Fyrsti kandídatinn dottinn úr forsetaslagnum: Tom Vilsack

Vilsack klæðir sig upp sem Winnie The Pooh, ein leiðinlegasta teiknimyndasögufígúra allra tímaTom Vilsack er fyrsti forsetaframbjóðandinn til að játa sig sigraðan! Og það eru enn tuttugu mánuðir til kosninga! Vilsack hafði sóst eftir tilnefningu demokrataflokksins, en lagði ekki í Obama, Clinton og Edwards, sem virðast vera sigurstranglegustu kandídatar flokksins. Vilsack er fyrrverandi fylkisstjóri Iowa, sem er mikilvægt fylki í forkjöri flokksins.

Vilsack, 56, left office in January and traveled to early voting states, but he attracted neither the attention nor the campaign cash of his top-tier rivals _ Sen. Hillary Rodham Clinton, Sen. Barack Obama and John Edwards. He even faced obstacles in his home state. ...

Trying to counter perceptions that as one of the least known of the prospective candidates he was too much of an underdog to succeed, Vilsack said in a campaign video: "I've never started a race that I've been expected to win, and I've never lost."

Vilsack var fjármagnaður af Jógúrtmógúlnum Gary Hirshberg, stofnanda Stonyfield Farm yougurt, og þeir félagar efuðust um að geta keppt við fjáröflunarmaskínu Clinton. En að öðru leyti er þessi frétt alveg hreint afspyrnu ómerkileg. Það vissi ekki nokkur maður utan Iowa hver þessi Vilsack væri. En ástæða þess að ég sá mig tilneyddan til að skrifa færslu um þessa frétt er að ég hugsa að þetta sé síðasti séns sem ég mun hafa til að birta myndina til hliðar - Vilsack er nefnilega þekktur fyrir að bregða á leik og skemmta börnunum!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvarður Ragnar Hálfdanarson

Kemur ekki svo á óvart þar eð fáir utan Iowa þekkja til Vilsack. Annars virtist kallinn vel liðinn sem ríkisstjóri í Iowa, allavega er ég bjó þar niðurfrá.

Þorvarður Ragnar Hálfdanarson, 24.2.2007 kl. 19:27

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Frjálsræðið felst greinilega í fjármagninu ;)

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.2.2007 kl. 15:44

3 Smámynd: FreedomFries

Þetta er hið versta mál, því Vilsack er augljóslega hinn vænsti maður! Ég sé t.d. ekki Cheney fyrir mér í Bangsímon búning að skemmta börnum!

FreedomFries, 25.2.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband