgang þeir vilja fá. Talsmaður Dobson hafði þetta að segja:

“I get plenty of phone calls from journalists who want Dr. Dobson to appear on one these shows – but it’s never to give him an open mic to talk about how our ministry helps families stay together,” Schneeberger said. “They want him to talk about some contentious political issue – and there’s little doubt about the kinds of questions they want to ask or the disapproving tone with which they would ask them.”

Focus on the Family er ergilegt yfir því að fréttamenn skuli vilja vera að taka viðtöl við Dobson, og í ósvífni sinni spyrja hann spurninga! Þess í stað eiga þeir að gefa honum "an open mic"?! Í einfeldni minni hélt ég að hlutverk fréttamanna og fjölmiðla væri einmitt að spyrja spurninga, en ekki að gefa valdamiklum mönnum vettvang til að boða fagnaðarerindi pólítískra eða félagslegra skoðana sinna.

En í þessu felst auðvtiað vandamálið: Bandarískir íhaldsmenn trúa því í hjartans einlægni að það sé "liberal bias" að þeir séu spurðir spurninga og beðnir um að færa rök fyrir máli sínu. Því miður er þessi misskilningur ekki bundinn við Bandaríkin. Stjórnmálamenn sem heimta að fá að mæta einir í sjónvarpssal, og setja skilyrði fyrir því hvaða öðrum gestum sé boðið og sömuleiðis stjórnmálamenn sem neita að tala við suma fréttamenn er hægt að finna víðar. Þetta fólk allt heldur að hlutverk fjölmiðla sé að vera "an open mic" fyrir valdhafa að básúna snilld sína og visku.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

'Open mic' hefur verið þýtt á íslensku sem ,kranafréttamennska' og er það býsna góð og gagnsæ þýðing. Hún er reyndar kannski ein helsta ástæðan fyrir miklum áhuga stjórnmálamanna á áhrifum innan ljósvakamiðla.
Svonefnd drottningarviðtöl eru stundum annar angi þessa en þar skiptir þó öllu hver spyr. Illa undirbúinn spyrill er verri en enginn.  

Ár & síð, 16.3.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband