Fréttir af manneklu Bandaríkjahers hafa verið að berast um nokkurt skeið. Fyrst fluttu fjölmiðlar fréttir af því að herinn hefði slakað á reglum um húðflúr, (það er samt ennþá bannað að vera með tattú í andlitinu) svo komu fréttir af því að hann væri farinn að taka við fólki með sakaskrá, og stöðugt berast fréttir af því að hermenn séu sendir í fleiri en eitt "tour of duty" til Íraks eða að hermönnum sé haldið í Írak lengur en þeim og fjölskyldum þeirra var sagt. Það er svo ílla komið fyrir hernum að 2/3 hlutar hersins eru "not combat ready"!
Nýjustu fréttir benda hins vegar til þess að herinn sé í verra ásigkomulagi en áður var vitað. Nú er nefnilega svo komið að herinn er farinn að senda slasaða og sjúka hermenn aftur á vígvöllinn!
As the military scrambles to pour more soldiers into Iraq, a unit of the Army's 3rd Infantry Division at Fort Benning, Ga., is deploying troops with serious injuries and other medical problems, including GIs who doctors have said are medically unfit for battle. Some are too injured to wear their body armor, according to medical records.
The 3,900-strong 3rd Brigade is now leaving for Iraq for a third time in a steady stream. In fact, some of the troops with medical conditions interviewed by Salon last week are already gone. Others are slated to fly out within a week, but are fighting against their chain of command, holding out hope that because of their ills they will ultimately not be forced to go. Jenkins, who is still in Georgia, thinks doctors are helping to send hurt soldiers like him to Iraq to make units going there appear to be at full strength. "This is about the numbers," he said flatly.
Support the troops! Það er kannski ódýrara að láta Írakana sprengja þessa vesalinga í loft upp en að borga fyrir þá spítalavist í Bandaríkjunum?
M
Meginflokkur: Írak | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hræðilegt!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2007 kl. 18:04
Usss... fyrst tattó og svo glæpamenn...hvaða hyski hleypa þeir inn næst? Kannski kynvillingum? Nei, fjandakornið.
Annars var ágæt umjöllun um þetta Fort Benning mál á NPR áðan...yfirlæknirinn tók sig til og skoðaði 75 sjúklinga á einum degi og skráði þá alla "fit for duty". Þvílíkt og annað eins...það var nú ekki á hersjúkrahúsa-skandalinn bætandi.
Róbert Björnsson, 12.3.2007 kl. 20:50
Já! Þetta er hræðilegt.
Ég held að Hippokratersareiður bandarískra herlækna hafi verið endurskrifaður, þeir sverja held ég engum nema Ares hollustu... Við eigum pottþétt eftir að heyra meira af þessu núna næstu daga - yfirlæknir hersins, Kevin Kiley var neyddur til að segja af sér í morgun, en Það eru ekki öll kurl komin til grafar.
Varðandi kynvillingana - ég er næstum viss um að þeir endurskoða "dont ask dont tell" á næstu misserum - meðal annars útaf þessari manneklu.
Bestu kveðjur, Magnús
FreedomFries, 12.3.2007 kl. 21:09
+Eg er "kynvillt"
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2007 kl. 22:26
Well, farið að minna á vorið í Berlín '45...
Sótraftar allir á sjó dregnir.
Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 13.3.2007 kl. 03:42
En ánægjulegt - (eða hitt þó heldur). Það hlakkar örugglega í mörgum út af þessu og mikil Þórðargleði þar.
En fáum við eitthvað betri heim eftir að USA hverfur alveg frá Írak?? Bandaríkin verða alltaf gagngrýnd fyrir það sem þau gera og fyrir það sem að þau gera ekki - svona er það bara.
Örn Jónasson (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 15:43
Það getur verið að það sé einhver Þórðargleði einhverstaðar yfir þessu máli, en ég get vitnað um að hana er ekki að finna meðal stríðsandstæðinga í Bandaríkjunum - og sérstaklega ekki meðal demokrata. Allir sem hafa tjáð sig um þetta eru sömu skoðunar: Þetta er skelfilegt og það er fyrir neðan allar hellur að koma svona fram við bandaríska hermenn. Það að utanríkispólítík Bush hafi komið þjóðinni í þessar ógöngur særir bæði þjóðarstoltið og eðlilega sómatilfinningu Bandaríkjamanna. Það hlakkar því ekki í neinum hér vestra. Það eru hins vegar margir sem segja "I told you so" - en það er ekki af einhverri íllgirni, heldur miklu frekar bræði, því það gátu allt sæmilega vitiborið fólk séð að þetta stríð myndi enda með ósköpum, enda var undirbúningurinn enginn.
Þó "Blame America First" liðið, sem sér alltaf allt rangt í öllu sem Bandaríkin gera muni alltaf finna eitthvað til að gera veður úr er þetta ekki eitt af þeim málum. Ástand hersins og meðferð á hermönnum er það slæmt að Bandaríska þjóðin er búin að fá sig fullsadda. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er gegn stríðinu - 58% vilja að herinn verði kallaður heim fyrir árslok 2008!
Bestu kveðjur! Magnús
FreedomFries, 13.3.2007 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.