Impeachment! Seinast þegar þetta orð var notað af stjórnmálamönnum var það þegar repúblíkanaflokkurinn efndi til nornaveiða gegn Bill Clinton fyrir að hafa logið undir eið um hvort samband hans og Móníku hafi verið kynferðislegt. Það hefur auðvitað fjöldi fólks bent, og það réttilega, á að það ætti að ákæra Bush fyrir embættisglöp (því tilgangslaus og ílla skipulögð stríð sem kosta þúsundir mannslífa geta sennilega fallist undir embættisglöp...) og fyrir að hafa logið að þjóðinni í undirbúningi stríðsins. Fram til þessa hafa samt engir stjórnmálamenn gengið svo langt að leggja til að Bush verði ákærður - að þingið "impeachi" forsetann. Þar til núna.
Samkvæmt annarri grein, lið fjögur, í stjórnarskrá Bandaríkjanna:
The President, Vice President and all civil Officers of the United States, shall be removed from Office on Impeachment for, and Conviction of, Treason, Bribery, or other high Crimes and Misdemeanors
Chuck Hegel, sem er einn af háttsettustu öldungardeildarþingmönnum Repúblíkana, stríðshetja frá Víetnam, og eitilharður íhaldsmaður, hefur nú nefnt möguleikann á því að þingið ákæri Bush. Þetta eru mjög merkilegar fréttir - þó Hegel hafi ekki sagst sjálfur ætla að leiða slíka atlögu, heldur bara gefið í skyn að "einhver" kynni að gera það, er ljóst að andstaðan við Bush innan Repúblíkanaflokksins er komin á nýtt og alvarlegra stig.
Í viðtali við Esquire, sem út kemur í næstu viku, gefur Hagel í skyn að Bush kynni að standa frammi fyrir impeachement hearings ef stríðið í Írak haldi áfram:
"The president says, 'I don't care.' He's not accountable anymore," Hagel says, measuring his words by the syllable and his syllables almost by the letter. "He's not accountable anymore, which isn't totally true. You can impeach him, and before this is over, you might see calls for his impeachment. I don't know. It depends how this goes."
The conversation beaches itself for a moment on that word -- impeachment -- spoken by a conservative Republican from a safe Senate seat in a reddish state. It's barely even whispered among the serious set in Washington, and it rings like a gong in the middle of the sentence, even though it flowed quite naturally out of the conversation he was having about how everybody had abandoned their responsibility to the country, and now there was a war going bad because of it.
"Congress abdicated its oversight responsibility," he says. "The press abdicated its responsibility, and the American people abdicated their responsibilities. Terror was on the minds of everyone, and nobody questioned anything, quite frankly."
Hagel er sönnun þess að það eru líka sæmilega skynsamir menn í Repúblíkanaflokknum: menn sem gera sér grein fyrir því að Bush er langt kominn með að eyðileggja ekki bara Bandaríkin, heldur líka sinn eigin sttjórnmálaflokk. Hið fyrra hljóta að vera svik við kjósendur, en hið síðara eru svik við flokkinn, og fram til þessa hafa flokksbræður Bush sýnt honum ótrúlegt langlundargeð. Þjóðin er fyrir löngu búin að missa alla trú á forsetanum, en fram til þessa hefur flokkurinn enn treyst "the decider". Flestir nánast í blindni.
Og jú, auðvitað er líka annar vínkill á þessu máli: Samkvæmt háværum orðrómum er Hagel að íhuga forsetaframboð. Hagel er alvöru íhaldsmaður.
M
Meginflokkur: Bush | Aukaflokkar: Forsetakosningar, Karlmennska | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.