Lýgin um "liberal media bias" og að bandarískir fjölmiðlar séu "óvinveittir" Bush

The Liberal MediaEinn uppáhaldssöngur Repúblíkana er að Bush og flokkur þeirra njóti ekki sannmælis vegna þess að fjölmiðlar séu allir í höndum "vinstrimanna". Þetta heitir víst "The Liberal Mainstream Media", og samkvæmt þessu er Fox "eina" hægrisinnaði fréttamiðillinn. Það er vissulega rétt að við hliðina á Fox eru flestir bandarískir fjölmiðlar nánast eins og Þjóðviljinn, en það er líka allt og sumt.

Seinustu árin hafa kapalsjónvarpsstöðvarnar og viðtalsþættir sjónvarpsstöðvanna undantekningarlítið fengið fleiri repúblíkana og íhaldsmenn í viðtöl, og gestalisti umræðuþátta verið repúblíkönum í vil. Þegar demokratar kvörtuðu undan þessu, því þeim fannst þeir ekki fá tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að, var svarið að það væri eðlilegt að fjölmiðlar töluðu frekar við repúblíkana, því þeir væru jú við völd. Meirihluti þingmanna væri repúblíkanar, og því væri meirihluti viðmælenda repúblíkanar.

Þetta er kannski alveg sæmilega lógískt, en ef fréttastofur bandarískra sjónvarpsstöðva vinna eftir þessari reglu hefði mátt búast við því að það yrði talað við fleiri demokrata eftir að þeir unnu kosningarnar. En, "surprise, surprise"! ekkert breyttist! Samkvæmt úttekt Media Matters hafa viðtalsþættir sjónvarpsstöðvanna eftir sem áður dómíneraðir af íhaldsmönnum og repúblíkönum.

During the 109th Congress (2005 and 2006), Republicans and conservatives held the advantage on every show, in every category measured. All four shows interviewed more Republicans and conservatives than Democrats and progressives overall, interviewed more Republican elected and administration officials than Democratic officials, hosted more conservative journalists than progressive journalists, held more panels that tilted right than tilted left, and gave more solo interviews to Republicans and conservatives.

Now that Congress has switched hands, one would reasonably expect Democrats and progressives to be represented at least as often as Republicans and conservatives on the Sunday shows. Yet our findings for the months since the midterm elections show that the networks have barely changed their practices. Only one show - ABC’s This Week - has shown significant improvement, having as many Democrats and progressives as Republicans and conservatives on since the election. On the other three programs, Republicans and conservatives continue to get more airtime and exposure.

Nú má vel vera að það séu einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að repúblíkanar séu búnir að fá meiri umfjöllun en demokratar. Þeir töpuðu t.d. kosningunum, og fréttamenn gætu hafa viljað fá viðbrögð þeirra við því. Kannski mun þetta hlutfall réttast eitthvað. En þessar fréttir þarf að skoða í ljósi þess hvernig bandarískir fjölmiðlar brugðust fullkomlega í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Því miður hafa bandarískir fjölmiðlar ekki staðið sig sem skyldi undanfarin sex ár. Dagblöðin hafa sinnt eftirlitshlutverki sínu betur en ljósvakamiðlarnir - en lesendahópur dagblaðanna skreppur stöðugt saman.

M

Blog_Talk_Shows_Since_2006_Midterms


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband