Minneapolis lögreglan og Keith Ellison, meintur hryðjuverkamaður og þingmaður

City Pages lýsa Kroll þannig: Kroll wears a Minnesota Wild jersey, sports a neatly trimmed mustache, and has the kind of build that that wouldn't be out of place on an NHL rink. Semsagt: týpísk Minneapolis löggaKeith Ellison er aftur í fréttunum, núna vegna þess að einhver lögreglumaður, Bob Kroll, í Minneapolis (Ellison er þingmaður fyrir Mpls) kallaði hann hryðjuverkamann. Kroll er víst þekktur fyrir álíka rasískt bull, og það geta sennilega seint talist fréttir að bandarískir lögreglumenn hafi kynþáttafordóma. Þetta mál komst hins vegar í fréttirnar vegna þess að kollegar Kroll höfðu fengið sig full sadda á rasisma og hálfvitagangi Kroll, og þegar hann kallaði Ellison terrorista ákváðu þeir að kenna honum leksíu. Af þessu leiddi slagsmál sem voru ekki stöðvuð fyrr en lögfræðingur borgarinnar skarst í leikinn! Lögregluslagsmál eru alltaf fréttir, og lókal blöð hér í Minnesota hafa skemmt sér konunglega yfir þessari frétt:

It all started at a department ethics class, with about 20 other police officers, at the Minneapolis Northeast Armory. As Kroll tells it, he made a reference to the United States being at war with "Islamic terrorists." He then alluded to a certain congressman from north Minneapolis who happens to be Muslim.

That's when officer Gwen Gunter spoke up: "Are you calling Keith Ellison a terrorist?"

Their voices raised and soon the two were separated and silenced by the city attorney, who was conducting the class.

But that wasn't the end of it. Word of the incident spread quickly within the MPD and City Hall. By the end of the week, Kroll's spontaneous comment was front-page news.

Kroll virðist vera hinn yndislegasti maður, eða eins og City Pages orða það,  "Kroll owns a lengthy record of brutishness", en afrek hans eru meðal annars að berja og sparka í sakborninga, úthúða minnihlutahópum, og svo stjórnaði hann líka árás á hús þar sem hann þóttist hafa grun um að verið væri að selja eiturlyf. Árangurinn af þeirri árás var ekki annar en að einn af lögreglumönnunum var drepinn í "friendly fire"...

Það eru akkúrat svona menn sem okkur vantar til að heyja "the war on terror"! Vanhæfir, rasískir hálfvitar!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Hehe týpísk Mpls lögga!  White trash!  Ég lenti einu sinni í Mpls löggunni þegar ég var nýkominn hingað...var eitthvað að villast niðrí downtown og keyrði inná Nicolet Mall...sem er víst eingöngu fyrir leigubíla og emergency vehicles...en ég tók ekkert eftir skiltinu og elti bara bílinn sem var fyrir framan mig...sem var reyndar löggubíll!   Ég skildi ekki neitt í neinu þegar þeir allt í einu stoppuðu og kveiktu á sírenunum og þustu út og skipuðu mér út úr bílnum...þetta var eiginlega eins og atriði í Cops!   Þeir spurðu mig spjörunum úr um hvað mér stæði eiginlega til og virtust ekki alveg vera trúa því að ég hefði ekki vitað betur og heimtuðu að fá að leita í bílnum.  Þeir kvöddu mig svo loks með $80 sekt...damn pigs!  

Róbert Björnsson, 15.3.2007 kl. 18:52

2 Smámynd: FreedomFries

Ég og konan mín höfum nokkrum sinnum líka "lent" í Mpls löggunni - eða reyndar bara einu sinni, hitt voru Lauderdale, Roseville og svo St Paul löggur. Og the State patrol. Flest allt frekar ómerkileg minniháttar umferðarlagabrot. Og í öll skiptin fengum við að njóta "positive racial profiling" - í þau skipti sem Solla var stoppuð, ein í bílnum, virkaði "ég er ljóshærð sæt kona" vörnin mjög vel! Eftir að hafa velt íslenska ökuskirteininu hennar aðeins fyrir sér ákvað hann að það eina sem hann gæti gert væri að spyrja hana "how do you say "hi, how are you doing" in Icelandic?". Og svo keyrði hún leiðar sinnar! Ég efast um að hann hefði verið jafn skilningsríkur ef hún hefði verið frá Sómalíu og reynt að framvísa sómölsku ökuskirteini!

Mín reynsla er að þessir menn eru yfirleitt mjög viðmótsþýðir og skilningsríkir ef maður bara passar sig á að sýna þeim fullkomna kurteisi, ávarpar þá "sir" og er hvítur á litinn! Svo erum við líka stuðningsmenn State troopers, Firefighters og Policemen's associations, og erum með límmiða frá þeim á bílnum, bara til að tryggja að þeir viti að við erum vinir með löggunni ef þeir stöðva okkur ;)

M

FreedomFries, 16.3.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: un

Fordómar þýnir er óborganlegir.

un, 17.3.2007 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband