Um höfundinn og fjölskyldu

Magga MagnusdóttirÉg er giftur Sólveigu Önnu Jónsdóttur, og við eigum tvö börn (Jón Múla 9 ára og Guðnýju Margréti 6 ára), og höfum búið í Minnesota seinustu sex árin.

Á myndinni erum við að borða á "American Girl" veitingastaðnum í Chicago - en American Girl er dúkkulína - það er hægt að kaupa hundrað mismunandi American Girl dúkkur, í öllum húð og hárlitum, ásamt fötum og öðrum hlutum sem dúkkur geta hugsanlega átt. American Girl er líka "sagnfræðileg", en dúkkurnar eiga að representera upplifun allra bandarískra stúlkna. American Girl framleiðir líka bækur og kvikmyndir um dúkkurnar, eða stúlkurnar sem dúkkurnar eiga að vera af. Bækurnar eru flestar vel skrifaðar, og myndirnar vel gerðar - þær leyfa sér meira að segja að taka á alvarlegum félagslegum og menningarlegum vandamálum, misrétti og kynþáttafordómum. American Girl er því einhverskonar þroskaleikfang fyrir smástelpur. Þetta er nefnilega fullkominn kapítalismi, fullkomin neysluhyggja - en um leið 100% politically correct, inclusive og multi-cultural! En þar sem dúkkurnar kosta allar meira en 100 dollara, og þá eru fötin og fylgihlutirnir ekki meðtaldir, er augljóst að dúkkurnar enda bara á góðum millistéttarheimilum.

Höfuðstöðvar og aðalverslun þessa dúkkufyrirtækis í Chicago eru á þremur hæðum, þar er bæði hægt að kauap dúkkur, horfa á leikrit um dúkkurnar, og fara með dúkkurnar í hárgreiðslu! Og svo er líka hægt að borða á American Girl Doll veitingastaðnum - en það þarf að panta borð með nokkurra vikna fyrirvara, eins og á alvöru fancy veitingahúsum... Heimasíða American Girl Place í Chicago lýsir veitingastaðnum þannig:

Dine in style!

Dine in the whimsical American Girl Cafe, overlooking Chicago’s Magnificent Mile. There’s even a Treat Seat at the table for your doll! The Cafe is the perfect place for brunch, lunch, afternoon tea, dinner, and parties.

See why the New York Times called it “the destination of choice for 4- to 12-year-old girls from all over the United States.”

Þessi heimsókn var stórmerkileg, og dóttir okkar var himinlifandi. Fólk gerir sér sérstakar ferðir til Chicago til að heimsækja þessa dúkkuverslun, og á gangstéttinni fyrir utan búðina stendur yfirleitt þröng af uppáklæddum smástelpum með jafn uppáklæddar dúkkur, því American Girl framleiðir líka stúlknaföt. Þú og dúkkan getið verið eins klæddar! 

Ásamt "Mall of America" í Minneapolis (Bloomington, strangt tiltekið) verður "American Girl Place" í Chicago að teljast með helgustu véa amerískrar neysluhyggju.

M


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband