mán. 5.3.2007
Ann Coulter segir að Edwards sé hommi...
Í seinustu viku var haldinn fundur CPAC, Conservative Political Action Conference, sem er nokkurskonar samkoma íhaldssamra grasrótarhreyfinga. Samkomur CPAC er reyndar vel til hægri við það sem við Íslendingar köllum hægrimennsku, og oft íhaldssamara en svo að hægt sé að kalla þá íhaldsmenn. Þetta var semsagt samkoma þeirra sem repúblíkanar vísa til sem "the base" - hörðustu afturhalds og íhaldsmanna flokksins.
Þessi fundur komst í fréttirnar, meðal annars vegna þess að Ann Coulter kallaði John Edwards "faggot", sem átti víst að vera einhverskonar grín. Think Progress lýsti ummælunum og viðbrögðum við þeim:
I was going to have a few comments on the other Democratic presidential candidate John Edwards, but it turns out you have to go into rehab if you use the word faggot, so I so kind of an impasse, cant really talk about Edwards. Audience members said ohhh and then cheered.
Fjölmiðlum var hins vegar nóg boðið, og þegar Coulter var beðin að útskýra hvað hún hefði átt við sagði hún að það hefði aldrei verið meining sín að móðga samfélag samkynhneigðra með því að líkja þeim við Edwards...
Coulter hefur áður sagt merkilega hluti - MyDD tók saman lista yfir nokkur af þekktari ummælum hennar:
- 2005: "[Bill Clinton] was a very good rapist,"
- 2004: Íslam gengur út á að "'kill everyone who doesn't smell bad,"
- 2002: "my only regret with Timothy McVeigh is he did not go to the New York Times building"
- 2001: "we should invade their countries, kill their leaders and convert them to Christianity", "the presumption of innocence only means you don't go right to jail."
Coulter hefur líka áður haldið því fram að forsetaframbjóðendur og forsetar Demokrata séu samkynhneigðir, því í fyrra haust ásakaði hún Hillary Clinton um að vera lesbísk, en í fyrra sumar hélt hún því fram að bæði Bill Clinton og Al Gore væru hommar... (Bill Clinton átti að vera hommi vegna þess að hann væri kynóður: I think that sort of rampant promiscuity does show some level of latent homosexuality., en Al Gore, "a total fag".) Það getur vel verið að þessi hommaþráhyggja hennar eigi að vera einhverskonar grín, en sumt grín þykir sem betur fer óviðeigandi.
Meðan Repúblíkanar geta æst sig yfir því að John Edwards hafi ráðið bloggara í vinnu sem hafa einhverntímann sagt eitthvað um Kaþólsku kirkjuna er merkilegt að þeir skuli voga sér að leyfa manneskju eins og Coulter að vera einhverskonar málsvara sinn. En þeim er ekki alls varnandi, því Captains Quarters fordæmir Coulter og varar flokkinn við því að fá fólk eins og hana til að tala opinberlega á fundum sínum:
First, criticizing Coulter's use of the word "faggot" is not a suppression of free speech; it is an exercise of free speech. We're not advocating her arrest for using the word. We're just saying it was stupid, unnecessary, and hateful. This is no different than Melissa McEwan calling Christians "Christofascist Godbags" and Amanda Marcotte's incendiary hate speech about Catholics. We howled about that when John Edwards hired them; why do we defend Coulter's appearance at CPAC?
Also, if CPAC continues to invite Coulter to these events, then unfortunately, these little rhetorical bombs reflect on conservatives. We just spent most of the week criticizing John McCain for not meeting the conservative base at CPAC. If Coulter said this in an interview on her own, it would not have reflected on CPAC or conservatives but on herself. Yesterday, though, she used our platform for that little nugget of vileness -- and some in the audience cheered her for it. Conclusions can reasonably be drawn from that.
Ef Repúblíkanaflokkurinn myndi hætta að bjóða Coulter fyrir að mæta á þessar samkomur myndi hún fljótlega hætta að geta selt bækur eða að birtast í sjónvarpi, því hún kemst ekki bara í sjónvarpið vegna þess að hún sé "fyndin" eða "próvókerandi", heldur vegna þess að fólk lítur á hana sem "legitimate" þátttakanda í stjórnmálaumræðunni. En ef Repúblíkanar sýndu að þeir hefðu einhverja lágmarks sómakennd myndu þeir sverja hana af sér og hún myndi verða atvinnulaus.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Karlmennska | Facebook
Athugasemdir
Það væri gaman að gera úttekt á því hve margir af leiðtogum mannkynssögunnar voru hommar. Alexander mikli var það. Kannski er það bara æskilegur kostur?
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2007 kl. 16:49
Sennilega fleiri en Alexander, en ég held nú að hvorki Hillary né Edwards séu samkynhneigð - þó Coulter haldi að það sé fyndið að uppnefna fólk homma. Sem er frekar ósmekkleg og ómerkileg uppnefning - ekki vegna þess að það sé neitt að samkynhneigðum karlmönnum - vandamálið er að Coulter er að reyna að gefa í skyn að Edwards sé ekki nógu mikið karlmenni. Það, að ásaka andstæðingana um að vera ekki nógu mikil karlmenni hefur nefnilega verið eitt helsta þema árásarpólítíkur Repúblíkana undanfarin ár: Demokratar og yfirleitt allir sem séu ósammála forsetanum séu heybrækur og smástelpur sem þori ekki að slást við vondu kallana.
Ég hef reyndar grun um að þetta standi allt í sambandi við djúpstæða tilvistarkreppu bandarískrar karlmennsku. Jeppa og pikkupptrukkakaup þeirra held ég að séu partur af sömu karlmennskukrísu?
FreedomFries, 5.3.2007 kl. 17:59
Meikar sens. Þetta er svona órangútaheimspeki, sem ekki er góður vitnisburður um greind, sem á hinn bóginn ætti að vera lykilatriði i stjórnmálum og stjórnsýslu.
Einhverstaðar las ég að ofstækisfull hómófóbía væri helst hjá þeim, sem hafa eitthvað að fela varðandi kynhneigð sína. Mér finnst það meika sens líka.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2007 kl. 18:28
Má reyndar bæta því við að orðið "faggot" er svona álíka særandi og policitcally incorrect eins og orðið "nigger"...en samt hafa flestir fjölmiðlar ekki haft fyrir því að "censora" það eins og þeir gera oft með "n-orðið". Ekki það að ég sé fylgjandi ritskoðun en hvar er nú allt jafnræðið? Það má móðga suma en ekki aðra? Hvað hefði gerst hefði Ann Coulter kallað Obama "nigger"?
Róbert Björnsson, 5.3.2007 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.