Bush og repúblíkanaflokkurinn svíkja bandaríkjaher

Eaton hjá MaherPaul D. Eaton, sem sá um þjálfun Írakska hersins árin 2002-3, hefur verið mjög harðorður í garð ríkisstjórnar Bush og skammerlegrar óstjórnar hennar. Eaton, sem er hreinræktaður "military man" skilur að stríð þarf að undirbúa, og að það þarf að koma sæmilega sómasamlega fram við hermenn - í fyrsta lagi á ekki að senda þá út í opinn dauðann til að heyja tilgangslaus stríð, og í öðru lagi á að sýna þeim lágmarks virðingu þegar þeir koma til baka. Sú virðing á að felast í einhverju öðru og meiru en að kyrja "support the troops" en senda þá síðan á spítala sem eru þéttsetnir af rottum og kakkalökkum...

Bill Maher tók viðtal við Eaton á föstudaginn, og Eaton var ekki að skafa utan af skoðunum sínum:

"We've got this thing that so many military believe that Republican administrations are good for the military.  That is rarely the case.  And, we have to get a message through to every soldier, every family member, every friend of soldiers that the Republican party, the Republican dominated Congress has absolutely been the worst thing that's happened to the United States Army and the United States Marine Corps."

Óháð því hvaða skoðanir menn hafa á stríði og "heimsvaldastefnu" Bandaríkjanna verður ekki horft framhjá því að öll stórveldi halda úti herjum - og þessir herir eru mannaðir alvöru fólki, og þetta fólk trúir flest í hreinni einlægni á að það sé að þjóna fósturjörð sinni. Fólk sem skráir sig í herinn gerir það á þeim forsendum að það muni "verja fósturjörðina", og lýsir sig tilbúið til að deyja í þeirri þjónustu. Það hlýtur því að vera hægt að gera þá kröfu til stjórnvalda að þau standi við sinn hluta samningsins. En Repúblíkanaflokkurinn undir handleiðslu Bush virðist hafa sömu afstöðu til óbreyttra hermanna og þeir hafa til afgangsins af bandarísku þjóðinni.

Ég mæli með viðtalinu. Það er hægt að horfa á upptöku af því hér. (það tekur smá tíma að hlaðast inn...)

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Gaman að heyra þetta frá "Major General"!   Í sumum löndum væri herinn löngu búinn að gera uppreisn og koma þessum vitleysingum frá völdum.

Annars var þetta aftur óvenju slappur þáttur hjá Maher...maður bjóst við meiru. Roseanne Barr og einhver Gúrú???  Come on!   Ætti að verða fjörugra næst...Jason Alexander, Dan Rather og að mig minnir Chris Rock.

Róbert Björnsson, 11.3.2007 kl. 04:52

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já hermenn eru manneskur!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.3.2007 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband