Liberman og vinstrisinnaðir demokratar

Ég hef verið að bíða eftir þessu: 'Strong Signs of Rift Among Democrats' LA Times flutti á laugardaginn frétt af því að vinstrisinnaðir demokratar væru að vinna að því að fella Joe Lieberman, öldungardeildarþingmannai frá Connecticut frá. MoveOn.org hefur verið að vinna að því að koma Ned Lamont, auðmanni sem hefur stuðning ýmissa vinstrisinnaðari hreyfinga innan flokksins - og sumra af demokratískum bloggurum, t.d. Daily Kos.

Fyrir kosningarnar 2000 þegar Leiberman var varaforsetaefni demokrataflokksins sögðu margir vinstrisinnaðir demokratar að hann væri of hægrisinnaður - sem sannaðist á því að margir republikanar hafa hrifist af honum. Dagblöðin í Bandaríkjunum kalla Lieberman 'centrist'. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að hann sé hálfgerður republikani, og að það hafi verið mistök að hafa hann í framboði 2000 - það hafi átt sinn þátt í að sannfæra marga um að það væri enginn munur á demokrötum og republikönum, sem svo varð til þess að vinstrimenn flykktust til að kjósa Nader. En ég er samt þeirrar skoðunar að það sé varasöm pólitík af MoveOn að hjóla í Lieberman. Lieberman er langsamlega mest áberandi hægri-demokratinn. Í hugum bandaríkjamanna er hann ímynd hægrisinnaðra demokrata, og hann er einn best þekkti demokratinn í öldungadeildinni. MoveOn segir að átökin um Lieberman og Lamont séu í raun átök um 'sál' demokrataflokksins.

Stjórnmálaskýrendur búast ekki við að Lamont sé á þessari stundu alvarleg ógnun við Lieberman - en þó Lamont tapi mun þett áhlaup verða til þess að styrkja stöðu MoveOn.org og Democracy for America, sem er undir stjórn Jim Dean, bróður Howard Dean. MoveOn getur sýnt demokrataflokknum að það þurfi að taka meira tillit til óska vinstrisinnaðra flokksmanna - og, ef MoveOn passar sig ekki, er hætta á að republikanar, sem hafa verið að bíða átekta eftir því að það sem þeir kalla 'kool-aid liberals' efni til uppþota innan demokrataflokksins, snúi þessum átökum sér í vil: elsta, og margtuggnasta áróðursrak íhaldsmanna hefur verið að 'vinstrimenn séu sundraðir'...

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband